Twitter lokaði á reikning Trump-framboðsins tímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 18:07 Twitter hefur tekið upplýsingafals Trump forseta á miðlinum fastari tökum upp á síðkastið. Nú var það Twitter-reikningur framboðs hans sem fékk að kenna á refsivendi samfélagsmiðilsins. Vísir/Getty Aðgangi framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Twitter var lokað tímabundið eftir að það deildi myndbandi um Joe Biden, mótframbjóðanda forsetans, sem stjórnendur Twitter töldu brjóta notendaskilmála miðilsins. Trump hótar Twitter málaferlum og repúblikanar á þingi vilja kalla forstjóra fyrirtækisins fyrir þingnefnd. Myndbandið sem Trump-framboðið deildi vísaði til umdeildrar umfjöllunar götublaðsins New York Post með ásökunum á hendur Biden og syni hans Hunter frá því í gær. Yfirskrift myndbandsins var „Joe Biden er lygari sem hefur verið að ræna landið okkar um árabil“. Aðgangi Kayleigh McEnany, blaðafulltrúa Hvíta hússins, var einnig lokað tímabundið eftir að hún deildi frétt blaðsins. Twitter taldi myndbandið stríða gegn reglum um birtingu á illa fengnum upplýsingum og benti á að framboðið gæti þurft að eyða því til að geta haldið áfram að deila efni á miðlinum. Fyrirtækið dró síðar í land og opnaði aftur fyrir aðgang framboðsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Facebook greip einnig til aðgerða til þess að hægja á útbreiðslu fréttar New York Post í gær. Sagði talsmaður fyrirtækisins að það væri gert til þess að gefa staðreyndavökturum færi á að fara yfir sannleiksgildi hennar sem veruleg spurningarmerki hafa verið sett við. Trump sagði búast við meiriháttar málaferlum og virtist boða einhvers konar aðgerðir gegn Twitter þegar hann var spurður út í uppákomuna í dag. „Það eru hlutir sem geta gerst sem eru mjög alvarlegir sem ég vil heldur að gerist ekki en þeir verða líklega að gera það,“ sagði Trump, myrkur í máli. Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem repúblikanar stýra ætlar að greiða atkvæði um að stefna Jack Dorsey, forstjóra Twitter, til að bera vitni strax í næstu viku. Dorsey viðurkenndi í gær að Twitter hefði ekki staðið sig vel í að gera grein fyrir aðgerðum sínum og að það hefði ekki verið ásættanlegt að koma í veg fyrir að notendur deildu vefslóð á fréttina án skýringa. Donald Trump Twitter Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Aðgangi framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Twitter var lokað tímabundið eftir að það deildi myndbandi um Joe Biden, mótframbjóðanda forsetans, sem stjórnendur Twitter töldu brjóta notendaskilmála miðilsins. Trump hótar Twitter málaferlum og repúblikanar á þingi vilja kalla forstjóra fyrirtækisins fyrir þingnefnd. Myndbandið sem Trump-framboðið deildi vísaði til umdeildrar umfjöllunar götublaðsins New York Post með ásökunum á hendur Biden og syni hans Hunter frá því í gær. Yfirskrift myndbandsins var „Joe Biden er lygari sem hefur verið að ræna landið okkar um árabil“. Aðgangi Kayleigh McEnany, blaðafulltrúa Hvíta hússins, var einnig lokað tímabundið eftir að hún deildi frétt blaðsins. Twitter taldi myndbandið stríða gegn reglum um birtingu á illa fengnum upplýsingum og benti á að framboðið gæti þurft að eyða því til að geta haldið áfram að deila efni á miðlinum. Fyrirtækið dró síðar í land og opnaði aftur fyrir aðgang framboðsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Facebook greip einnig til aðgerða til þess að hægja á útbreiðslu fréttar New York Post í gær. Sagði talsmaður fyrirtækisins að það væri gert til þess að gefa staðreyndavökturum færi á að fara yfir sannleiksgildi hennar sem veruleg spurningarmerki hafa verið sett við. Trump sagði búast við meiriháttar málaferlum og virtist boða einhvers konar aðgerðir gegn Twitter þegar hann var spurður út í uppákomuna í dag. „Það eru hlutir sem geta gerst sem eru mjög alvarlegir sem ég vil heldur að gerist ekki en þeir verða líklega að gera það,“ sagði Trump, myrkur í máli. Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem repúblikanar stýra ætlar að greiða atkvæði um að stefna Jack Dorsey, forstjóra Twitter, til að bera vitni strax í næstu viku. Dorsey viðurkenndi í gær að Twitter hefði ekki staðið sig vel í að gera grein fyrir aðgerðum sínum og að það hefði ekki verið ásættanlegt að koma í veg fyrir að notendur deildu vefslóð á fréttina án skýringa.
Donald Trump Twitter Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14