90 prósent lífeyrisþega fengu rangar greiðslur Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2020 16:53 Tryggingastofnun ríkisins. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku, efla þurfi upplýsingagjöf og gæta þess að hærra hlutfall viðskiptavina fái réttar greiðslur. Aðeins 9,4–13% lífeyrisþega fengu réttar greiðslur frá stofnuninni árin 2016-19. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis og var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í dag. Hún var birt á vef Ríkisendurskoðunar nú síðdegis. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku hjá TR. Þá þurfi stofnunin að sinna betur leiðbeiningarskyldu sinni og efla upplýsingagjöf. Einnig þurfi að endurskoða núgildandi fyrirkomulag um að rekin séu umboð fyrir TR hjá sýslumannsembættum landsins. „Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að heildarendurskoðun laga um almannatryggingar ljúki sem fyrst. Vinna við hana hefur staðið yfir frá árinu 2005. Lagaumgjörðin er flókin og ógagnsæ,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um skýrsluna. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að auka þurfi hlutfall viðskiptavina TR sem fái réttar greiðslur frá stofnuninni. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að útreikningur greiðslna byggi á tekjuáætlunum sem stofnunin leggi drög að og viðskiptavinur svo staðfestir. TR endurreiknar svo fjárhæðir bóta og leiðréttir greiðslur eftir atvikum. „Á tímabilinu 2016–19 leiddi endurreikningurinn í ljós að mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum. Einungis 9,4–13% fengu réttar greiðslur. Nauðsynlegt er að ráðast í markvissar aðgerðir til að minnka umfang endurreiknings bóta og draga úr frávikum vegna framangreinds mismunar,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Fagna úttektinni TR fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar og telur margar af tillögum til úrbóta sem þar koma fram afar gagnlegar, að því er segir í yfirlýsingu sem birt var á vef stofnunarinnar nú síðdegis. Stofnunin segir að sífellt sé unnið að því að bæta þjónustu og upplýsingagjöf til viðskiptavina. Talsverðar umbætur hafi verið gerðar á því á þessu ári. Þá þurfi að mati stofnunarinnar að breyta lögum um almannatryggingar til þess að „draga úr og helst eyða að fullu kröfum um endurgreiðslur lífeyris.“ „Uppbyggileg umræða um lífeyriskerfið er mikilvæg, því ítrekum við að Tryggingastofnun fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni og stöðu almannatrygginga. Vonir eru bundnar við að hún leiði til úrbóta og einföldunar á flóknu kerfi, lífeyrisþegum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu stofnunarinnar. Tryggingar Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku, efla þurfi upplýsingagjöf og gæta þess að hærra hlutfall viðskiptavina fái réttar greiðslur. Aðeins 9,4–13% lífeyrisþega fengu réttar greiðslur frá stofnuninni árin 2016-19. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis og var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í dag. Hún var birt á vef Ríkisendurskoðunar nú síðdegis. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku hjá TR. Þá þurfi stofnunin að sinna betur leiðbeiningarskyldu sinni og efla upplýsingagjöf. Einnig þurfi að endurskoða núgildandi fyrirkomulag um að rekin séu umboð fyrir TR hjá sýslumannsembættum landsins. „Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að heildarendurskoðun laga um almannatryggingar ljúki sem fyrst. Vinna við hana hefur staðið yfir frá árinu 2005. Lagaumgjörðin er flókin og ógagnsæ,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um skýrsluna. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að auka þurfi hlutfall viðskiptavina TR sem fái réttar greiðslur frá stofnuninni. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að útreikningur greiðslna byggi á tekjuáætlunum sem stofnunin leggi drög að og viðskiptavinur svo staðfestir. TR endurreiknar svo fjárhæðir bóta og leiðréttir greiðslur eftir atvikum. „Á tímabilinu 2016–19 leiddi endurreikningurinn í ljós að mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum. Einungis 9,4–13% fengu réttar greiðslur. Nauðsynlegt er að ráðast í markvissar aðgerðir til að minnka umfang endurreiknings bóta og draga úr frávikum vegna framangreinds mismunar,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Fagna úttektinni TR fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar og telur margar af tillögum til úrbóta sem þar koma fram afar gagnlegar, að því er segir í yfirlýsingu sem birt var á vef stofnunarinnar nú síðdegis. Stofnunin segir að sífellt sé unnið að því að bæta þjónustu og upplýsingagjöf til viðskiptavina. Talsverðar umbætur hafi verið gerðar á því á þessu ári. Þá þurfi að mati stofnunarinnar að breyta lögum um almannatryggingar til þess að „draga úr og helst eyða að fullu kröfum um endurgreiðslur lífeyris.“ „Uppbyggileg umræða um lífeyriskerfið er mikilvæg, því ítrekum við að Tryggingastofnun fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni og stöðu almannatrygginga. Vonir eru bundnar við að hún leiði til úrbóta og einföldunar á flóknu kerfi, lífeyrisþegum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu stofnunarinnar.
Tryggingar Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira