Ætla að bæta leiðsögumönnum og sviðslistafólki tapaðar tekjur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2020 12:18 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að samþykkja að leggja fyrir Alþingi frumvarp um svokallaða tekjufallsstyrki. Frumvarpið felur í sér að einyrkjar og smærri rekstraraðilar sem hafa haft einn til þrjá starfsmenn í vinnu geti sótt um styrki að allt 400 þúsund krónum fyrir hvert stöðugildi á mánuði hafi þeir orðið fyrir 50 prósent tekjufalli eða meira á þessu ári, miðað við árið í fyrra. Tímabilið sem myndu ná til er 1. apríl til 30. september 2020, það er annar og þriðji ársfjórðungur. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, eftir ríkisstjórnarfundinn en hann ræddi við fréttamenn að fundi loknum nú skömmu eftir klukkan 12. Klippa: Ætla að bæta leiðsögumönnum og sviðslistafólki tapaðar tekjur Ættu að nýtast leiðsögumönnum og sviðslistafólki Þessir styrkir ættu meðal annars að gagnast ferðaleiðsögumönnum og sviðslistafólki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Báðir hópar hafa gagnrýnt að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til hingað til í efnahagsaðgerðum vegna faraldursins hafi ekki gagnast þeim, til að mynda eigi fáir rétt á atvinnuleysisbótum. Katrín Jakobsdóttir ræddi aðgerðirnar sömuleiðis við fréttastofu í dag. Bjarni sagði að erfitt væri að áætla nákvæman kostnað ríkissjóðs af þessum aðgerðum en ef gert væri ráð fyrir því að allir þeir sem rétt eiga á styrkjunum væru með þrjá starfsmenn og styrkur fyrir hvern starfsmann væri hæsta mögulega upphæð, 400 þúsund krónur, næmi kostnaður ríkissjóðs um 14,4 milljörðum króna. Það væri hins vegar ólíklegt að svo há upphæð færi í þessa tilteknu aðgerð en engu að síður væri um að ræða mikla fjármuni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að um væri að ræða gríðarlega mikilvæga aðgerð. Mikil vinna hefði verið lögð í fyrirkomulagið til að það gæti reynst auðvelt í framkvæmd. Tilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytisins: Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Frumvarpinu er ætlað að aðstoða einyrkja og litla rekstraraðila sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi og er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að draga úr tjóni vegna faraldursins og leggja grunn fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfar hans. Tekjufallsstyrkjum er m.a. ætlað að styðja minni rekstraraðila sem starfa í menningar- og listgreinum, ferðaleiðsögumenn og aðra minni aðila í rekstri. Styrkirnir munu jafngilda rekstrarkostnaði (þ.m.t. reiknuðu endurgjaldi) á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020 en geta þó ekki orðið hærri en 400 þús. kr. fyrir hvert stöðugildi á mánuði hjá rekstraraðila á tímabilinu. Tekjufallsstyrkir eru hluti af viðamiklum ráðstöfunum sem ríkisstjórnin hefur gripið til vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins. Meðal aðgerða sem þegar hafa komið til framkvæmda eru greiðsla atvinnuleysisbóta samhliða skertu starfshlutfalli, lenging tímabils tekjutengdra atvinnuleysisbóta, greiðslur vegna launa einstaklinga á uppsagnarfresti, frestun á skattgreiðslum, veiting lokunarstyrkja auk brúar- og stuðningslána. Helstu skilyrði þess að rekstraraðili geti sótt um tekjufallsstyrk: Hann hafi orðið fyrir minnst 50% tekjufalli á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september 2020. Að hámarki þrír launamenn starfi hjá rekstraraðila. Umsækjendur þurfa að auki að uppfylla skilyrði um skattskyldu á Íslandi, lágmarksveltu, skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins og áframhaldandi rekstur. Verði frumvarpið óbreytt að lögum mun Skatturinn sjá um afgreiðslu tekjufallsstyrkja. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Leikhús Ferðamennska á Íslandi Uppistand Tónlist Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að samþykkja að leggja fyrir Alþingi frumvarp um svokallaða tekjufallsstyrki. Frumvarpið felur í sér að einyrkjar og smærri rekstraraðilar sem hafa haft einn til þrjá starfsmenn í vinnu geti sótt um styrki að allt 400 þúsund krónum fyrir hvert stöðugildi á mánuði hafi þeir orðið fyrir 50 prósent tekjufalli eða meira á þessu ári, miðað við árið í fyrra. Tímabilið sem myndu ná til er 1. apríl til 30. september 2020, það er annar og þriðji ársfjórðungur. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, eftir ríkisstjórnarfundinn en hann ræddi við fréttamenn að fundi loknum nú skömmu eftir klukkan 12. Klippa: Ætla að bæta leiðsögumönnum og sviðslistafólki tapaðar tekjur Ættu að nýtast leiðsögumönnum og sviðslistafólki Þessir styrkir ættu meðal annars að gagnast ferðaleiðsögumönnum og sviðslistafólki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Báðir hópar hafa gagnrýnt að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til hingað til í efnahagsaðgerðum vegna faraldursins hafi ekki gagnast þeim, til að mynda eigi fáir rétt á atvinnuleysisbótum. Katrín Jakobsdóttir ræddi aðgerðirnar sömuleiðis við fréttastofu í dag. Bjarni sagði að erfitt væri að áætla nákvæman kostnað ríkissjóðs af þessum aðgerðum en ef gert væri ráð fyrir því að allir þeir sem rétt eiga á styrkjunum væru með þrjá starfsmenn og styrkur fyrir hvern starfsmann væri hæsta mögulega upphæð, 400 þúsund krónur, næmi kostnaður ríkissjóðs um 14,4 milljörðum króna. Það væri hins vegar ólíklegt að svo há upphæð færi í þessa tilteknu aðgerð en engu að síður væri um að ræða mikla fjármuni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að um væri að ræða gríðarlega mikilvæga aðgerð. Mikil vinna hefði verið lögð í fyrirkomulagið til að það gæti reynst auðvelt í framkvæmd. Tilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytisins: Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Frumvarpinu er ætlað að aðstoða einyrkja og litla rekstraraðila sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi og er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að draga úr tjóni vegna faraldursins og leggja grunn fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfar hans. Tekjufallsstyrkjum er m.a. ætlað að styðja minni rekstraraðila sem starfa í menningar- og listgreinum, ferðaleiðsögumenn og aðra minni aðila í rekstri. Styrkirnir munu jafngilda rekstrarkostnaði (þ.m.t. reiknuðu endurgjaldi) á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020 en geta þó ekki orðið hærri en 400 þús. kr. fyrir hvert stöðugildi á mánuði hjá rekstraraðila á tímabilinu. Tekjufallsstyrkir eru hluti af viðamiklum ráðstöfunum sem ríkisstjórnin hefur gripið til vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins. Meðal aðgerða sem þegar hafa komið til framkvæmda eru greiðsla atvinnuleysisbóta samhliða skertu starfshlutfalli, lenging tímabils tekjutengdra atvinnuleysisbóta, greiðslur vegna launa einstaklinga á uppsagnarfresti, frestun á skattgreiðslum, veiting lokunarstyrkja auk brúar- og stuðningslána. Helstu skilyrði þess að rekstraraðili geti sótt um tekjufallsstyrk: Hann hafi orðið fyrir minnst 50% tekjufalli á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september 2020. Að hámarki þrír launamenn starfi hjá rekstraraðila. Umsækjendur þurfa að auki að uppfylla skilyrði um skattskyldu á Íslandi, lágmarksveltu, skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins og áframhaldandi rekstur. Verði frumvarpið óbreytt að lögum mun Skatturinn sjá um afgreiðslu tekjufallsstyrkja. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Leikhús Ferðamennska á Íslandi Uppistand Tónlist Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira