Eriksen tryggði Dönum sigur á Wembley Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2020 20:35 Eriksen tryggði Dönum sigur með marki úr vítaspyrnu. Toby Melville/Getty Images Annan leikinn í röð vinna Danir góðan sigur á erfiðum útivelli. Að þessu sinni var það 1-0 útisigur á Wembley þökk sé marki Christian Eriksen í fyrri hálfleik. Skelfilegt tímabil Harry Maguire heldur áfram en eftir að næla sér í gult spjald strax á fimmtu mínútu þá fékk hann sitt annað gula spjald eftir rúman hálftíma og þar með rautt. Tæpum fimm mínútum síðar fékk Kyle Walker dæmda á sig vítaspyrnu. Christian Eriksen fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi framhjá Jordan Pickford. Var þetta 34. mark Eriksen í 100. landsleik hans. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og Danir því 1-0 yfir er flautað var til hálfleiks á Wembley. 1 0 0 caps 3 4 goals Christian Eriksen scores on his special night pic.twitter.com/yz5HUoh2i6— Goal (@goal) October 14, 2020 Fór það svo að mark Eriksen reyndist sigurmark leiksins og Danir því sótt þrjú stig á Laugardalsvöll og Wembley með skömmu millibili. Englendingar náðu þar af leiðandi alls ekki að fylgja eftir góðum sigri á Belgíu á sunnudaginn var. Belgar eru því aftur komnir á topp riðils 2 í A-deild með níu stig eftir fjórar umferðir. Danir fara upp fyrir Englendinga á markatölu með sigri kvöldsins en bæði lið eru með sjö stig. Við Íslendingar eru svo á botninum sem fyrr, án stiga. Þjóðadeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða gegn besta landsliði heims Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 20:32
Annan leikinn í röð vinna Danir góðan sigur á erfiðum útivelli. Að þessu sinni var það 1-0 útisigur á Wembley þökk sé marki Christian Eriksen í fyrri hálfleik. Skelfilegt tímabil Harry Maguire heldur áfram en eftir að næla sér í gult spjald strax á fimmtu mínútu þá fékk hann sitt annað gula spjald eftir rúman hálftíma og þar með rautt. Tæpum fimm mínútum síðar fékk Kyle Walker dæmda á sig vítaspyrnu. Christian Eriksen fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi framhjá Jordan Pickford. Var þetta 34. mark Eriksen í 100. landsleik hans. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og Danir því 1-0 yfir er flautað var til hálfleiks á Wembley. 1 0 0 caps 3 4 goals Christian Eriksen scores on his special night pic.twitter.com/yz5HUoh2i6— Goal (@goal) October 14, 2020 Fór það svo að mark Eriksen reyndist sigurmark leiksins og Danir því sótt þrjú stig á Laugardalsvöll og Wembley með skömmu millibili. Englendingar náðu þar af leiðandi alls ekki að fylgja eftir góðum sigri á Belgíu á sunnudaginn var. Belgar eru því aftur komnir á topp riðils 2 í A-deild með níu stig eftir fjórar umferðir. Danir fara upp fyrir Englendinga á markatölu með sigri kvöldsins en bæði lið eru með sjö stig. Við Íslendingar eru svo á botninum sem fyrr, án stiga.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða gegn besta landsliði heims Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 20:32
Leik lokið: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða gegn besta landsliði heims Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 20:32
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti