Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2020 11:48 Þorgrímur Þráinsson faðmar Birki Bjarnason að sér eftir sigurinn frækna á Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. MYND/STÖÐ 2 SPORT Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. Eins og fram hefur komið tóku starfsmenn landsliðsins virkan þátt í fagnaðarlátum eftir sigurinn gegn Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. Eftir sýnatöku á mánudag greindist einn þeirra, Þorgrímur Þráinsson, með kórónuveirusmit og var þá allt starfslið landsliðsins sent í sóttkví. „Í fréttum í morgun kemur fram mynd sem sýnir fögnuð starfsmanna og leikmanna knattspyrnusambandsins eftir landsleik í síðustu viku. Samkvæmt þeim reglum sem knattspyrnusambandið hafði kynnt okkur og þeim undanþágum varðandi sóttkví og framkvæmd leiksins sem KSÍ fékk, með svokallaðri vinnusóttkví, var okkar skilningur að leitast ætti við að ekki yrði blöndun á milli hópa og hólfa við framkvæmd leikja. Þegar slíkt væri nauðsynlegt væri sérstaklega gætt að sóttvörnum. Á þeirri mynd sem birtist með fréttunum var slíku ekki fylgt. Þetta eru fyrst og fremst vonbrigði,“ sagði Víðir á upplýsingafundi í dag. Aðspurður hvort að um væri að ræða brot sem varðaði sekt svaraði Víðir: „Við eigum eftir að skoða það hvers eðlis þetta brot er. Hvort þetta er eingöngu brot á þeim reglum sem gilda hjá UEFA, á okkar undanþágu eða hvort þetta teygir sig alveg í það að vera brot á sóttvarnareglum. Það á eftir að fara yfir það.“ KSÍ sendi svo um leið og upplýsingafundi lauk frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar um samskipti leikmanna og starfsmanna landsliðsins. Hana má sjá hér að neðan. Yfirlýsing KSÍ Vegna umfjöllunar um nýafstaðna leiki A landsliðs karla á Laugardalsvelli, sóttvarnir og Covid-19, og samskipti tiltekinna starfsmanna landsliðsins og leikmanna, vill KSÍ taka eftirfarandi fram: Umræddir einstaklingar voru hluti af starfsmannateymi liðsins og voru því á varamannabekk (tæknihluta) liðsins. Tæknihlutinn er svæðið til hliðar við og aftan við sjálfan varmannabekkinn, svæði sem er afmarkað fyrir þennan hóp, og á því svæði sitja umræddir starfsmenn liðsins og þeir varamenn sem ekki komast fyrir á sjálfum varamannabekknum vegna fjarlægðarmarka. Allir í þessum hópi eru á meðal þeirra sem mega fara inn á leikflötinn fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Umræddir starfsmenn á því svæði voru því réttilega á því svæði sem tilheyrir liðinu og fóru ekki á neinum tímapunkti á milli svæða/hólfa á leikvanginum. Allir starfsmenn liðsins voru jafnframt hluti af „búbblu“ liðsins og hafa farið reglulega í skimun (jafn oft og leikmenn), eru hitamældir við komu á leikvang og annað slíkt. Það er auðvitað leitt að starfsfólk landsliðsins hafi ekki virt nálægðarmörk í umræddu tilviki og sinnt sínum skyldum varðandi grímunotkun, sem er nokkuð sem við hefur verið minnt reglulega á innan raða liðsins. Tilfinningar eru stór hluti af íþróttum, fólk upplifir stórar hæðir og miklar lægðir, og stundum ráða þessar tilfinningar för og menn gleyma sér. Það afsakar ekki það sem gerðist, en gefur allavega skýringu. KSÍ mun áfram halda sóttvarnarskilaboðum á lofti, leitast við að gera betur og standa undir þeirri ábyrgð sem knattspyrnuhreyfingunni er ætlað í samfélaginu. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðurkennir mistök að hafa leyft landsliðsþjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Þorgrímur Þráinsson er sagður hafa brotið sóttvarnareglur þegar hann gekk inn á Laugardalsvöllinn eftir leikinn gegn Rúmeníu og faðmaði mann og annan. 15. október 2020 07:49 Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35 Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. Eins og fram hefur komið tóku starfsmenn landsliðsins virkan þátt í fagnaðarlátum eftir sigurinn gegn Rúmeníu síðasta fimmtudagskvöld. Eftir sýnatöku á mánudag greindist einn þeirra, Þorgrímur Þráinsson, með kórónuveirusmit og var þá allt starfslið landsliðsins sent í sóttkví. „Í fréttum í morgun kemur fram mynd sem sýnir fögnuð starfsmanna og leikmanna knattspyrnusambandsins eftir landsleik í síðustu viku. Samkvæmt þeim reglum sem knattspyrnusambandið hafði kynnt okkur og þeim undanþágum varðandi sóttkví og framkvæmd leiksins sem KSÍ fékk, með svokallaðri vinnusóttkví, var okkar skilningur að leitast ætti við að ekki yrði blöndun á milli hópa og hólfa við framkvæmd leikja. Þegar slíkt væri nauðsynlegt væri sérstaklega gætt að sóttvörnum. Á þeirri mynd sem birtist með fréttunum var slíku ekki fylgt. Þetta eru fyrst og fremst vonbrigði,“ sagði Víðir á upplýsingafundi í dag. Aðspurður hvort að um væri að ræða brot sem varðaði sekt svaraði Víðir: „Við eigum eftir að skoða það hvers eðlis þetta brot er. Hvort þetta er eingöngu brot á þeim reglum sem gilda hjá UEFA, á okkar undanþágu eða hvort þetta teygir sig alveg í það að vera brot á sóttvarnareglum. Það á eftir að fara yfir það.