Berjast fyrir hjólhýsunum sínum á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson og skrifa 10. október 2020 22:11 Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, sem er Félag hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Vísir/Magnús Hlynur Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni vinna nú að því að fá að vera áfram með hýsin sín á svæðinu en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir það ekki koma til greina, það verði að fjarlægja öll hjólhýsi vegna mikillar brunahættu. Um tvö hundruð hjólhýsi eru á svæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni verði lokað en þar hefur verið hjólhýsahverfi í að verða 50 ár. Ástæðan fyrir lokuninni er öryggi fólk, sem er sagt verulega ábótavant, ekki síst ef eldur kemur upp í gróðri en mjög mikill gróður er á svæðinu. Hjólhýsaeigendur eru ósáttir við ákvörðun sveitarstjórnar og vilja leggja sitt af mörkum svo svæðið geti verið áfram opið. „Fólk er svona að ná áttum, við erum að reyna að vinna í þessum málum saman og það er mikill samhugur hjá fólki, samstaðan er 100%,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, Félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Hrafnhildur segir að hjólhýsaeigendur geri sér vel grein fyrir hættunni á bruna vegna alls gróðursins á svæðinu. Um 200 hjólhýsi eru á svæðinu en þau eiga öll að vera farin að tveimur árum liðnum.Vísir/Vilhelm „Ég vil samt koma því fram að síðustu tvö ár og sérstaklega í sumar hefur orðið mikil vakning og fólk er búið að grisja meira en nokkurn tímann, það eru heilu vörubílafarmarnir farnir af svæðinu og stendur nú til að halda því áfram.“ Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að ekki verði hjá því komist að loka svæðinu og fara í burtu með öll hjólhýsi og palla af svæðinu eigi síðar en um áramótin 2022. „Já, það kemur mjög skýrt í þessum ábendingum, sem við fengum og athugasemdum að þetta er algjörlega óviðunandi ástand og í rauninni hætta fyrir fólk, sem dvelur þarna, þannig að það er ekki hægt annað að gera en að loka,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri og bætir við. „Það er allavega alveg ljóst og bara mjög mikilvægt að allir átti sig á því að það verður engin starfsemi þarna af hálfu sveitarfélagsins nema það sem getur uppfyllt öll lög, allar reglur og alla staðla og viðmiðanir. Auðvitað er þetta erfitt fyrir þá, sem hafa komið sér gríðarlega vel fyrir þarna og svo eru auðvitað ýmis þjónustufyrirtæki á Laugarvatni, sem hafa haft tekjur af því að þjóna þennan hóp þannig að þetta var alls ekki einföld ákvörðun,“ segir Ásta. Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni vinna nú að því að fá að vera áfram með hýsin sín á svæðinu en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir það ekki koma til greina, það verði að fjarlægja öll hjólhýsi vegna mikillar brunahættu. Um tvö hundruð hjólhýsi eru á svæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni verði lokað en þar hefur verið hjólhýsahverfi í að verða 50 ár. Ástæðan fyrir lokuninni er öryggi fólk, sem er sagt verulega ábótavant, ekki síst ef eldur kemur upp í gróðri en mjög mikill gróður er á svæðinu. Hjólhýsaeigendur eru ósáttir við ákvörðun sveitarstjórnar og vilja leggja sitt af mörkum svo svæðið geti verið áfram opið. „Fólk er svona að ná áttum, við erum að reyna að vinna í þessum málum saman og það er mikill samhugur hjá fólki, samstaðan er 100%,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, Félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Hrafnhildur segir að hjólhýsaeigendur geri sér vel grein fyrir hættunni á bruna vegna alls gróðursins á svæðinu. Um 200 hjólhýsi eru á svæðinu en þau eiga öll að vera farin að tveimur árum liðnum.Vísir/Vilhelm „Ég vil samt koma því fram að síðustu tvö ár og sérstaklega í sumar hefur orðið mikil vakning og fólk er búið að grisja meira en nokkurn tímann, það eru heilu vörubílafarmarnir farnir af svæðinu og stendur nú til að halda því áfram.“ Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að ekki verði hjá því komist að loka svæðinu og fara í burtu með öll hjólhýsi og palla af svæðinu eigi síðar en um áramótin 2022. „Já, það kemur mjög skýrt í þessum ábendingum, sem við fengum og athugasemdum að þetta er algjörlega óviðunandi ástand og í rauninni hætta fyrir fólk, sem dvelur þarna, þannig að það er ekki hægt annað að gera en að loka,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri og bætir við. „Það er allavega alveg ljóst og bara mjög mikilvægt að allir átti sig á því að það verður engin starfsemi þarna af hálfu sveitarfélagsins nema það sem getur uppfyllt öll lög, allar reglur og alla staðla og viðmiðanir. Auðvitað er þetta erfitt fyrir þá, sem hafa komið sér gríðarlega vel fyrir þarna og svo eru auðvitað ýmis þjónustufyrirtæki á Laugarvatni, sem hafa haft tekjur af því að þjóna þennan hóp þannig að þetta var alls ekki einföld ákvörðun,“ segir Ásta.
Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. 24. september 2020 12:04