Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í Barcelona tróna á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Liðið hefur unnið alla sjö leiki sína til þessa í deildinni en engan jafn sannfærandi og leik dagsins gegn Atlético Valladolid.
Lauk leiknum með 26 marka sigri Barcelona, 50-24.
Valladolid heimsótti Katalóníu í dag og mætti toppliði Barcelona. Skemmst er frá því að segja að Börsungar völtuðu einfaldlega yfir andstæðinga sína í dag. Valladolid hefur byrjað tímabilið með ágætum, fjórir sigrar og eitt tap í fyrstu fimm leikjum liðsins.
Gestirnir áttu hins vegar aldrei möguleika í dag. Staðan í hálfleik var 24-13 og heimamenn bættu um betur í síðari hálfleik. Lokatölur eins og áður sagði 50-24. Aron skoraði tvö mörk í liði Barcelona í dag. Markahæstir voru þeir Blaz Janc og Luka Cindric með sjö mörk hvor.
#HandbolLive
— Barça Handbol (@FCBhandbol) October 10, 2020
Barça 50-24 @atlvalladolid
Final del partit! / ¡Acaba el partido!
J8 #LigaSacyrASOBAL
Ciutat Esportiva Joan Gamper
#LiveASOBAL #BARATV
#ForçaBarça pic.twitter.com/g9enuVO80E
Barcelona er sem stendur með fullt hús stiga í spænsku deildinni sem og Meistaradeild Evrópu þar sem það hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa.