Bó mun syngja fyrir tómum sal á jólatónleikum Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2020 08:46 Jólagestir Björgvins hafa verið einhverjir vinsælustu jólatónleikarnir á ári hverju. Peter Fjeldsted Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir frá þessu í samtali við Morgunblaðið, en ástæðuna má að sjálfsögðu rekja til kórónuveiruvaraldursins. Verið sé að leita nýrra lausna og hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. Þannig verði hægt að sjá þá í öllum heiminum. Fjölmargir Íslendingar hafa haft það sem hefð að sækja jólatónleika á aðventu, en mikil óvissa ríkir nú um viðburðina sem skipulagir voru í ár. Tuttugu manna samkomubann er nú í gildi og hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að varlega þurfi að fara í að aflétta öllum samkomutakmörkunum. Einhverjir tónleikarnir enn á dagskrá Blaðið hefur eftir Hrefnu Sif Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Tix, að einhverjir tónlistarmenn hafi nú þegar hætt við jólatónleika í ár. Baggalútur, Bubbi, Friðrik Ómar og Geir Ólafs stefni þó enn að tónleikahaldi um jólin. Emmsé Gauti sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að fyrirhugaðir jólatónleikar hans – Julevenner Emmsjé Gauta – verði ekki í hefðbundinni mynd að þessu sinni. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og einn af meðlimum Baggalúts, sagðist í samtali við Vísi um helgina að hann hefði áhyggjur af stöðunni, en sveitin hefur haldið eina vinsælustu jólatónleika á landinu undanfarin ár. Sagði hann að vel hafi selst á jólatónleikana, en samkomutakmarkanirnar setji þó stórt strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega bara skelfilegt. Við erum með nálægt 40 manns okkar megin í vinnu við þetta, svo er allt Háskólabíó nánast undirlagt af þessu, þannig það er allt starfsfólkið þar. Eins og þetta lítur út núna þá verður ekki mikið fjör,“ segir Bragi Valdimar. Þó segir hann að Baggalútsmenn haldi í bjartsýnina þar sem ekkert sé öruggt þegar kemur að stöðunni í desember. Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir frá þessu í samtali við Morgunblaðið, en ástæðuna má að sjálfsögðu rekja til kórónuveiruvaraldursins. Verið sé að leita nýrra lausna og hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. Þannig verði hægt að sjá þá í öllum heiminum. Fjölmargir Íslendingar hafa haft það sem hefð að sækja jólatónleika á aðventu, en mikil óvissa ríkir nú um viðburðina sem skipulagir voru í ár. Tuttugu manna samkomubann er nú í gildi og hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að varlega þurfi að fara í að aflétta öllum samkomutakmörkunum. Einhverjir tónleikarnir enn á dagskrá Blaðið hefur eftir Hrefnu Sif Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Tix, að einhverjir tónlistarmenn hafi nú þegar hætt við jólatónleika í ár. Baggalútur, Bubbi, Friðrik Ómar og Geir Ólafs stefni þó enn að tónleikahaldi um jólin. Emmsé Gauti sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að fyrirhugaðir jólatónleikar hans – Julevenner Emmsjé Gauta – verði ekki í hefðbundinni mynd að þessu sinni. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og einn af meðlimum Baggalúts, sagðist í samtali við Vísi um helgina að hann hefði áhyggjur af stöðunni, en sveitin hefur haldið eina vinsælustu jólatónleika á landinu undanfarin ár. Sagði hann að vel hafi selst á jólatónleikana, en samkomutakmarkanirnar setji þó stórt strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega bara skelfilegt. Við erum með nálægt 40 manns okkar megin í vinnu við þetta, svo er allt Háskólabíó nánast undirlagt af þessu, þannig það er allt starfsfólkið þar. Eins og þetta lítur út núna þá verður ekki mikið fjör,“ segir Bragi Valdimar. Þó segir hann að Baggalútsmenn haldi í bjartsýnina þar sem ekkert sé öruggt þegar kemur að stöðunni í desember.
Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira