Vara við grímum sem „veita litla sem enga vörn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2020 10:19 Umræddar grímur merktar fyrirtækinu 3M Chile S.A. Neytendastofa Neytendastofa varar við notkun á grímum sem merktar eru fyrirtækinu 3M Chile S.A. Grímurnar veita litla sem enga vörn. Þá óskar Neytendastofa eftir ábendingum um dreifingaraðila vörunnar eða verslanir sem selja hana. Grímunotkun hefur færst verulega í aukana hér á landi síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Þá er landsmönnum nú skylt að bera grímur við ýmis tækifæri þegar ekki er unnt að viðhalda fjarlægðarmörkum, að því er fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðherra frá því í byrjun mánaðar. Fram kemur í tilkynningu frá Neytendastofu um málið að henni hafi borist kassi af grímum merktum fyrirtækinu 3M Chile S.A. til skoðunar, auk nokkurra ábendinga um grímurnar. Í tilkynningu segir að grímurnar séu gerðar úr tveimur gegnsæjum lögum sem „sía lítið sem ekkert“. „Neytendastofa varar neytendur við notkun grímnanna þar sem þær veita litla sem enga vörn. Stofnunin biður einnig neytendur sem hafa upplýsingar um sölustaði eða dreifingaraðila grímnanna að senda inn ábendingu á vefsíðu stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu. Neytendastofa hefur enn sem komið er hvorki upplýsingar um dreifingaraðila vörunnar hér á landi eða eða í hvaða verslunum þær er seldar. Neytendastofa hefur á síðustu mánuðum skoðað margar tegundir af grímum. Fram kemur í tilkynningu að dreifingaraðilar hafi í flestum tilfellum brugðist vel við ábendingum stofnunarinnar og ýmist tekið þær af markaði eða lagfært villandi upplýsingar á pakkningum. Neytendastofa bendir bæði neytendum og dreifingaraðilum á að til eru þrjár tegundir af grímum, tvær gerðir eru CE-merktar, svokallaðar sjúkrahúsgrímur og PPE-grímur eða „persónuhlíf“. „Ef þessar grímur eru seldar neytendum þá verða þær að vera CE-merktar en merkið segir til um að vörurnar uppfylli lágmarkskröfur um öryggi,“ segir í tilkynningu Neytendastofu. Þriðja tegundin fór á markað á þessu ári sem svar við skorti á grímum, svokallaðar „samfélagsgrímur“. Þær segir Neytendastofa ekki veita sömu vörn og CE-merktar grímur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Neytendastofa varar við notkun á grímum sem merktar eru fyrirtækinu 3M Chile S.A. Grímurnar veita litla sem enga vörn. Þá óskar Neytendastofa eftir ábendingum um dreifingaraðila vörunnar eða verslanir sem selja hana. Grímunotkun hefur færst verulega í aukana hér á landi síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Þá er landsmönnum nú skylt að bera grímur við ýmis tækifæri þegar ekki er unnt að viðhalda fjarlægðarmörkum, að því er fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðherra frá því í byrjun mánaðar. Fram kemur í tilkynningu frá Neytendastofu um málið að henni hafi borist kassi af grímum merktum fyrirtækinu 3M Chile S.A. til skoðunar, auk nokkurra ábendinga um grímurnar. Í tilkynningu segir að grímurnar séu gerðar úr tveimur gegnsæjum lögum sem „sía lítið sem ekkert“. „Neytendastofa varar neytendur við notkun grímnanna þar sem þær veita litla sem enga vörn. Stofnunin biður einnig neytendur sem hafa upplýsingar um sölustaði eða dreifingaraðila grímnanna að senda inn ábendingu á vefsíðu stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu. Neytendastofa hefur enn sem komið er hvorki upplýsingar um dreifingaraðila vörunnar hér á landi eða eða í hvaða verslunum þær er seldar. Neytendastofa hefur á síðustu mánuðum skoðað margar tegundir af grímum. Fram kemur í tilkynningu að dreifingaraðilar hafi í flestum tilfellum brugðist vel við ábendingum stofnunarinnar og ýmist tekið þær af markaði eða lagfært villandi upplýsingar á pakkningum. Neytendastofa bendir bæði neytendum og dreifingaraðilum á að til eru þrjár tegundir af grímum, tvær gerðir eru CE-merktar, svokallaðar sjúkrahúsgrímur og PPE-grímur eða „persónuhlíf“. „Ef þessar grímur eru seldar neytendum þá verða þær að vera CE-merktar en merkið segir til um að vörurnar uppfylli lágmarkskröfur um öryggi,“ segir í tilkynningu Neytendastofu. Þriðja tegundin fór á markað á þessu ári sem svar við skorti á grímum, svokallaðar „samfélagsgrímur“. Þær segir Neytendastofa ekki veita sömu vörn og CE-merktar grímur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira