Þjófar á Granda reyndust stúlkur undir sakhæfisaldri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 23:16 Ýmis mál hafa komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í verslun úti á Granda á fimmta tímanum í dag vegna þjófnaðar úr verslun. Þjófarnir reyndust vera „stúlkubörn undir sakhæfisaldri“ að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Málið leyst í samráði við foreldra stúlknanna og verður barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Laust fyrir klukkan átta í kvöld var kona handtekin, einnig vegna gruns um þjófnað úr verslun á Granda, en var hún látin laus að skýrslutöku lokinni. Ekki fylgir sögunni um hvaða verslun eða verslanir var að ræða. Þá var kona handtekin upp úr klukkan þrjú í dag vegna gruns um líkamsárás. Hún gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að yfirheyra hana sem ekki hefur verið hægt sökum ástands konunnar. Þolandi er lítið meiddur en talið er að hann muni gangast undir læknisskoðun. Tveir karlmenn voru handteknir í kvöld vegna framleiðslu á kannabis. Um litla ræktun mun hafa verið að ræða og telst málið upplýst og verður sent ákærusviði lögreglu til frekari afgreiðslu. Ökumenn hneykslaðir á afskiptum lögreglu Umferðarslys varð á Digranesvegi í Kópavogi um klukkan sjö í kvöld þegar ökumaður sýndi ekki næga aðgát og hafnaði ökutæki hans á annarri bifreið. Áverkar voru minniháttar og tjón sömuleiðis að því er segir í dagbók lögreglu. Frá því upp úr hádegi í dag hefur lögreglan haft afskipti af nokkrum fjölda ökumanna vegna umferðarlagabrota, aksturs án ökuréttinda eða undir áhrifum fíkniefna. Þá voru alls sex ökumenn kærðir síðdegis í dag fyrir að aka götu í Álandi í Reykjavík þar sem akstur er bannaður öðrum en sjúkrabifreiðum. „Ökumenn voru hneykslaðir á afskiptum lögreglu og að þessi gata væri lokuð með þessum hætti. Ökumenn játuðu þó brot sín og vitneskju sína um að þessi gata væri lokuð almenni umferð og hver tilgangur hennar væri. Íbúar og fjöldi gangandi vegfarenda hrósuðu lögreglu fyrir framtakið um að stöðva háttalag sem þetta,“ er skrifað um mál þetta í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í verslun úti á Granda á fimmta tímanum í dag vegna þjófnaðar úr verslun. Þjófarnir reyndust vera „stúlkubörn undir sakhæfisaldri“ að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Málið leyst í samráði við foreldra stúlknanna og verður barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Laust fyrir klukkan átta í kvöld var kona handtekin, einnig vegna gruns um þjófnað úr verslun á Granda, en var hún látin laus að skýrslutöku lokinni. Ekki fylgir sögunni um hvaða verslun eða verslanir var að ræða. Þá var kona handtekin upp úr klukkan þrjú í dag vegna gruns um líkamsárás. Hún gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að yfirheyra hana sem ekki hefur verið hægt sökum ástands konunnar. Þolandi er lítið meiddur en talið er að hann muni gangast undir læknisskoðun. Tveir karlmenn voru handteknir í kvöld vegna framleiðslu á kannabis. Um litla ræktun mun hafa verið að ræða og telst málið upplýst og verður sent ákærusviði lögreglu til frekari afgreiðslu. Ökumenn hneykslaðir á afskiptum lögreglu Umferðarslys varð á Digranesvegi í Kópavogi um klukkan sjö í kvöld þegar ökumaður sýndi ekki næga aðgát og hafnaði ökutæki hans á annarri bifreið. Áverkar voru minniháttar og tjón sömuleiðis að því er segir í dagbók lögreglu. Frá því upp úr hádegi í dag hefur lögreglan haft afskipti af nokkrum fjölda ökumanna vegna umferðarlagabrota, aksturs án ökuréttinda eða undir áhrifum fíkniefna. Þá voru alls sex ökumenn kærðir síðdegis í dag fyrir að aka götu í Álandi í Reykjavík þar sem akstur er bannaður öðrum en sjúkrabifreiðum. „Ökumenn voru hneykslaðir á afskiptum lögreglu og að þessi gata væri lokuð með þessum hætti. Ökumenn játuðu þó brot sín og vitneskju sína um að þessi gata væri lokuð almenni umferð og hver tilgangur hennar væri. Íbúar og fjöldi gangandi vegfarenda hrósuðu lögreglu fyrir framtakið um að stöðva háttalag sem þetta,“ er skrifað um mál þetta í tilkynningu lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira