„Færum geðið inn í ljósið“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2020 11:39 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann vill forgangsraða geðrækt á öllum sviðum lífsins. Grípa þurfi inn í líf fólks mun fyrr. Geðhjálp, í samstarfi við Píetasamtökin, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni www.39.is. Skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir brýnt að færa geðið inn í ljósið og setja geðrækt í fyrsta sætið. Átakið kallast 39 en talan vísar til þess fjölda sem féll fyrir eigin hendi árið 2019. Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Átakinu er í fyrsta lagi ætlað að afhelga töluna, ef ég get komist svo að orði, af því talan hefur verið svo mikið tabú og feimnismál á Íslandi. Fólk deyr. Það fellur fyrir eigin hendi á Íslandi og hefur gert um árabil og í rauninni svo lengi sem við höfum verið hér á jörðinni. Það aðgreinir okkur frá öðrum.“ Geðhjálp vill líka varpa ljósi á orsakaþætti geðheilbrigðis og grípa inn í líf fólks mun fyrr. „Við þurfum að setja fókusinn á geðheilbrigðismál frá fæðingu og út allt lífið. Við erum mjög föst sem samfélag í að hugsa um hvernig við getum leyst málin þegar vandinn er orðinn mjög mikill. Við viljum setja fókusinn á það hvernig við getum komið í veg fyrir að vandinn verði mikill.“ Grímur segir að nú á kórónuveirutímum upplifi langflestir kvíða, einsemd og depurð vegna veirunnar skæðu og sóttvarnaráðstafana. Fólk með geðrænar áskoranir upplifi slíkt nánast daglega í venjulegu árferði. Því þurfi að nýta augnablikið og forgangsraða geðhjálp og geðrækt á öllum sviðum. „Hættum að láta geðið vera í skugganum af því við skiljum það ekki eða áttum okkur ekki á því. Færum geðið inn í ljósið og leyfum því að vera því við erum öll með geð og svo erum við öll með geðheilsu. Geðheilsan er líklega mikilvægasti þátturinn í því hvernig við erum sem manneskjur og þess vegna er svo mikilvægt að setja hana fremst; geðrækt í skólum - geðrækt í lífinu,“ segir Grímur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þá er einnig hægt að leita til Píeta-samtakanna allan sólarhringinn í síma 552-2218 Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Geðhjálp, í samstarfi við Píetasamtökin, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni www.39.is. Skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir brýnt að færa geðið inn í ljósið og setja geðrækt í fyrsta sætið. Átakið kallast 39 en talan vísar til þess fjölda sem féll fyrir eigin hendi árið 2019. Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Átakinu er í fyrsta lagi ætlað að afhelga töluna, ef ég get komist svo að orði, af því talan hefur verið svo mikið tabú og feimnismál á Íslandi. Fólk deyr. Það fellur fyrir eigin hendi á Íslandi og hefur gert um árabil og í rauninni svo lengi sem við höfum verið hér á jörðinni. Það aðgreinir okkur frá öðrum.“ Geðhjálp vill líka varpa ljósi á orsakaþætti geðheilbrigðis og grípa inn í líf fólks mun fyrr. „Við þurfum að setja fókusinn á geðheilbrigðismál frá fæðingu og út allt lífið. Við erum mjög föst sem samfélag í að hugsa um hvernig við getum leyst málin þegar vandinn er orðinn mjög mikill. Við viljum setja fókusinn á það hvernig við getum komið í veg fyrir að vandinn verði mikill.“ Grímur segir að nú á kórónuveirutímum upplifi langflestir kvíða, einsemd og depurð vegna veirunnar skæðu og sóttvarnaráðstafana. Fólk með geðrænar áskoranir upplifi slíkt nánast daglega í venjulegu árferði. Því þurfi að nýta augnablikið og forgangsraða geðhjálp og geðrækt á öllum sviðum. „Hættum að láta geðið vera í skugganum af því við skiljum það ekki eða áttum okkur ekki á því. Færum geðið inn í ljósið og leyfum því að vera því við erum öll með geð og svo erum við öll með geðheilsu. Geðheilsan er líklega mikilvægasti þátturinn í því hvernig við erum sem manneskjur og þess vegna er svo mikilvægt að setja hana fremst; geðrækt í skólum - geðrækt í lífinu,“ segir Grímur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þá er einnig hægt að leita til Píeta-samtakanna allan sólarhringinn í síma 552-2218
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira