Festi hönd sína í gámnum og lést Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2020 10:19 Umræddur söfnunargámur Rauða krossins í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Allt bendir til þess að karlmaður um þrítugt sem lést í Kópavogi á mánudaginn hafi fest sig í söfnunargámi Rauða krossins þegar hann var að teygja sig ofan í hann. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglu, í samtali við Vísi. „Það er ekki hægt að sjá neitt annað en að þetta hafi verið slys,“ segir Karl Steinar. Viðkomandi hafi verið að teygja sig eftir einhverju ofan í gámnum þegar hann festi hönd sína. Gámurinn er staðsettur rétt vestan við tónlistarhúsið Salinn í vesturbænum í Kópavogi. Endanlegar niðurstöður úr krufningu liggja ekki fyrir og gætu dregist vegna anna í þeirri deild. Nefnir hann andlát manns í húsbíl sem brann sem annað nýlegt verkefni á borði réttarlæknis. Óvenju margar réttarkrufningar hafa verið gerðar á árinu og óútskýrðum dauðsföllum hefur fjölgað. Aðeins einn réttarlæknir sinnir öllu landinu eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Karl Steinar segist ekki hafa heyrt af svona slysi hér á landi áður. Merkingar séu á gámi Rauða krossins sem vari við því að fólk reyni að teygja sig ofan í gáminn. Karlmaðurinn fannst klukkan átta að morgni. Karl Steinar segir ekki ljóst á þessari stundu hve lengi maðurinn hafi verið fastur í gámnum. Þá hafði hann ekki upplýsingar um hvernig málið var tilkynnt. Líklegast hefði lögreglu borist tilkynning frá vegfaranda. Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira
Allt bendir til þess að karlmaður um þrítugt sem lést í Kópavogi á mánudaginn hafi fest sig í söfnunargámi Rauða krossins þegar hann var að teygja sig ofan í hann. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglu, í samtali við Vísi. „Það er ekki hægt að sjá neitt annað en að þetta hafi verið slys,“ segir Karl Steinar. Viðkomandi hafi verið að teygja sig eftir einhverju ofan í gámnum þegar hann festi hönd sína. Gámurinn er staðsettur rétt vestan við tónlistarhúsið Salinn í vesturbænum í Kópavogi. Endanlegar niðurstöður úr krufningu liggja ekki fyrir og gætu dregist vegna anna í þeirri deild. Nefnir hann andlát manns í húsbíl sem brann sem annað nýlegt verkefni á borði réttarlæknis. Óvenju margar réttarkrufningar hafa verið gerðar á árinu og óútskýrðum dauðsföllum hefur fjölgað. Aðeins einn réttarlæknir sinnir öllu landinu eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Karl Steinar segist ekki hafa heyrt af svona slysi hér á landi áður. Merkingar séu á gámi Rauða krossins sem vari við því að fólk reyni að teygja sig ofan í gáminn. Karlmaðurinn fannst klukkan átta að morgni. Karl Steinar segir ekki ljóst á þessari stundu hve lengi maðurinn hafi verið fastur í gámnum. Þá hafði hann ekki upplýsingar um hvernig málið var tilkynnt. Líklegast hefði lögreglu borist tilkynning frá vegfaranda.
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira