Væri skaðlegt að bólusetja heila þjóð áður en öðrum er hleypt að Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 15:19 Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum. Vísir/Sigurjón Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum segir að viðkvæmir hópar og framlínufólk ætti alls staðar að vera í forgangi þegar bólusetningar við kórónuveirunni hefjast að lokum. Faraldurinn myndi aðeins dragast á langinn ef byrjað væri á því að bólusetja alla innan tiltekinnar þjóðar. Þetta kom fram í máli Magnúsar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Talsverður gangur er á þróun bóluefnis við kórónuveirunni en ellefu stórar bóluefnarannsóknir víðsvegar um heim eru nú í svokölluðum fasa þrjú, þ.e. á lokastigi þróunar, að sögn Magnúsar. „Ég held að flestir séu bjartsýnir á að einhver af þeim efnum sem þar er verið að rannsaka muni skila sér til almennings þegar fram líða stundir. En hvenær það verður er svo stóra spurningin, og hvaða efni verður það. En ég held það sé ekki raunsætt að reikna með einhverjum stórum fréttum fyrr en einhvern tímann í kringum árslokin, eða öðru hvorum megin við áramótin,“ sagði Magnús. Þá benti Magnús á að Bandaríska lyfjaeftirlitið hafi nýverið sett fram og staðfest tilteknar kröfur um eftirfylgni með þeim sem fá bóluefni. Þeim skuli fylgja eftir í minnst tvo mánuði svo hægt sé að tryggja að þeir fái ekki fylgikvilla tengda efninu. Þetta sagði Magnús að lengdi þróunarferlið. „En þegar menn hafa síðan fundið bóluefni sem virka – og það kann vel að vera að þau verði nokkur, þetta eru að mörgu leyti áþekk bóluefni sum hver – þá verður búið að framleiða allnokkur af sumum af þeim. Nokkrar milljónir skammta sem eru þá tilbúnir og þeir verða þá notaðir samkvæmt þeim samningum sem um það hafa verið gerðir,“ sagði Magnús. Íslenska ríkið hefur þegar gert þrjá samninga um kaup á bóluefni. Nú síðast var tilkynnt um samning Evrópusambandsins við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, sem tryggir aðildarríkjum ESB, auk Íslands og annarra aðildarríkja EES, rétt til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. Magnús sagði að þegar bóluefni kæmist loks í notkun yrðu viðkvæmir hópar og framlínufólk líklegast í forgangi. Hann kvaðst í það minnsta vona að sá hátturinn yrði hafður á því annað væri ekki vænlegt til vinnings. „Og reynum að forðast það að bólusetja alla innan einhverrar ákveðinnar þjóðar áður en öðrum er hleypt að. Því það er mjög skaðlegt og mun í raun tryggja það að faraldurinn dregst á langinn. Við þurfum að reyna að vernda þá sem eru í mestri hættu, við fáum mest út úr bóluefninu þannig,“ sagði Magnús. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga. 11. október 2020 19:01 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum segir að viðkvæmir hópar og framlínufólk ætti alls staðar að vera í forgangi þegar bólusetningar við kórónuveirunni hefjast að lokum. Faraldurinn myndi aðeins dragast á langinn ef byrjað væri á því að bólusetja alla innan tiltekinnar þjóðar. Þetta kom fram í máli Magnúsar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Talsverður gangur er á þróun bóluefnis við kórónuveirunni en ellefu stórar bóluefnarannsóknir víðsvegar um heim eru nú í svokölluðum fasa þrjú, þ.e. á lokastigi þróunar, að sögn Magnúsar. „Ég held að flestir séu bjartsýnir á að einhver af þeim efnum sem þar er verið að rannsaka muni skila sér til almennings þegar fram líða stundir. En hvenær það verður er svo stóra spurningin, og hvaða efni verður það. En ég held það sé ekki raunsætt að reikna með einhverjum stórum fréttum fyrr en einhvern tímann í kringum árslokin, eða öðru hvorum megin við áramótin,“ sagði Magnús. Þá benti Magnús á að Bandaríska lyfjaeftirlitið hafi nýverið sett fram og staðfest tilteknar kröfur um eftirfylgni með þeim sem fá bóluefni. Þeim skuli fylgja eftir í minnst tvo mánuði svo hægt sé að tryggja að þeir fái ekki fylgikvilla tengda efninu. Þetta sagði Magnús að lengdi þróunarferlið. „En þegar menn hafa síðan fundið bóluefni sem virka – og það kann vel að vera að þau verði nokkur, þetta eru að mörgu leyti áþekk bóluefni sum hver – þá verður búið að framleiða allnokkur af sumum af þeim. Nokkrar milljónir skammta sem eru þá tilbúnir og þeir verða þá notaðir samkvæmt þeim samningum sem um það hafa verið gerðir,“ sagði Magnús. Íslenska ríkið hefur þegar gert þrjá samninga um kaup á bóluefni. Nú síðast var tilkynnt um samning Evrópusambandsins við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, sem tryggir aðildarríkjum ESB, auk Íslands og annarra aðildarríkja EES, rétt til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. Magnús sagði að þegar bóluefni kæmist loks í notkun yrðu viðkvæmir hópar og framlínufólk líklegast í forgangi. Hann kvaðst í það minnsta vona að sá hátturinn yrði hafður á því annað væri ekki vænlegt til vinnings. „Og reynum að forðast það að bólusetja alla innan einhverrar ákveðinnar þjóðar áður en öðrum er hleypt að. Því það er mjög skaðlegt og mun í raun tryggja það að faraldurinn dregst á langinn. Við þurfum að reyna að vernda þá sem eru í mestri hættu, við fáum mest út úr bóluefninu þannig,“ sagði Magnús.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga. 11. október 2020 19:01 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga. 11. október 2020 19:01
Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31
Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52