“ KSÍ sendi svo um leið og upplýsingafundi lauk frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar um samskipti leikmanna og starfsmanna landsliðsins. Hana má sjá hér að neðan. Yfirlýsing KSÍ Vegna umfjöllunar um nýafstaðna leiki A landsliðs karla á Laugardalsvelli, sóttvarnir og Covid-19, og samskipti tiltekinna starfsmanna landsliðsins og leikmanna, vill KSÍ taka eftirfarandi fram: Umræddir einstaklingar voru hluti af starfsmannateymi liðsins og voru því á varamannabekk (tæknihluta) liðsins. Tæknihlutinn er svæðið til hliðar við og aftan við sjálfan varmannabekkinn, svæði sem er afmarkað fyrir þennan hóp, og á því svæði sitja umræddir starfsmenn liðsins og þeir varamenn sem ekki komast fyrir á sjálfum varamannabekknum vegna fjarlægðarmarka. Allir í þessum hópi eru á meðal þeirra sem mega fara inn á leikflötinn fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Umræddir starfsmenn á því svæði voru því réttilega á því svæði sem tilheyrir liðinu og fóru ekki á neinum tímapunkti á milli svæða/hólfa á leikvanginum. Allir starfsmenn liðsins voru jafnframt hluti af „búbblu“ liðsins og hafa farið reglulega í skimun (jafn oft og leikmenn), eru hitamældir við komu á leikvang og annað slíkt. Það er auðvitað leitt að starfsfólk landsliðsins hafi ekki virt nálægðarmörk í umræddu tilviki og sinnt sínum skyldum varðandi grímunotkun, sem er nokkuð sem við hefur verið minnt reglulega á innan raða liðsins. Tilfinningar eru stór hluti af íþróttum, fólk upplifir stórar hæðir og miklar lægðir, og stundum ráða þessar tilfinningar för og menn gleyma sér. Það afsakar ekki það sem gerðist, en gefur allavega skýringu. KSÍ mun áfram halda sóttvarnarskilaboðum á lofti, leitast við að gera betur og standa undir þeirri ábyrgð sem knattspyrnuhreyfingunni er ætlað í samfélaginu.
Yfirlýsing KSÍ Vegna umfjöllunar um nýafstaðna leiki A landsliðs karla á Laugardalsvelli, sóttvarnir og Covid-19, og samskipti tiltekinna starfsmanna landsliðsins og leikmanna, vill KSÍ taka eftirfarandi fram: Umræddir einstaklingar voru hluti af starfsmannateymi liðsins og voru því á varamannabekk (tæknihluta) liðsins. Tæknihlutinn er svæðið til hliðar við og aftan við sjálfan varmannabekkinn, svæði sem er afmarkað fyrir þennan hóp, og á því svæði sitja umræddir starfsmenn liðsins og þeir varamenn sem ekki komast fyrir á sjálfum varamannabekknum vegna fjarlægðarmarka. Allir í þessum hópi eru á meðal þeirra sem mega fara inn á leikflötinn fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Umræddir starfsmenn á því svæði voru því réttilega á því svæði sem tilheyrir liðinu og fóru ekki á neinum tímapunkti á milli svæða/hólfa á leikvanginum. Allir starfsmenn liðsins voru jafnframt hluti af „búbblu“ liðsins og hafa farið reglulega í skimun (jafn oft og leikmenn), eru hitamældir við komu á leikvang og annað slíkt. Það er auðvitað leitt að starfsfólk landsliðsins hafi ekki virt nálægðarmörk í umræddu tilviki og sinnt sínum skyldum varðandi grímunotkun, sem er nokkuð sem við hefur verið minnt reglulega á innan raða liðsins. Tilfinningar eru stór hluti af íþróttum, fólk upplifir stórar hæðir og miklar lægðir, og stundum ráða þessar tilfinningar för og menn gleyma sér. Það afsakar ekki það sem gerðist, en gefur allavega skýringu. KSÍ mun áfram halda sóttvarnarskilaboðum á lofti, leitast við að gera betur og standa undir þeirri ábyrgð sem knattspyrnuhreyfingunni er ætlað í samfélaginu.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðurkennir mistök að hafa leyft landsliðsþjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Þorgrímur Þráinsson er sagður hafa brotið sóttvarnareglur þegar hann gekk inn á Laugardalsvöllinn eftir leikinn gegn Rúmeníu og faðmaði mann og annan. 15. október 2020 07:49 Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35 Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Sjá meira
Viðurkennir mistök að hafa leyft landsliðsþjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32
Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Þorgrímur Þráinsson er sagður hafa brotið sóttvarnareglur þegar hann gekk inn á Laugardalsvöllinn eftir leikinn gegn Rúmeníu og faðmaði mann og annan. 15. október 2020 07:49
Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35
Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16