Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag.
Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.
Gestur fundarins verður Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Fundurinn verður í beinu streymi hér á Vísi og sömuleiðis í beinni útsendingu í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi.
Þá verður bein textalýsing frá fundinum hér að neðan fyrir lesendur Vísis sem eiga þess ekki kost að hlusta á fundinn.
Uppfært: Hér má sjá upptöku af fundinum í heild sinni.