Ein stærsta stjarna NFL deildarinnar sagðist hafa spilað eins og kona í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 12:02 Russell Wilson með konu sinni Ciöru en þau eru dugleg að aðstoða fólk sem þarf á hjálp að halda í samfélagi þeirra í Seattle. Getty Hann er talinn líklegastur til að vera kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í ár og talaði um það eftir síðasta leik að hafa spilað eins og bandaríska körfuboltakonan Sue Bird á lokakafla leiksins. Það var mjög gott því hann tryggði liði sínu sigur með gullsendingu. Russell Wilson hefur verið frábær með Seattle Seahawks liðinu í NFL-deildinni á þessu tímabili og hann leiddi liðið sitt enn á ný til sigurs um síðustu helgi. Ummæli hans eftir leik vöktu athygli og þóttu tákn um breytta og betri tíma. Russell Wilson þurfti enn á ný að sýna snilldartakta á lokasekúndunum til að ná að landa sigri á móti Minnesota Vikings. Í lokasókninni, þar sem hann fór upp allan völlinn með lið sitt, þá átti hann tvær sendingar á fjórðu tilraun þar sem mistök hefðu þýtt tapaðan bolta og tapaðan leik. Sú seinni var snertimarksending á útherjann DK Metcalf sem vann leikinn. View this post on Instagram Russell Wilson channeled his inner A post shared by espnW (@espnw) on Oct 12, 2020 at 2:39pm PDT Seattle á ekki bara frábært NFL-lið því kvennakörfuboltaliðið Seattle Storm tryggði sér WNBA-titilinn á dögunum. Leiðtogi þess liðs er bakvörðurinn Sue Bird sem hefur orðið fjórum sinnum meistari á sautján tímabilum með liðinu. Sue Bird er 39 ára gömul en setti met í lokaúrslitunum í ár með því að gefa sextán stoðsendingar í einum leiknum. Fyrir leikinn þá mætti Russell Wilson til leiks í búningi Sue Bird og ummæli hans eftir leikinn vöktu líka mikla athygli. Hey Russell Wilson what was it like leading another game-winning drive?"I feel like Sue Bird in the clutch."@S10Bird | @DangeRussWilson | @Seahawks pic.twitter.com/N8wbi2INWq— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) October 12, 2020 „Mér leið eins og Sue Bird í lokin,“ sagði Russell Wilson eftir eins stigs sigur, 27-26. Wilson hefur fengið sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir ummæli sín. Einu sinni þótti það skammarlegt fyrir íþróttakarla að spila eins og kona inn á vellinum en sem betur fer eru breyttir tímar og íþróttir kvenna eru alls staðar á mikill uppleið. Ummæli Russell Wilson eru frábært dæmi um það. NFL NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Hann er talinn líklegastur til að vera kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í ár og talaði um það eftir síðasta leik að hafa spilað eins og bandaríska körfuboltakonan Sue Bird á lokakafla leiksins. Það var mjög gott því hann tryggði liði sínu sigur með gullsendingu. Russell Wilson hefur verið frábær með Seattle Seahawks liðinu í NFL-deildinni á þessu tímabili og hann leiddi liðið sitt enn á ný til sigurs um síðustu helgi. Ummæli hans eftir leik vöktu athygli og þóttu tákn um breytta og betri tíma. Russell Wilson þurfti enn á ný að sýna snilldartakta á lokasekúndunum til að ná að landa sigri á móti Minnesota Vikings. Í lokasókninni, þar sem hann fór upp allan völlinn með lið sitt, þá átti hann tvær sendingar á fjórðu tilraun þar sem mistök hefðu þýtt tapaðan bolta og tapaðan leik. Sú seinni var snertimarksending á útherjann DK Metcalf sem vann leikinn. View this post on Instagram Russell Wilson channeled his inner A post shared by espnW (@espnw) on Oct 12, 2020 at 2:39pm PDT Seattle á ekki bara frábært NFL-lið því kvennakörfuboltaliðið Seattle Storm tryggði sér WNBA-titilinn á dögunum. Leiðtogi þess liðs er bakvörðurinn Sue Bird sem hefur orðið fjórum sinnum meistari á sautján tímabilum með liðinu. Sue Bird er 39 ára gömul en setti met í lokaúrslitunum í ár með því að gefa sextán stoðsendingar í einum leiknum. Fyrir leikinn þá mætti Russell Wilson til leiks í búningi Sue Bird og ummæli hans eftir leikinn vöktu líka mikla athygli. Hey Russell Wilson what was it like leading another game-winning drive?"I feel like Sue Bird in the clutch."@S10Bird | @DangeRussWilson | @Seahawks pic.twitter.com/N8wbi2INWq— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) October 12, 2020 „Mér leið eins og Sue Bird í lokin,“ sagði Russell Wilson eftir eins stigs sigur, 27-26. Wilson hefur fengið sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir ummæli sín. Einu sinni þótti það skammarlegt fyrir íþróttakarla að spila eins og kona inn á vellinum en sem betur fer eru breyttir tímar og íþróttir kvenna eru alls staðar á mikill uppleið. Ummæli Russell Wilson eru frábært dæmi um það.
NFL NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira