Fleiri börn hafa smitast af kórónuveirunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. október 2020 17:44 Fleiri börn hafa nú smitast af kórónuveirunni en í fyrstu bylgju faraldursins. Grafík/Hafsteinn Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga. Áttatíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu og níu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Þeim sem eru með veiruna heldur áfram að fjölga en í dag eru 1039 í einangrun. Þegar mest var í fyrstu bylgju farsóttarinnar í byrjun apríl voru 1096 í einangrun eða svipaður fjöldi og nú. Þá var enn mánuður í að samkomutakmörkunum yrði aflétt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekar að börn smitist síður og smiti aðra síður. Vísir/Vilhelm Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi gilda fram á mánudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætlar að senda heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað á fimmtudaginn þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann leggur til að gildi í næstu vikurnar. „Við þurfum að fara hægt í að aflétta og við erum enn þá með faraldurinn aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu. Það gengur allt tiltölulega vel úti á landi og er rólegt þar. Þannig við erum fyrst og fremst að eiga við faraldurinn hér innan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ég held að hertari reglur verði svona kannski eitthvað lengur við lýði hér,“ segir Þórólfur. Börn heima að ósk foreldra Hátt í níu hundruð leik- og grunnskóla börn í Reykjavík eru í sóttkví og um fjörutíu eru í einangrun. Í gær voru 287 grunnskólabörn í leyfi að ósk foreldra og 93 leikskólabörn. Sextíu starfsmenn skóla- og frístundasviðs voru í sóttkví að eigin ákvörðun. Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgjunni en greindust með hana í fyrstu bylgjunni. Þannig greindust 126 börn með veiruna í fyrstu bylgjunni en börn voru þá um 7% þeirra sem smituðust. Nú hafa 160 börn greinst með veiruna og eru um 11% þeirra sem hafa greinst. Sóttvarnalæknir ítrekar það að börn smitist síður og smiti síður aðra. „Þetta er ekkert í stórum dráttum frábrugðið frá því sem var. Við þurfum líka að taka tillit til þess að við erum að taka miklu fleiri sýni núna frá börnum þannig við þurfum aðeins að sjá það í því ljósi. Þannig í stórum dráttum þá er þetta mjög svipað,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Barnasmitsjúkdómalæknir telur lokun skóla ekki nauðsynlega Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur ólíklegt að lokun skóla myndi skila tilætluðum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni. 12. október 2020 21:37 Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Sjá meira
Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga. Áttatíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu og níu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Þeim sem eru með veiruna heldur áfram að fjölga en í dag eru 1039 í einangrun. Þegar mest var í fyrstu bylgju farsóttarinnar í byrjun apríl voru 1096 í einangrun eða svipaður fjöldi og nú. Þá var enn mánuður í að samkomutakmörkunum yrði aflétt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekar að börn smitist síður og smiti aðra síður. Vísir/Vilhelm Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi gilda fram á mánudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætlar að senda heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað á fimmtudaginn þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann leggur til að gildi í næstu vikurnar. „Við þurfum að fara hægt í að aflétta og við erum enn þá með faraldurinn aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu. Það gengur allt tiltölulega vel úti á landi og er rólegt þar. Þannig við erum fyrst og fremst að eiga við faraldurinn hér innan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ég held að hertari reglur verði svona kannski eitthvað lengur við lýði hér,“ segir Þórólfur. Börn heima að ósk foreldra Hátt í níu hundruð leik- og grunnskóla börn í Reykjavík eru í sóttkví og um fjörutíu eru í einangrun. Í gær voru 287 grunnskólabörn í leyfi að ósk foreldra og 93 leikskólabörn. Sextíu starfsmenn skóla- og frístundasviðs voru í sóttkví að eigin ákvörðun. Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgjunni en greindust með hana í fyrstu bylgjunni. Þannig greindust 126 börn með veiruna í fyrstu bylgjunni en börn voru þá um 7% þeirra sem smituðust. Nú hafa 160 börn greinst með veiruna og eru um 11% þeirra sem hafa greinst. Sóttvarnalæknir ítrekar það að börn smitist síður og smiti síður aðra. „Þetta er ekkert í stórum dráttum frábrugðið frá því sem var. Við þurfum líka að taka tillit til þess að við erum að taka miklu fleiri sýni núna frá börnum þannig við þurfum aðeins að sjá það í því ljósi. Þannig í stórum dráttum þá er þetta mjög svipað,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Barnasmitsjúkdómalæknir telur lokun skóla ekki nauðsynlega Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur ólíklegt að lokun skóla myndi skila tilætluðum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni. 12. október 2020 21:37 Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Sjá meira
Barnasmitsjúkdómalæknir telur lokun skóla ekki nauðsynlega Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur ólíklegt að lokun skóla myndi skila tilætluðum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni. 12. október 2020 21:37
Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57