Innlent

Allir á ung­linga­stigi í Lindaskóla sendir í sótt­kví

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Allir nemendur og kennarar á unglingastigi í Lindaskóla í Kópavogi eru í sóttkví eftir að smit kom upp hjá kennara í skólanum.
Allir nemendur og kennarar á unglingastigi í Lindaskóla í Kópavogi eru í sóttkví eftir að smit kom upp hjá kennara í skólanum. Kópavogsbær

Allir nemendur og kennarar á unglingastigi í Lindaskóla í Kópavogi hafa verið sendir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá kennara sem kennir öllum bekkjum unglingastigs. Voru þau öll send í sóttkví í gær og verða í henni fram á föstudag.

Unnið er að því að skipuleggja fjarkennslu í skólanum samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins um málið. Guðrún G. Halldórsdóttir, skólastjóri Lindaskóla, segir í samtali við RÚV að gætt hafi verið að öllum sóttvörnum í skólanum eftir fremsta megni. 

Starfsfólk hafi verið hólfað niður en umræddur kennari kenndi þó öllum bekkjum unglingastigs. Guðrún segir það í höndum sóttvarnalæknis að ákveða hvort koma þurfi í veg fyrir að einn kennari kenni öllum bekkjum stigsins.

Um 140 nemendur eru á unglingastigi í skólanum og er 8.-10. bekk í skólanum skipt niður í sex bekki. Að kröfu smitrakningateymis almannavarna þurftu allir nemendurnir að fara í sóttkví, utan þeirra sem ekki voru í skólanum á fimmtudag og föstudag. Kennarinn greindist með Covid-19 í gær.

Guðrún segist ekki vita til þess að nokkur þeirra sem eru nú í sóttkví hafi fundið fyrir einkennum sjúkdómsins.


Tengdar fréttir

Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×