Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 21:16 Schmeichel í leiknum gegn Færeyjum á miðvikudaginn var. Lars Ronbog/Getty Images Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins og Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hinn 33 ára gamli Dani býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. Líkt og Ísland hefur Danmörk ekki enn náð sigri. Liðið gerði markalaust jafntefli við England og tapaði fyrir Belgum. Schmeichel var milli stanganna í báðum leikjum liðsins og verður það einnig á morgun. Hann hefur alls spilað 56 leiki fyrir A-landslið Dana og er því töluvert á eftir þeim fjölda sem faðir hans Peter náði á sínum tíma. Schmeichel eldri lék 129 landsleiki og gerði í þeim eitt mark. „Við búumst við mjög erfiðum leik. Ég held að allir sem hafi horft á íslenska liðið spila undanfarin ár viti að þeir eru mjög gott lið sem er erfitt að spila gegn. Úrslitin sem þeir hafa náð sýna það og sanna,“ sagði Schmeichel yngri um leik morgundagsins. „Þeir hafa sína styrkleika en það gerum við einnig. Þeir munu eflaust ætla sér að nýta styrkleika sína en við höfum séð þá og vonandi undirbúið okkur nægilega vel til að koma í veg fyrir að íslenska liðið nái að nýta þá að neinu viti. Það er svo sem ekkert nýtt, það eru mörg lið sem eru sterk líkamlega og við höfum allir mætt slíkum liðum í gegnum tíðina, sagði markvörðurinn einnig. „Það má búast við liði sem er tilbúið frá fyrstu mínútu. Það má búast við liði sem er mjög hungrað í sigur og mun gera allt til að vinna. Einnig má búast við liði sem er tilbúið að leggja mikið á sig og þá er það eiginlega upptalið,“ sagði Scheimchel að lokum. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 annað kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sjá meira
Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins og Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hinn 33 ára gamli Dani býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. Líkt og Ísland hefur Danmörk ekki enn náð sigri. Liðið gerði markalaust jafntefli við England og tapaði fyrir Belgum. Schmeichel var milli stanganna í báðum leikjum liðsins og verður það einnig á morgun. Hann hefur alls spilað 56 leiki fyrir A-landslið Dana og er því töluvert á eftir þeim fjölda sem faðir hans Peter náði á sínum tíma. Schmeichel eldri lék 129 landsleiki og gerði í þeim eitt mark. „Við búumst við mjög erfiðum leik. Ég held að allir sem hafi horft á íslenska liðið spila undanfarin ár viti að þeir eru mjög gott lið sem er erfitt að spila gegn. Úrslitin sem þeir hafa náð sýna það og sanna,“ sagði Schmeichel yngri um leik morgundagsins. „Þeir hafa sína styrkleika en það gerum við einnig. Þeir munu eflaust ætla sér að nýta styrkleika sína en við höfum séð þá og vonandi undirbúið okkur nægilega vel til að koma í veg fyrir að íslenska liðið nái að nýta þá að neinu viti. Það er svo sem ekkert nýtt, það eru mörg lið sem eru sterk líkamlega og við höfum allir mætt slíkum liðum í gegnum tíðina, sagði markvörðurinn einnig. „Það má búast við liði sem er tilbúið frá fyrstu mínútu. Það má búast við liði sem er mjög hungrað í sigur og mun gera allt til að vinna. Einnig má búast við liði sem er tilbúið að leggja mikið á sig og þá er það eiginlega upptalið,“ sagði Scheimchel að lokum. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 annað kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sjá meira
Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55
Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45