Bjóða umbun í þeirri von að leysa morð á þýskum bakpokaferðalangi Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2020 08:14 Simone Strobel var myrt í Ástralíu árið 2005. Þýski leikskólakennarinn Simone Strobel var myrt í Ástralíu árið 2005 og enn hefur enginn verið ákærður í málinu. Áströlsk yfirvöld hafa nú boðið eina milljón Ástralíudala til þess sem kemur fram með upplýsingar sem leiðir til þess að málið leysist. Upphæðin svarar til um 100 milljóna króna. ABC segir frá málinu, en síðast sást til Strobel, sem var frá Bæjaralandi, í hjólhýsagarði í smábænum Lismore á austurströnd Ástralíu eftir að hafa skemmt sér með kærasta sínum og vinum í febrúar 2005. Lík hinnar 25 ára Strobel fannst svo falið undir pálmalaufum á nálægum íþróttavelli sex dögum síðar. Saksóknarar og lögregla frá bæði Ástralíu og heimabæ hennar, Würzburg, hafa unnið saman að því að leysa málið, en enn hefur engin ákæra verið gefin út. Þurfa aðstoð Lögregla í Nýju Suður-Wales greindi frá því í dag að til stæði að bjóða þeim sem kæmi með upplýsingar sem leiddu til ákæru og sakfellingar í málinu umbun að upphæð einnar milljónar Ástralíudala. „Við höfum haldið áfram að rannsaka sönnunargögn og rætt við vitni síðustu fimmtán árin en við þurfum frekari hjálp frá almenningi til að komast endanlega að því hvað kom fyrir Simone,“ sagði Scott Tanner hjá lögreglunni í Richmond. Tobias Suckfuell var kærasti Strobel á þeim tíma er hún var myrt.Getty Fólk sem situr á upplýsingum Lögregla telur víst að fólk bæði í Ástralíu og Þýskalandi sitji enn á upplýsingum sem ekki hafi verið komið á framfæri. „Við beinum því til þessa fólks að stíga fram, þar sem það er einungis tímaspursmál þar sem lögregla mun banka á hurð ykkar og þú verður þá dregin til ábyrgðar vegna þinna gjörða.“ Umbun sem þessi hefur áður reynst áströlsku lögreglunni vel, en fyrr á árinu tókst lögreglu þar í landi að leysa þrjátíu ára gamalt morðmál þegar tveimur milljónum Ástralíudala var boðið þeim sem kæmi með upplýsingar sem myndu leiða til handtöku og sakfellingar vegna morðsins á Bandaríkjamanninum Scott Johnson árið 1988. Ástralía Þýskaland Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Þýski leikskólakennarinn Simone Strobel var myrt í Ástralíu árið 2005 og enn hefur enginn verið ákærður í málinu. Áströlsk yfirvöld hafa nú boðið eina milljón Ástralíudala til þess sem kemur fram með upplýsingar sem leiðir til þess að málið leysist. Upphæðin svarar til um 100 milljóna króna. ABC segir frá málinu, en síðast sást til Strobel, sem var frá Bæjaralandi, í hjólhýsagarði í smábænum Lismore á austurströnd Ástralíu eftir að hafa skemmt sér með kærasta sínum og vinum í febrúar 2005. Lík hinnar 25 ára Strobel fannst svo falið undir pálmalaufum á nálægum íþróttavelli sex dögum síðar. Saksóknarar og lögregla frá bæði Ástralíu og heimabæ hennar, Würzburg, hafa unnið saman að því að leysa málið, en enn hefur engin ákæra verið gefin út. Þurfa aðstoð Lögregla í Nýju Suður-Wales greindi frá því í dag að til stæði að bjóða þeim sem kæmi með upplýsingar sem leiddu til ákæru og sakfellingar í málinu umbun að upphæð einnar milljónar Ástralíudala. „Við höfum haldið áfram að rannsaka sönnunargögn og rætt við vitni síðustu fimmtán árin en við þurfum frekari hjálp frá almenningi til að komast endanlega að því hvað kom fyrir Simone,“ sagði Scott Tanner hjá lögreglunni í Richmond. Tobias Suckfuell var kærasti Strobel á þeim tíma er hún var myrt.Getty Fólk sem situr á upplýsingum Lögregla telur víst að fólk bæði í Ástralíu og Þýskalandi sitji enn á upplýsingum sem ekki hafi verið komið á framfæri. „Við beinum því til þessa fólks að stíga fram, þar sem það er einungis tímaspursmál þar sem lögregla mun banka á hurð ykkar og þú verður þá dregin til ábyrgðar vegna þinna gjörða.“ Umbun sem þessi hefur áður reynst áströlsku lögreglunni vel, en fyrr á árinu tókst lögreglu þar í landi að leysa þrjátíu ára gamalt morðmál þegar tveimur milljónum Ástralíudala var boðið þeim sem kæmi með upplýsingar sem myndu leiða til handtöku og sakfellingar vegna morðsins á Bandaríkjamanninum Scott Johnson árið 1988.
Ástralía Þýskaland Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira