Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá nýjustu tíðindum af kórónuveirufaraldrinum og ræðum við yfirlækni á Landspítalanum um getu spítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins.

Rætt verður við iðjuþjálfa um geðheilbrigði á tímum kórónuveirunnar. Alþjóðlegi geðheilbrigðsdagurinn er haldinn í dag, en markmið hans er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og sporna gegn fordómum í garð þeirra sem glíma við slíkan vanda.

Einnig ræðum við við hjólhýsaeigendur á Laugarvatni sem sjá fram á að þurfa að yfirgefa svæðið innan tíðar vegna brunahættu.

Þá flytjum við fréttir af erlendum vettvangi, meðal annars um nýjustu tíðindi af deilum Armena og Asera um héraðið Nagorno Karabakh.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×