Erlent

Barir í Berlín fá að hafa opið áfram eftir dómsúrskurð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Börum og veitingastöðum hafði verið gert að loka klukkan ellefu í þýsku höfuðborginni. 
Börum og veitingastöðum hafði verið gert að loka klukkan ellefu í þýsku höfuðborginni.  Maja Hitij/Getty Images

Dómstóll í Berlín höfuðborg Þýskalands úrskurðaði í morgun að lokanir á börum og veitingastöðum í borginni sem settar voru á í síðustu viku skuli falla úr gildi. Stjórnvöld í Berlín höfðu fyrirskipað að lokað yrði frá klukkan ellefu að kvöldi og fram til klukkan sex að morgni.

Dómstóllinn segir hinsvegar engar sannanir fyrir því að slíkar lokanir hafi tilætluð áhrif, sem eru að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ekki hefði verið sýnt fram á að svo strangar reglur hafi meiri áhrif en venjulegar sóttvarnaaðgerðir sem hingað til hafi verið stundaðar.

Það voru samtök veitingamanna í borginni sem höfðuðu málið og vildu fá lokuninni hnekkt, en féllust á að bannað yrði að selja áfengi á stöðunum eftir klukkan ellefu. Þjóðverjar takast nú á við mikla uppsveiflu í faraldrinum og í gær voru staðfest smit í landinu 7300 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×