Dæmi um að fólk í sóttkví komi inn á endurvinnslustöðvar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. október 2020 07:54 Endurvinnslustöð SORPU við Breiðhellu í Hafnarfirði. SORPA SORPA brýnir það fyrir almenningi að fólk í sóttkví megi ekki koma inn á endurvinnslustöðvar fyrirtækisins. Í tilkynningu frá SORPU segir að því miður þurfi að vekja athygli á þessu þar sem starfsfólk endurvinnslustöðva hafi ítrekað orðið vart við að fólk í sóttkví komi inn á stöðvarnar. „Þetta veldur okkur miklum vonbrigðum,“ er haft eftir Guðmundi Tryggva Ólafssyni, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva SORPU, í tilkynningu. „Gestir okkar og starfsfólk eiga sama rétt og annað fólk á vernd gegn veirunni og því er óskiljanlegt að fólk haldi að það megi koma á endurvinnslustöðvar þegar það er í sóttkví,“ segir Guðmundur. Í tilkynningu SORPU segir að heimsókn á endurvinnslustöð samræmist ekki reglum um sóttkví. Skipti þar engu hver ástæða sóttkvíarinnar er: „Slík heimsókn er brot á sóttkví og útsetur gesti og starfsfólk endurvinnslustöðvanna fyrir smitum. Fólki er bent á að kynna sér reglur um sóttkví á slóðinni https://www.covid.is/flokkar/sottkvi Verði fólk uppvíst að því að koma á endurvinnslustöðvar SORPU meðan það er í sóttkví verður því umsvifalaust vísað burt og það tilkynnt til lögreglu ef það hlýðir ekki fyrirmælum starfsfólks,“ segir í tilkynningunni. Enn búist við röðum og töfum við stöðvarnar Þá er fólk sem er ekki í sóttkví og vill skila endurvinnsluefnum til SORPU minnt á að helgarnar verði álagspunktar á endurvinnslustöðvunum meðan hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Við minnum viðskiptavini okkar á að þeir geta lagt sitt af mörkum til að heimsókn á endurvinnslustöð gangi hratt og vel fyrir sig við þessar krefjandi aðstæður,“ segir Guðmundur Tryggvi. „Við hvetjum fólk til að koma til okkar á virkum dögum yfir miðjan daginn, vera ekki fleiri saman í bíl en nauðsyn krefur og vera búið að flokka öll endurvinnsluefni áður en lagt er af stað á endurvinnslustöðina. Ef fólk fer eftir þessum ábendingum gengur heimsókn á endurvinnslustöð hraðar og betur fyrir alla.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sorpa Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
SORPA brýnir það fyrir almenningi að fólk í sóttkví megi ekki koma inn á endurvinnslustöðvar fyrirtækisins. Í tilkynningu frá SORPU segir að því miður þurfi að vekja athygli á þessu þar sem starfsfólk endurvinnslustöðva hafi ítrekað orðið vart við að fólk í sóttkví komi inn á stöðvarnar. „Þetta veldur okkur miklum vonbrigðum,“ er haft eftir Guðmundi Tryggva Ólafssyni, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva SORPU, í tilkynningu. „Gestir okkar og starfsfólk eiga sama rétt og annað fólk á vernd gegn veirunni og því er óskiljanlegt að fólk haldi að það megi koma á endurvinnslustöðvar þegar það er í sóttkví,“ segir Guðmundur. Í tilkynningu SORPU segir að heimsókn á endurvinnslustöð samræmist ekki reglum um sóttkví. Skipti þar engu hver ástæða sóttkvíarinnar er: „Slík heimsókn er brot á sóttkví og útsetur gesti og starfsfólk endurvinnslustöðvanna fyrir smitum. Fólki er bent á að kynna sér reglur um sóttkví á slóðinni https://www.covid.is/flokkar/sottkvi Verði fólk uppvíst að því að koma á endurvinnslustöðvar SORPU meðan það er í sóttkví verður því umsvifalaust vísað burt og það tilkynnt til lögreglu ef það hlýðir ekki fyrirmælum starfsfólks,“ segir í tilkynningunni. Enn búist við röðum og töfum við stöðvarnar Þá er fólk sem er ekki í sóttkví og vill skila endurvinnsluefnum til SORPU minnt á að helgarnar verði álagspunktar á endurvinnslustöðvunum meðan hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Við minnum viðskiptavini okkar á að þeir geta lagt sitt af mörkum til að heimsókn á endurvinnslustöð gangi hratt og vel fyrir sig við þessar krefjandi aðstæður,“ segir Guðmundur Tryggvi. „Við hvetjum fólk til að koma til okkar á virkum dögum yfir miðjan daginn, vera ekki fleiri saman í bíl en nauðsyn krefur og vera búið að flokka öll endurvinnsluefni áður en lagt er af stað á endurvinnslustöðina. Ef fólk fer eftir þessum ábendingum gengur heimsókn á endurvinnslustöð hraðar og betur fyrir alla.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sorpa Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira