„Ekki bara stóru kallarnir sem eru að verða fyrir höggi hérna“ Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2020 12:34 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ekki líta nægilega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar kemur að boðuðum lokunarstykjum. Ríkisstjórnin gleymi aftur þeim fyrirtækjum sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ekki sinnt sínum rekstri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í gær að von væri á lokunarstyrkjum á sem ætlað væri að koma til móts við þau fyrirtæki sem þurfi að skella í lás vegna hertra sóttvarnaráðstafana. Styrkirnir nú yrðu hærri en þeir voru í vor, enda hafi verið bent á að þeir hafi í mörgum tilvikum dugað skammt. Ekki nóg að gert Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkgingarinnar segir að lokunarstyrkirnir séu alveg nauðsynlegir, en ekki sé nóg að gert. Minnist hún sérstaklega á þau fjölmörgu fyrirtæki sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ómögulega sinnt sínum rekstri, líkt og veitingahús. Aftur sé verið að gleyma þeim. Sömuleiðis nefnir hún hársnyrtistofur og rakarastofur þar sem fólk leigi stóla. Það sé ákveðið rekstrarform þar sem fólk sé skilið eftir. Þörf á sértækum aðgerðum Þingmaðurinn segir að á þessum fordæmalausum tímum þurfi að fara í sértækar aðgerðir og skoða þau ólíku rekstrarform sem séu í gangi. „Það þýðir ekki að miða við stór fyrirtæki. Það þarf að skoða sérstaklega lítil fyrirtæki og hvernig rekstrarformið er þar. Ef við skoðum veitingastaði þar sem er er pláss fyrir fjörutíu. Það er alveg ljóst að slík fyrirtæki, sem fá inn mögulega viðskiptavini á eitt til tvö borð á kvöldi, verða að loka klukkan níu. Þau lifa ekki út mánuðinn.“ Þingmaðurinn segir ennfremur að viðbrögð stjórnvalda hafi svolítið einkennst af því að eftir því sem fyrirtækin séu stærri og hafi hærra í fjölmiðlum, þeim mun veglegri séu viðbrögð stjórnvalda. „Þau þurfa að opna augun fyrir því að það eru ekki bara stóru kallarnir sem eru að verða fyrir höggi hérna,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Vinnumarkaður Efnahagsmál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Forsætisráðherra segir frekari stuðning við fyrirtæki og listafólk í undirbúningi vegna tekjufalls. 9. október 2020 18:58 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ekki líta nægilega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar kemur að boðuðum lokunarstykjum. Ríkisstjórnin gleymi aftur þeim fyrirtækjum sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ekki sinnt sínum rekstri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í gær að von væri á lokunarstyrkjum á sem ætlað væri að koma til móts við þau fyrirtæki sem þurfi að skella í lás vegna hertra sóttvarnaráðstafana. Styrkirnir nú yrðu hærri en þeir voru í vor, enda hafi verið bent á að þeir hafi í mörgum tilvikum dugað skammt. Ekki nóg að gert Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkgingarinnar segir að lokunarstyrkirnir séu alveg nauðsynlegir, en ekki sé nóg að gert. Minnist hún sérstaklega á þau fjölmörgu fyrirtæki sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ómögulega sinnt sínum rekstri, líkt og veitingahús. Aftur sé verið að gleyma þeim. Sömuleiðis nefnir hún hársnyrtistofur og rakarastofur þar sem fólk leigi stóla. Það sé ákveðið rekstrarform þar sem fólk sé skilið eftir. Þörf á sértækum aðgerðum Þingmaðurinn segir að á þessum fordæmalausum tímum þurfi að fara í sértækar aðgerðir og skoða þau ólíku rekstrarform sem séu í gangi. „Það þýðir ekki að miða við stór fyrirtæki. Það þarf að skoða sérstaklega lítil fyrirtæki og hvernig rekstrarformið er þar. Ef við skoðum veitingastaði þar sem er er pláss fyrir fjörutíu. Það er alveg ljóst að slík fyrirtæki, sem fá inn mögulega viðskiptavini á eitt til tvö borð á kvöldi, verða að loka klukkan níu. Þau lifa ekki út mánuðinn.“ Þingmaðurinn segir ennfremur að viðbrögð stjórnvalda hafi svolítið einkennst af því að eftir því sem fyrirtækin séu stærri og hafi hærra í fjölmiðlum, þeim mun veglegri séu viðbrögð stjórnvalda. „Þau þurfa að opna augun fyrir því að það eru ekki bara stóru kallarnir sem eru að verða fyrir höggi hérna,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Forsætisráðherra segir frekari stuðning við fyrirtæki og listafólk í undirbúningi vegna tekjufalls. 9. október 2020 18:58 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Forsætisráðherra segir frekari stuðning við fyrirtæki og listafólk í undirbúningi vegna tekjufalls. 9. október 2020 18:58