Þess vegna viljum við jafnt atkvæðavægi Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifa 15. október 2020 15:01 Baráttan fyrir jöfnu vægi íslenskra kjósenda hefur staðið lengi. Vægið hefur tekið breytingum en er nú fest í rétt tæplega tvöföldum mun milli þeirra sem vega þyngst og hinna sem vega minnst. Kosningarréttur manna má ekki vera skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Atkvæðavægi landsmanna á að vera hið sama hvar sem þeir búa á landinu. Aðeins þannig verða þingmenn raunverulega þingmenn allra landsmanna. Það eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn og ýtir undir að þeir vinni að framfaramálum fyrir landið allt. Heildin á að vera það sem þingmenn hafa hugann við. Misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin er saga fortíðar. Saga sem dregur taum sérhagsmuna en ekki hagsmuna heildarinnar. Atlaga að landsbyggðinni? Ef önnur grundvallarréttindi í lýðræðissamfélagi eins og tjáningarfrelsið, rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar, trúfrelsi eða önnur sambærileg réttindi væru vegin ójafnt eftir því hvar fólk byggi á landinu efumst við um að það yrði látið kyrrt liggja. Við þykjumst reyndar vita að því yrði mótmælt hástöfum. En hvers vegna er látið líðast að atkvæði, aðgöngumiði hvers og eins að lýðræðinu, vegi ekki jafnt? Ef svarið er að misvægi atkvæða sé í raun uppbót fyrir landsbyggðina, vegna ójafns aðgengis landsbyggðar að stjórnsýslu og þjónustu samanborið við íbúa suðvesturhornsins, þá er okkar svar við því einfalt; fjöldi þingmanna í kjördæmi hefur ekkert með framgang mála er varða kjördæmið að gera. Við í þingflokki Viðreisnar höfum allt kjörtímabilið litið svo á að þrátt fyrir að við séum kjörin í kjördæmum suðvesturhornsins, vegna núverandi kjördæmakerfis, þá látum við okkur málefni landsins alls okkur varða óháð kjördæmum. Það eru hins vegar rótgrónu íhaldsflokkarnir sem hafa ítrekað staðið í vegi fyrir því að við getum tekið þátt í fundum kjördæmanna til dæmis í kjördæmavikum með sveitarfélögum. Þetta er dæmi um úreltan hugsanagang. Í gegnum þingið fara í hverri viku rík hagsmunamál fyrir landsbyggðarkjördæmin en það er ekki hægt að greina mun á atkvæðum þingmanna eftir því hvaðan þeir koma. Mun heldur má greina mun eftir því fyrir hvaða flokk þeir sitja. Það er skylda okkar allra að rýna og taka afstöðu til hagsmunamála byggða landsins. Við trúum því að meta eigi öll mál eftir þeim eina mælikvarða hvort þau leiði til betra samfélags fyrir okkur öll. Þjónar núverandi kerfi hagsmunum landsbyggðar? Þeir sem standa vörð um núverandi fyrirkomulag hljóta að þurfa að svara þeirri einföldu spurningu hvort núverandi fyrirkomulag um misvægi atkvæða þjóni hagsmunum okkar allra, óháð búsetu. Eru landsbyggðarkjördæmin betur sett en ella vegna þessa fyrirkomulags. Eru samgöngumál, virkjanakostir í rammaáætlun, fiskeldismál, byggðamál, velferðarmál, landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, raforkumál, innviðamál og atvinnumál í góðu horfi? Hefur núverandi kerfi skilað skjótari afgreiðslu mála og auknu aðgengi íbúa svæðanna að stjórnsýslunni og skilningi á vandamálum svæðanna? Hefur meira vægi atkvæða skilað raunverulegum árangri? Svarið við öllu þessu er nei. Gæti hugsast að kjördæmakerfið eins og það er uppbyggt í dag standi einmitt í vegi fyrir framgangi ýmissa framfaramála? Viðheldur það mögulega kyrrstöðu og sérhagsmunum? Hvernig væri veruleikinn ef landið væri eitt kjördæmi og atkvæðavægi jafnt? Gæti verið að slíkt myndi auka á samstöðu og skilning á málefnum hvers landshluta, flýta fyrir afgreiðslu mála og auka á fjölbreytileika á Alþingi? Myndi slíkt kerfi mögulega koma í veg fyrir kjördæmapot og hrossakaup? Um það erum við sannfærð. Mannréttindamál ekki byggðamál Vægi atkvæða er jafnréttis- og mannréttindamál en ekki byggðamál. Hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgar eru samofnir enda erum við eitt samfélag. Aðgengi landsbyggðar að stjórnsýslu og þjónustu leiðréttist ekki með því að skerða rétt kjósenda í þéttbýlum kjördæmum. Það er röng nálgun. Betra jafnvægi næst með því að taka stærri og djarfari skref í þá átt að auka á sjálfstæði sveitarfélaga til að ráða meiru um sitt nærumhverfi. Að fela íbúum þeirra svæða að taka í auknum mæli beinar ákvarðanir um eigin hagsmuni. Viðreisn mun samhliða frumvarpi um jafnt atkvæðavægi halda áfram að beita sér fyrir eflingu landsbyggðar og nýrra tækifæra. Það eru gríðarlega mikilvæg verkefni framundan í byggðamálum, svo sem að færa vald til ákvarðanatöku nær fólkinu með eflingu sveitarstjórnarstigsins, að nýta tæknina til að gera fjarvinnu á vegum hins opinbera mögulega um allt land og tryggja að arðurinn af sjávarútvegsauðlindinni sé nýttur til uppbyggingar í heimabyggð. Þessi mikilvægu mál og fjölmörg fleiri munu ekki vinnast með því að viðhalda misskiptingu í kosningakerfinu okkar. Við byggjum ekki réttlátt og samheldið samfélag á þann hátt. Það byggist upp með samstöðu, samvinnu og skilningi á mismunandi þörfum ólíkra svæða. Ekki með misrétti heldur jöfnum tækifærum. Þess vegna viljum við jafna atkvæðisréttinn og lögðum fram frumvarp þess efnis á Alþingi í vikunni. Einn einstaklingur - eitt atkvæði er sjálfsögð og réttlát krafa í okkar lýðræðissamfélagi. Þingflokkur Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson Jón Steindór Valdimarsson Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Hanna Katrín Friðriksson Jón Steindór Valdimarsson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Kjördæmaskipan Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir jöfnu vægi íslenskra kjósenda hefur staðið lengi. Vægið hefur tekið breytingum en er nú fest í rétt tæplega tvöföldum mun milli þeirra sem vega þyngst og hinna sem vega minnst. Kosningarréttur manna má ekki vera skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Atkvæðavægi landsmanna á að vera hið sama hvar sem þeir búa á landinu. Aðeins þannig verða þingmenn raunverulega þingmenn allra landsmanna. Það eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn og ýtir undir að þeir vinni að framfaramálum fyrir landið allt. Heildin á að vera það sem þingmenn hafa hugann við. Misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin er saga fortíðar. Saga sem dregur taum sérhagsmuna en ekki hagsmuna heildarinnar. Atlaga að landsbyggðinni? Ef önnur grundvallarréttindi í lýðræðissamfélagi eins og tjáningarfrelsið, rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar, trúfrelsi eða önnur sambærileg réttindi væru vegin ójafnt eftir því hvar fólk byggi á landinu efumst við um að það yrði látið kyrrt liggja. Við þykjumst reyndar vita að því yrði mótmælt hástöfum. En hvers vegna er látið líðast að atkvæði, aðgöngumiði hvers og eins að lýðræðinu, vegi ekki jafnt? Ef svarið er að misvægi atkvæða sé í raun uppbót fyrir landsbyggðina, vegna ójafns aðgengis landsbyggðar að stjórnsýslu og þjónustu samanborið við íbúa suðvesturhornsins, þá er okkar svar við því einfalt; fjöldi þingmanna í kjördæmi hefur ekkert með framgang mála er varða kjördæmið að gera. Við í þingflokki Viðreisnar höfum allt kjörtímabilið litið svo á að þrátt fyrir að við séum kjörin í kjördæmum suðvesturhornsins, vegna núverandi kjördæmakerfis, þá látum við okkur málefni landsins alls okkur varða óháð kjördæmum. Það eru hins vegar rótgrónu íhaldsflokkarnir sem hafa ítrekað staðið í vegi fyrir því að við getum tekið þátt í fundum kjördæmanna til dæmis í kjördæmavikum með sveitarfélögum. Þetta er dæmi um úreltan hugsanagang. Í gegnum þingið fara í hverri viku rík hagsmunamál fyrir landsbyggðarkjördæmin en það er ekki hægt að greina mun á atkvæðum þingmanna eftir því hvaðan þeir koma. Mun heldur má greina mun eftir því fyrir hvaða flokk þeir sitja. Það er skylda okkar allra að rýna og taka afstöðu til hagsmunamála byggða landsins. Við trúum því að meta eigi öll mál eftir þeim eina mælikvarða hvort þau leiði til betra samfélags fyrir okkur öll. Þjónar núverandi kerfi hagsmunum landsbyggðar? Þeir sem standa vörð um núverandi fyrirkomulag hljóta að þurfa að svara þeirri einföldu spurningu hvort núverandi fyrirkomulag um misvægi atkvæða þjóni hagsmunum okkar allra, óháð búsetu. Eru landsbyggðarkjördæmin betur sett en ella vegna þessa fyrirkomulags. Eru samgöngumál, virkjanakostir í rammaáætlun, fiskeldismál, byggðamál, velferðarmál, landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, raforkumál, innviðamál og atvinnumál í góðu horfi? Hefur núverandi kerfi skilað skjótari afgreiðslu mála og auknu aðgengi íbúa svæðanna að stjórnsýslunni og skilningi á vandamálum svæðanna? Hefur meira vægi atkvæða skilað raunverulegum árangri? Svarið við öllu þessu er nei. Gæti hugsast að kjördæmakerfið eins og það er uppbyggt í dag standi einmitt í vegi fyrir framgangi ýmissa framfaramála? Viðheldur það mögulega kyrrstöðu og sérhagsmunum? Hvernig væri veruleikinn ef landið væri eitt kjördæmi og atkvæðavægi jafnt? Gæti verið að slíkt myndi auka á samstöðu og skilning á málefnum hvers landshluta, flýta fyrir afgreiðslu mála og auka á fjölbreytileika á Alþingi? Myndi slíkt kerfi mögulega koma í veg fyrir kjördæmapot og hrossakaup? Um það erum við sannfærð. Mannréttindamál ekki byggðamál Vægi atkvæða er jafnréttis- og mannréttindamál en ekki byggðamál. Hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgar eru samofnir enda erum við eitt samfélag. Aðgengi landsbyggðar að stjórnsýslu og þjónustu leiðréttist ekki með því að skerða rétt kjósenda í þéttbýlum kjördæmum. Það er röng nálgun. Betra jafnvægi næst með því að taka stærri og djarfari skref í þá átt að auka á sjálfstæði sveitarfélaga til að ráða meiru um sitt nærumhverfi. Að fela íbúum þeirra svæða að taka í auknum mæli beinar ákvarðanir um eigin hagsmuni. Viðreisn mun samhliða frumvarpi um jafnt atkvæðavægi halda áfram að beita sér fyrir eflingu landsbyggðar og nýrra tækifæra. Það eru gríðarlega mikilvæg verkefni framundan í byggðamálum, svo sem að færa vald til ákvarðanatöku nær fólkinu með eflingu sveitarstjórnarstigsins, að nýta tæknina til að gera fjarvinnu á vegum hins opinbera mögulega um allt land og tryggja að arðurinn af sjávarútvegsauðlindinni sé nýttur til uppbyggingar í heimabyggð. Þessi mikilvægu mál og fjölmörg fleiri munu ekki vinnast með því að viðhalda misskiptingu í kosningakerfinu okkar. Við byggjum ekki réttlátt og samheldið samfélag á þann hátt. Það byggist upp með samstöðu, samvinnu og skilningi á mismunandi þörfum ólíkra svæða. Ekki með misrétti heldur jöfnum tækifærum. Þess vegna viljum við jafna atkvæðisréttinn og lögðum fram frumvarp þess efnis á Alþingi í vikunni. Einn einstaklingur - eitt atkvæði er sjálfsögð og réttlát krafa í okkar lýðræðissamfélagi. Þingflokkur Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson Jón Steindór Valdimarsson Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun