Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. október 2020 18:45 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Egill Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 87 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Meirihlutinn í sóttkví Af þeim 87 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru 65% þeirra í sóttkví við greiningu en það nokkuð hærra hlutfall en sést hefur síðustu daga. Níu greindust á landamærunum, tveir með virkt smit en sjö bíða mótefnamælingar. 25 eru inniliggjandi á Landspítalanum og þar af eru 3 á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Sóttvarnalæknir segir að nú sé ekki lengur mestmegnis ungt fólk að veikjast. „Við eru að sjá aukinn fjölda af eldri einstaklingum veikjast og þá förum við að sjá meiri veikindi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann á von á að innlögnum á spítalann fjölgi. Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm Ekki vöntun á öndunarvélum Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum segir getu spítalans umtalsverða til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldusins. Nægar öndunarvélar séu til. Gjörgæslan sem slík sé ekki takmarkandi þáttur - heldur mannskapurinn. „Þannig við gætum tekið alveg upp í 20 manns á gjörgæslu en það myndi þýða gjörbylting í allri starfsemi spítalans,“ sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Hann segir álagið á heilbrigðiskerfið meira nú en í fyrstu bylgju faraldursins þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni í samfélaginu. „Það sem við erum að sjá hér núna er að auk þess að fá inn covid veika einstaklinga þá erum við að fá inn allt annað. Það eru umferðaslys, vinnuslys og svo náttúrulega tilfallandi veikindi sem dró veruleg úr í vetur. Þannig þetta er allt öðruvísi faraldur eins og við sjáum hann og þess vegna er það þannig að við búumst við því að þetta verði jafnvel stærri kúfur heldur en var áður,“ sagði Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50 87 greindust með veiruna í gær 57 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 10. október 2020 11:05 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 87 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Meirihlutinn í sóttkví Af þeim 87 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru 65% þeirra í sóttkví við greiningu en það nokkuð hærra hlutfall en sést hefur síðustu daga. Níu greindust á landamærunum, tveir með virkt smit en sjö bíða mótefnamælingar. 25 eru inniliggjandi á Landspítalanum og þar af eru 3 á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Sóttvarnalæknir segir að nú sé ekki lengur mestmegnis ungt fólk að veikjast. „Við eru að sjá aukinn fjölda af eldri einstaklingum veikjast og þá förum við að sjá meiri veikindi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann á von á að innlögnum á spítalann fjölgi. Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm Ekki vöntun á öndunarvélum Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum segir getu spítalans umtalsverða til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldusins. Nægar öndunarvélar séu til. Gjörgæslan sem slík sé ekki takmarkandi þáttur - heldur mannskapurinn. „Þannig við gætum tekið alveg upp í 20 manns á gjörgæslu en það myndi þýða gjörbylting í allri starfsemi spítalans,“ sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Hann segir álagið á heilbrigðiskerfið meira nú en í fyrstu bylgju faraldursins þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni í samfélaginu. „Það sem við erum að sjá hér núna er að auk þess að fá inn covid veika einstaklinga þá erum við að fá inn allt annað. Það eru umferðaslys, vinnuslys og svo náttúrulega tilfallandi veikindi sem dró veruleg úr í vetur. Þannig þetta er allt öðruvísi faraldur eins og við sjáum hann og þess vegna er það þannig að við búumst við því að þetta verði jafnvel stærri kúfur heldur en var áður,“ sagði Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50 87 greindust með veiruna í gær 57 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 10. október 2020 11:05 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50
87 greindust með veiruna í gær 57 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 10. október 2020 11:05
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent