Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2020 11:07 Þorgrímur Þráinsson faðmar Birki Bjarnason að sér eftir sigurinn frækna á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. STÖÐ 2 SPORT Það hefur mikið gengið á í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli síðasta sólarhringinn eftir að meðlimur í starfsliði karlalandsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit. Allt starfslið landsliðsins er komið í sóttkví á hóteli en enginn af þeim 19 leikmönnum sem eftir eru í landsliðshópnum. Þó mátti sjá hinn smitaða starfsmann, Þorgrím Þráinsson, umgangast leikmenn og til að mynda faðma Birki Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. Yfirvöld ráða því hverjir fara í sóttkví. „Það er bara farið ákveðið langt aftur í tímann og horft til þess við hverja menn hafa verið í samneyti,“ segir Gunnar Gylfason, sérfræðingur almannavarna og tengiliður þeirra við KSÍ. Þorgrímur var einnig á vellinum á sunnudagskvöld þegar Ísland tapaði gegn Danmörku en ekki er vitað til þess að þá hafi hann verið í snertingu við leikmenn. „Það var búið að mæla hann [Þorgrím] eftir Rúmeníuleikinn og þá var sýnið neikvætt. Reglur rakningateymisins ráða því hve langt aftur í tímann er farið. Þó að það hafi kannski ekki verið æskilegt að menn hafi knúsast eftir sigurinn, miðað við ástandið í heiminum, þá var hann sjálfsagt ekki smitandi þá,“ segir Gunnar. Sams konar háttur á þegar smit greindist hjá Rúmenum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að reynt sé að hafa algjöran aðskilnað á milli leikmanna og starfsliðs, í samræmi við leiðbeiningar UEFA. Í tilfelli Rúmena í síðustu viku, þegar einn úr fararstjórn liðsins greindist með smit, hafi til að mynda aðeins þeir sem sátu með honum við matarborð og ferðuðust með honum í bíl þurft að fara í sóttkví. „Samkvæmt þeim reglum sem gilda hjá UEFA varðandi hegðun á Covid-tímum þá er algjör aðskilnaður í matmálstímum, á milli leikmanna og starfsliðs. Starfsmenn fara annað hvort í sérbíl á æfingar eða í sérsvæði í rútum, og annað slíkt. Það er almennt gætt að fjarlægð á milli leikmanna og starfsmanna,“ segir Klara þó að hún viðurkenni að það hafi ekki gengið fullkomlega, eins og sást eftir sigurinn á Rúmeníu. Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Það hefur mikið gengið á í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli síðasta sólarhringinn eftir að meðlimur í starfsliði karlalandsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit. Allt starfslið landsliðsins er komið í sóttkví á hóteli en enginn af þeim 19 leikmönnum sem eftir eru í landsliðshópnum. Þó mátti sjá hinn smitaða starfsmann, Þorgrím Þráinsson, umgangast leikmenn og til að mynda faðma Birki Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. Yfirvöld ráða því hverjir fara í sóttkví. „Það er bara farið ákveðið langt aftur í tímann og horft til þess við hverja menn hafa verið í samneyti,“ segir Gunnar Gylfason, sérfræðingur almannavarna og tengiliður þeirra við KSÍ. Þorgrímur var einnig á vellinum á sunnudagskvöld þegar Ísland tapaði gegn Danmörku en ekki er vitað til þess að þá hafi hann verið í snertingu við leikmenn. „Það var búið að mæla hann [Þorgrím] eftir Rúmeníuleikinn og þá var sýnið neikvætt. Reglur rakningateymisins ráða því hve langt aftur í tímann er farið. Þó að það hafi kannski ekki verið æskilegt að menn hafi knúsast eftir sigurinn, miðað við ástandið í heiminum, þá var hann sjálfsagt ekki smitandi þá,“ segir Gunnar. Sams konar háttur á þegar smit greindist hjá Rúmenum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að reynt sé að hafa algjöran aðskilnað á milli leikmanna og starfsliðs, í samræmi við leiðbeiningar UEFA. Í tilfelli Rúmena í síðustu viku, þegar einn úr fararstjórn liðsins greindist með smit, hafi til að mynda aðeins þeir sem sátu með honum við matarborð og ferðuðust með honum í bíl þurft að fara í sóttkví. „Samkvæmt þeim reglum sem gilda hjá UEFA varðandi hegðun á Covid-tímum þá er algjör aðskilnaður í matmálstímum, á milli leikmanna og starfsliðs. Starfsmenn fara annað hvort í sérbíl á æfingar eða í sérsvæði í rútum, og annað slíkt. Það er almennt gætt að fjarlægð á milli leikmanna og starfsmanna,“ segir Klara þó að hún viðurkenni að það hafi ekki gengið fullkomlega, eins og sást eftir sigurinn á Rúmeníu.
Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16