Þjófar á Granda reyndust stúlkur undir sakhæfisaldri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 23:16 Ýmis mál hafa komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í verslun úti á Granda á fimmta tímanum í dag vegna þjófnaðar úr verslun. Þjófarnir reyndust vera „stúlkubörn undir sakhæfisaldri“ að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Málið leyst í samráði við foreldra stúlknanna og verður barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Laust fyrir klukkan átta í kvöld var kona handtekin, einnig vegna gruns um þjófnað úr verslun á Granda, en var hún látin laus að skýrslutöku lokinni. Ekki fylgir sögunni um hvaða verslun eða verslanir var að ræða. Þá var kona handtekin upp úr klukkan þrjú í dag vegna gruns um líkamsárás. Hún gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að yfirheyra hana sem ekki hefur verið hægt sökum ástands konunnar. Þolandi er lítið meiddur en talið er að hann muni gangast undir læknisskoðun. Tveir karlmenn voru handteknir í kvöld vegna framleiðslu á kannabis. Um litla ræktun mun hafa verið að ræða og telst málið upplýst og verður sent ákærusviði lögreglu til frekari afgreiðslu. Ökumenn hneykslaðir á afskiptum lögreglu Umferðarslys varð á Digranesvegi í Kópavogi um klukkan sjö í kvöld þegar ökumaður sýndi ekki næga aðgát og hafnaði ökutæki hans á annarri bifreið. Áverkar voru minniháttar og tjón sömuleiðis að því er segir í dagbók lögreglu. Frá því upp úr hádegi í dag hefur lögreglan haft afskipti af nokkrum fjölda ökumanna vegna umferðarlagabrota, aksturs án ökuréttinda eða undir áhrifum fíkniefna. Þá voru alls sex ökumenn kærðir síðdegis í dag fyrir að aka götu í Álandi í Reykjavík þar sem akstur er bannaður öðrum en sjúkrabifreiðum. „Ökumenn voru hneykslaðir á afskiptum lögreglu og að þessi gata væri lokuð með þessum hætti. Ökumenn játuðu þó brot sín og vitneskju sína um að þessi gata væri lokuð almenni umferð og hver tilgangur hennar væri. Íbúar og fjöldi gangandi vegfarenda hrósuðu lögreglu fyrir framtakið um að stöðva háttalag sem þetta,“ er skrifað um mál þetta í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í verslun úti á Granda á fimmta tímanum í dag vegna þjófnaðar úr verslun. Þjófarnir reyndust vera „stúlkubörn undir sakhæfisaldri“ að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Málið leyst í samráði við foreldra stúlknanna og verður barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Laust fyrir klukkan átta í kvöld var kona handtekin, einnig vegna gruns um þjófnað úr verslun á Granda, en var hún látin laus að skýrslutöku lokinni. Ekki fylgir sögunni um hvaða verslun eða verslanir var að ræða. Þá var kona handtekin upp úr klukkan þrjú í dag vegna gruns um líkamsárás. Hún gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að yfirheyra hana sem ekki hefur verið hægt sökum ástands konunnar. Þolandi er lítið meiddur en talið er að hann muni gangast undir læknisskoðun. Tveir karlmenn voru handteknir í kvöld vegna framleiðslu á kannabis. Um litla ræktun mun hafa verið að ræða og telst málið upplýst og verður sent ákærusviði lögreglu til frekari afgreiðslu. Ökumenn hneykslaðir á afskiptum lögreglu Umferðarslys varð á Digranesvegi í Kópavogi um klukkan sjö í kvöld þegar ökumaður sýndi ekki næga aðgát og hafnaði ökutæki hans á annarri bifreið. Áverkar voru minniháttar og tjón sömuleiðis að því er segir í dagbók lögreglu. Frá því upp úr hádegi í dag hefur lögreglan haft afskipti af nokkrum fjölda ökumanna vegna umferðarlagabrota, aksturs án ökuréttinda eða undir áhrifum fíkniefna. Þá voru alls sex ökumenn kærðir síðdegis í dag fyrir að aka götu í Álandi í Reykjavík þar sem akstur er bannaður öðrum en sjúkrabifreiðum. „Ökumenn voru hneykslaðir á afskiptum lögreglu og að þessi gata væri lokuð með þessum hætti. Ökumenn játuðu þó brot sín og vitneskju sína um að þessi gata væri lokuð almenni umferð og hver tilgangur hennar væri. Íbúar og fjöldi gangandi vegfarenda hrósuðu lögreglu fyrir framtakið um að stöðva háttalag sem þetta,“ er skrifað um mál þetta í tilkynningu lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira