„Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. október 2020 11:32 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um kórónuveirufaraldurinn í dag. Þórólfur kvaðst ætla að skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag um áframhaldandi aðgerðir eftir 19. október. „Ég ætla ekki að fara í smáatriðum í hverjar tillögur mínar eru en get þó sagt að ég tel á þessari stundu ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir þar sem faraldurinn er ekki farinn að minnka. En það sem við reynum að gera núna er að skýra ýmis tilmæli og hafa þau skýrari en þau voru kannski,“ sagði Þórólfur. Venja okkur við að veiran mun vera með okkur næstu mánuði Þá sagði hann að allir þyrftu að vera undir það búnir að það muni taka nokkurn tíma að ráða að niðurlögum þeirrar bylgju sem nú er í gangi. „Og jafnvel þó að okkur takist að sveigja kúrvuna niður þá held ég að við þurfum líka að fara að hugsa um það og venja okkur við að veiran mun sennilega vera með okkur í samfélaginu næstu mánuði eða þar til við fáum gott og öruggt bóluefni. Engu að síður þá vona ég svo sannarlega að okkur takist að uppræta veiruna eins og okkur tókst síðastliðinn vetur en ég tel að vonir til þess séu minni en voru þá,“ sagði Þórólfur. Áfram þyrftum við öll á allri okkar árvekni að halda til að lifa með veirunni auk þess að hafa sem minnst íþyngjandi aðgerðir í gangi á hverjum tíma sem muni duga til þess að halda henni í skefjum. Þá minnti hann einnig á og ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna; að þvo og spritta hendur vel, gæta að fjarlægðarmörkum, passa sig í fjölmenni og nota grímur þar sem það á við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um kórónuveirufaraldurinn í dag. Þórólfur kvaðst ætla að skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag um áframhaldandi aðgerðir eftir 19. október. „Ég ætla ekki að fara í smáatriðum í hverjar tillögur mínar eru en get þó sagt að ég tel á þessari stundu ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir þar sem faraldurinn er ekki farinn að minnka. En það sem við reynum að gera núna er að skýra ýmis tilmæli og hafa þau skýrari en þau voru kannski,“ sagði Þórólfur. Venja okkur við að veiran mun vera með okkur næstu mánuði Þá sagði hann að allir þyrftu að vera undir það búnir að það muni taka nokkurn tíma að ráða að niðurlögum þeirrar bylgju sem nú er í gangi. „Og jafnvel þó að okkur takist að sveigja kúrvuna niður þá held ég að við þurfum líka að fara að hugsa um það og venja okkur við að veiran mun sennilega vera með okkur í samfélaginu næstu mánuði eða þar til við fáum gott og öruggt bóluefni. Engu að síður þá vona ég svo sannarlega að okkur takist að uppræta veiruna eins og okkur tókst síðastliðinn vetur en ég tel að vonir til þess séu minni en voru þá,“ sagði Þórólfur. Áfram þyrftum við öll á allri okkar árvekni að halda til að lifa með veirunni auk þess að hafa sem minnst íþyngjandi aðgerðir í gangi á hverjum tíma sem muni duga til þess að halda henni í skefjum. Þá minnti hann einnig á og ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna; að þvo og spritta hendur vel, gæta að fjarlægðarmörkum, passa sig í fjölmenni og nota grímur þar sem það á við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira