Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 10:02 Aron Einar Gunnarsson og Guðlaugur Victor Pálsson fagna Gylfa Þór Sigurðssyni eftir mark þess síðastnefnda á móti Rúmeníu. Vísir/Vilhelm Sigurinn á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar kom íslenska landsliðinu ekki bara í hreinan úrslitaleik heldur einnig upp um sæti á heimslistanum. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun hækka sig um tvö sæti á FIFA-listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn í næstu viku. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út stöðu landsliðanna á listanum eftir úrslitin í landsliðsglugganum sem kláraðist í vikunni. Gylfi Sigurdsson Which goal was better? 1 OR 2 #EURO2020 | @footballiceland pic.twitter.com/T9ZzUOcAKG— UEFA Nations League (@EURO2020) October 12, 2020 Íslenska landsliðið lækkaði sig um tvö sæti á síðasta lista og sat í 41. til 42. sæti á honum. Liðið fer nú aftur upp um tvö sæti og aftur inn á topp fjörtíu. Íslenska liðið verður í 39. sæti listans í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem íslenska landsliðið hækkar sig á FIFA-listanum. Ísland deilir reyndar þessu sæti með landsliði Marokkó og verður því ekkert landslið í sæti númer fjörutíu. Marokkó er að hækka sig um fjögur sæti. Rúmenska landsliðið tapaði ekki bara fyrir Íslandi heldur steinlá liðið einnig fyrir Noregi í leiknum á eftir. Liðið tapaði einnig lokaleik sínum á móti Austurríki. Rúmenar hrynja niður listann og niður fyrir Ísland en rúmenska landsliðið fer út 34. sæti niður í sæti númer 44 en það er tíu sæta fall. Síðasta hækkaði Íslands sig á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins í nóvember 2019 þegar liðið fór út 40. sæti upp í sæti 39. Íslenska landsliðið hefur nú setið í sætum 39 til 41 undanfarna fjórtán mánuði. Hér fyrir neðan má sjá þessu úteikninga Alexis Martín-Tamayo eða Mister Chip eins og hann kallar sig á Twitter. Recién sacado del horno. Aquí tenéis el NUEVO RANKING FIFA que será publicado el próximo 22-octubre. Para que esperar tanto tiempo? pic.twitter.com/uQbY2hjofb— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 16, 2020 Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Sigurinn á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar kom íslenska landsliðinu ekki bara í hreinan úrslitaleik heldur einnig upp um sæti á heimslistanum. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun hækka sig um tvö sæti á FIFA-listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn í næstu viku. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út stöðu landsliðanna á listanum eftir úrslitin í landsliðsglugganum sem kláraðist í vikunni. Gylfi Sigurdsson Which goal was better? 1 OR 2 #EURO2020 | @footballiceland pic.twitter.com/T9ZzUOcAKG— UEFA Nations League (@EURO2020) October 12, 2020 Íslenska landsliðið lækkaði sig um tvö sæti á síðasta lista og sat í 41. til 42. sæti á honum. Liðið fer nú aftur upp um tvö sæti og aftur inn á topp fjörtíu. Íslenska liðið verður í 39. sæti listans í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem íslenska landsliðið hækkar sig á FIFA-listanum. Ísland deilir reyndar þessu sæti með landsliði Marokkó og verður því ekkert landslið í sæti númer fjörutíu. Marokkó er að hækka sig um fjögur sæti. Rúmenska landsliðið tapaði ekki bara fyrir Íslandi heldur steinlá liðið einnig fyrir Noregi í leiknum á eftir. Liðið tapaði einnig lokaleik sínum á móti Austurríki. Rúmenar hrynja niður listann og niður fyrir Ísland en rúmenska landsliðið fer út 34. sæti niður í sæti númer 44 en það er tíu sæta fall. Síðasta hækkaði Íslands sig á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins í nóvember 2019 þegar liðið fór út 40. sæti upp í sæti 39. Íslenska landsliðið hefur nú setið í sætum 39 til 41 undanfarna fjórtán mánuði. Hér fyrir neðan má sjá þessu úteikninga Alexis Martín-Tamayo eða Mister Chip eins og hann kallar sig á Twitter. Recién sacado del horno. Aquí tenéis el NUEVO RANKING FIFA que será publicado el próximo 22-octubre. Para que esperar tanto tiempo? pic.twitter.com/uQbY2hjofb— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 16, 2020
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira