Bó mun syngja fyrir tómum sal á jólatónleikum Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2020 08:46 Jólagestir Björgvins hafa verið einhverjir vinsælustu jólatónleikarnir á ári hverju. Peter Fjeldsted Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir frá þessu í samtali við Morgunblaðið, en ástæðuna má að sjálfsögðu rekja til kórónuveiruvaraldursins. Verið sé að leita nýrra lausna og hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. Þannig verði hægt að sjá þá í öllum heiminum. Fjölmargir Íslendingar hafa haft það sem hefð að sækja jólatónleika á aðventu, en mikil óvissa ríkir nú um viðburðina sem skipulagir voru í ár. Tuttugu manna samkomubann er nú í gildi og hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að varlega þurfi að fara í að aflétta öllum samkomutakmörkunum. Einhverjir tónleikarnir enn á dagskrá Blaðið hefur eftir Hrefnu Sif Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Tix, að einhverjir tónlistarmenn hafi nú þegar hætt við jólatónleika í ár. Baggalútur, Bubbi, Friðrik Ómar og Geir Ólafs stefni þó enn að tónleikahaldi um jólin. Emmsé Gauti sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að fyrirhugaðir jólatónleikar hans – Julevenner Emmsjé Gauta – verði ekki í hefðbundinni mynd að þessu sinni. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og einn af meðlimum Baggalúts, sagðist í samtali við Vísi um helgina að hann hefði áhyggjur af stöðunni, en sveitin hefur haldið eina vinsælustu jólatónleika á landinu undanfarin ár. Sagði hann að vel hafi selst á jólatónleikana, en samkomutakmarkanirnar setji þó stórt strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega bara skelfilegt. Við erum með nálægt 40 manns okkar megin í vinnu við þetta, svo er allt Háskólabíó nánast undirlagt af þessu, þannig það er allt starfsfólkið þar. Eins og þetta lítur út núna þá verður ekki mikið fjör,“ segir Bragi Valdimar. Þó segir hann að Baggalútsmenn haldi í bjartsýnina þar sem ekkert sé öruggt þegar kemur að stöðunni í desember. Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir frá þessu í samtali við Morgunblaðið, en ástæðuna má að sjálfsögðu rekja til kórónuveiruvaraldursins. Verið sé að leita nýrra lausna og hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. Þannig verði hægt að sjá þá í öllum heiminum. Fjölmargir Íslendingar hafa haft það sem hefð að sækja jólatónleika á aðventu, en mikil óvissa ríkir nú um viðburðina sem skipulagir voru í ár. Tuttugu manna samkomubann er nú í gildi og hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að varlega þurfi að fara í að aflétta öllum samkomutakmörkunum. Einhverjir tónleikarnir enn á dagskrá Blaðið hefur eftir Hrefnu Sif Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Tix, að einhverjir tónlistarmenn hafi nú þegar hætt við jólatónleika í ár. Baggalútur, Bubbi, Friðrik Ómar og Geir Ólafs stefni þó enn að tónleikahaldi um jólin. Emmsé Gauti sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að fyrirhugaðir jólatónleikar hans – Julevenner Emmsjé Gauta – verði ekki í hefðbundinni mynd að þessu sinni. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og einn af meðlimum Baggalúts, sagðist í samtali við Vísi um helgina að hann hefði áhyggjur af stöðunni, en sveitin hefur haldið eina vinsælustu jólatónleika á landinu undanfarin ár. Sagði hann að vel hafi selst á jólatónleikana, en samkomutakmarkanirnar setji þó stórt strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega bara skelfilegt. Við erum með nálægt 40 manns okkar megin í vinnu við þetta, svo er allt Háskólabíó nánast undirlagt af þessu, þannig það er allt starfsfólkið þar. Eins og þetta lítur út núna þá verður ekki mikið fjör,“ segir Bragi Valdimar. Þó segir hann að Baggalútsmenn haldi í bjartsýnina þar sem ekkert sé öruggt þegar kemur að stöðunni í desember.
Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira