Gott gengi Færeyja heldur áfram | Lærisveinar Helga náðu aðeins jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2020 21:35 Færeyjar halda áfram að gera gott mót í Þjóðadeildinni. Gaston Szerman/Getty Images Alls fóru sjö leikir fram í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrir utan leikina í A-deild þá ber helst að nefna sigur Færeyja á Andorra og markalaust jafntefli lærisveina Helga Kolviðssonar. Leikirnir í riðli 4 í A-deild voru eðlilega þeir sem augu flestra voru á. Lesa má nánar um 3-3 jafntefli Þýskalands og Sviss ásamt óvæntum sigri Úkraínu á Spáni í Kænugarði hér. Í riðli 1 í C-deild fóru tveir leikir fram, lauk þeim báðum með jafntefli. Aserbaídsjan og Kýpur gerðu markalaust jafntefli. Heldur meiri dramatík var í hinum leik riðilsins. Lúxemborg vann þá 2-1 útisigur á Svartfjallalandi. Sigurmarkið kom þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og í uppbótartíma fengu þrír leikmenn reisupassann. Igor Ivanovic kom heimamönnum yfir þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Edvin Muratovic jafnaði fyrir gestina skömmu áður en flautað var til hálfleiks Það var svo Daniel Sinani sem tryggði gestunum stigin þrjú með marki undir lok leiks. Í uppbótartíma sauð svo upp úr og fékk Marko Jankovic beint rautt spjald hjá Svartfellingum og sömu sögu er að segja af Oliver Thill í liði Lúxemborgar. Marko Simic fékk svo sitt annað gula spjald fyrir að rífast við dómarann og því enduðu Svartfellingar níu inn á vellinum á móti tíu leikmönnum Lúxemborgar. Í riðli 1 í D-deild unnu Færeyjar 2-0 heimasigur á Andorra þökk sé tvennu Klaemint Olsen í fyrri hálfleik. Hallur Hansson fékk gullið tækifæri til að tryggja Færeyjum sigurinn á 36. mínútu en hann brenndi þá af vítaspyrnu. Það kom ekki að sök og öruggur sigur Færeyja staðreynd. Í hinum leik riðilsins vann Malta 1-0 útisigur í Lettlandi. Færeyjar tróna á toppi riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki. Þar á eftir kemur Malta með fimm, Lettland þrjú og að lokum Andorra með tvö stig. Að lokum gerðu lærisveinar Helga Kolviðssonar í Liechtenstein markalaust jafntefi við San Marino. Liechtenstein hefur nú unnið einn, tapað einum og gert eitt jafntefli en Gíbraltar er þriðja liðið í riðli 2 í D-deild. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markasúpa er Þjóðverjar og Sviss skildu jöfn | Óvæntur sigur Úkraínu Aftur náði Sviss í stig gegn grönnum sínum frá Þýskalandi. Liðin skyldu jöfn í sannkallaðri markaveislu í kvöld, 3-3 lokatölur. Þá vann Úkraína 1-0 heimasigur á Spánverjum. 13. október 2020 20:50 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira
Alls fóru sjö leikir fram í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrir utan leikina í A-deild þá ber helst að nefna sigur Færeyja á Andorra og markalaust jafntefli lærisveina Helga Kolviðssonar. Leikirnir í riðli 4 í A-deild voru eðlilega þeir sem augu flestra voru á. Lesa má nánar um 3-3 jafntefli Þýskalands og Sviss ásamt óvæntum sigri Úkraínu á Spáni í Kænugarði hér. Í riðli 1 í C-deild fóru tveir leikir fram, lauk þeim báðum með jafntefli. Aserbaídsjan og Kýpur gerðu markalaust jafntefli. Heldur meiri dramatík var í hinum leik riðilsins. Lúxemborg vann þá 2-1 útisigur á Svartfjallalandi. Sigurmarkið kom þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og í uppbótartíma fengu þrír leikmenn reisupassann. Igor Ivanovic kom heimamönnum yfir þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Edvin Muratovic jafnaði fyrir gestina skömmu áður en flautað var til hálfleiks Það var svo Daniel Sinani sem tryggði gestunum stigin þrjú með marki undir lok leiks. Í uppbótartíma sauð svo upp úr og fékk Marko Jankovic beint rautt spjald hjá Svartfellingum og sömu sögu er að segja af Oliver Thill í liði Lúxemborgar. Marko Simic fékk svo sitt annað gula spjald fyrir að rífast við dómarann og því enduðu Svartfellingar níu inn á vellinum á móti tíu leikmönnum Lúxemborgar. Í riðli 1 í D-deild unnu Færeyjar 2-0 heimasigur á Andorra þökk sé tvennu Klaemint Olsen í fyrri hálfleik. Hallur Hansson fékk gullið tækifæri til að tryggja Færeyjum sigurinn á 36. mínútu en hann brenndi þá af vítaspyrnu. Það kom ekki að sök og öruggur sigur Færeyja staðreynd. Í hinum leik riðilsins vann Malta 1-0 útisigur í Lettlandi. Færeyjar tróna á toppi riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki. Þar á eftir kemur Malta með fimm, Lettland þrjú og að lokum Andorra með tvö stig. Að lokum gerðu lærisveinar Helga Kolviðssonar í Liechtenstein markalaust jafntefi við San Marino. Liechtenstein hefur nú unnið einn, tapað einum og gert eitt jafntefli en Gíbraltar er þriðja liðið í riðli 2 í D-deild.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markasúpa er Þjóðverjar og Sviss skildu jöfn | Óvæntur sigur Úkraínu Aftur náði Sviss í stig gegn grönnum sínum frá Þýskalandi. Liðin skyldu jöfn í sannkallaðri markaveislu í kvöld, 3-3 lokatölur. Þá vann Úkraína 1-0 heimasigur á Spánverjum. 13. október 2020 20:50 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira
Markasúpa er Þjóðverjar og Sviss skildu jöfn | Óvæntur sigur Úkraínu Aftur náði Sviss í stig gegn grönnum sínum frá Þýskalandi. Liðin skyldu jöfn í sannkallaðri markaveislu í kvöld, 3-3 lokatölur. Þá vann Úkraína 1-0 heimasigur á Spánverjum. 13. október 2020 20:50