Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2020 12:43 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Judith Collins, leiðtogi Þjóðarflokksins, í sjónvarpskappræðunum í gær. Getty/Phil Walter Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. Skoðanakannanir sem birst hafa síðustu daga benda þó til að nýsjálenskir kjósendur muni veita hinum vinsæla forsætisráðherra umboð til að stýra landinu í þrjú ár til viðbótar. Í þingkosningunum 2017 varð Þjóðarflokkurinn stærsti flokkurinn á þingi, en Verkamannaflokknum tókst hins vegar að safna saman nægilega mörgum þingmönnum til að mynda nýja samsteypustjórn Verkamannaflokksins, Græningja og popúlistaflokksins Nýja-Sjáland fyrst, undir forystu Ardern. Stjórnarflokkarnir þrír eru nú með alls 63 þingmenn af 120. Jafnvel þó að búist sé við að Verkamannaflokkurinn komi til með að fá fleiri atkvæði en síðast er ólíklegt að flokkurinn nái hreinum meirihluta. Er talið líklegast að ný stjórn Verkamannaflokksins verði mynduð með stuðningi Græningja eftir kosningar. Fari svo að Verkamannaflokkurinn og Græningjar nái ekki saman meirihluta kann svo að fara að Þjóðarflokkurinn og hægriflokkurinn ACT myndi saman stjórn. Sé eitthvað að marka skoðanakannanir þykir þó ólíklegt að slíkt raungerist. Mælast Verkamannaflokkurinn og Græningjar saman með 68 þingmenn, en Þjóðarflokkurinn og ACT með 52. Viðbrögð við faraldri í kastljósi Ekki þarf að koma á óvart þá hafa viðbrögð nýsjálenskra stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum verið áberandi í kosningabaráttunni. Ríkisstjórn Ardern lokaði landinu 26. mars vegna faraldursins og hafa smit og dauðsföll af völdum veirunnar verið hlutfallslega fá í landinu, borið saman við flest önnur lönd. Um mánaðarskeið fengu Ný-Sjálendingar einungis að fara út til að versla lyf og matvæli og hreyfa sig utandyra í klukkustund að hámarki. Mesti samdrátturinn frá 1987 Lokun landsins hefur þó að sjálfsögðu haft áhrif á nýsjálenskan efnahag og hefur samdrátturinn verið sá mesti í landinu síðan 1987. Hafa leiðtogar Þjóðarflokksins nýtt sér þá staðreynd í gagnrýni sinni á stjórnarhætti Ardern og segja þeir viðbrögðin hafa verið alltof hörð. Ardern skorti raunsæja og skýra áætlun í efnahagsmálum. Alls hafa innan við tvö þúsund manns greinst með kórónuveiruna á Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins. Alls eru nú fjörutíu í einangrun og eru um fjörutíu dauðsföll rakin til Covid-19. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Aflétta takmörkunum í stærstu borg Nýja-Sjálands Íbúar Auckland, stærstu borgar Nýja-Sjálands, þurfa ekki lengur að huga að fjarlægðarreglum á börum og veitingastöðum þegar slakað verður á sóttvarnaraðgerðum þar í vikunni. 5. október 2020 10:24 Nýsjálendingum brátt heimilt að heimsækja Ástralíu Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að innan tíðar verði Nýsjálendingum heimilt að heimsækja Ástralíu en löndin tvö hafa svo gott sem lokað landamærum sínum í kórónuveirufaraldrinum. 2. október 2020 08:19 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. Skoðanakannanir sem birst hafa síðustu daga benda þó til að nýsjálenskir kjósendur muni veita hinum vinsæla forsætisráðherra umboð til að stýra landinu í þrjú ár til viðbótar. Í þingkosningunum 2017 varð Þjóðarflokkurinn stærsti flokkurinn á þingi, en Verkamannaflokknum tókst hins vegar að safna saman nægilega mörgum þingmönnum til að mynda nýja samsteypustjórn Verkamannaflokksins, Græningja og popúlistaflokksins Nýja-Sjáland fyrst, undir forystu Ardern. Stjórnarflokkarnir þrír eru nú með alls 63 þingmenn af 120. Jafnvel þó að búist sé við að Verkamannaflokkurinn komi til með að fá fleiri atkvæði en síðast er ólíklegt að flokkurinn nái hreinum meirihluta. Er talið líklegast að ný stjórn Verkamannaflokksins verði mynduð með stuðningi Græningja eftir kosningar. Fari svo að Verkamannaflokkurinn og Græningjar nái ekki saman meirihluta kann svo að fara að Þjóðarflokkurinn og hægriflokkurinn ACT myndi saman stjórn. Sé eitthvað að marka skoðanakannanir þykir þó ólíklegt að slíkt raungerist. Mælast Verkamannaflokkurinn og Græningjar saman með 68 þingmenn, en Þjóðarflokkurinn og ACT með 52. Viðbrögð við faraldri í kastljósi Ekki þarf að koma á óvart þá hafa viðbrögð nýsjálenskra stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum verið áberandi í kosningabaráttunni. Ríkisstjórn Ardern lokaði landinu 26. mars vegna faraldursins og hafa smit og dauðsföll af völdum veirunnar verið hlutfallslega fá í landinu, borið saman við flest önnur lönd. Um mánaðarskeið fengu Ný-Sjálendingar einungis að fara út til að versla lyf og matvæli og hreyfa sig utandyra í klukkustund að hámarki. Mesti samdrátturinn frá 1987 Lokun landsins hefur þó að sjálfsögðu haft áhrif á nýsjálenskan efnahag og hefur samdrátturinn verið sá mesti í landinu síðan 1987. Hafa leiðtogar Þjóðarflokksins nýtt sér þá staðreynd í gagnrýni sinni á stjórnarhætti Ardern og segja þeir viðbrögðin hafa verið alltof hörð. Ardern skorti raunsæja og skýra áætlun í efnahagsmálum. Alls hafa innan við tvö þúsund manns greinst með kórónuveiruna á Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins. Alls eru nú fjörutíu í einangrun og eru um fjörutíu dauðsföll rakin til Covid-19.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Aflétta takmörkunum í stærstu borg Nýja-Sjálands Íbúar Auckland, stærstu borgar Nýja-Sjálands, þurfa ekki lengur að huga að fjarlægðarreglum á börum og veitingastöðum þegar slakað verður á sóttvarnaraðgerðum þar í vikunni. 5. október 2020 10:24 Nýsjálendingum brátt heimilt að heimsækja Ástralíu Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að innan tíðar verði Nýsjálendingum heimilt að heimsækja Ástralíu en löndin tvö hafa svo gott sem lokað landamærum sínum í kórónuveirufaraldrinum. 2. október 2020 08:19 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Aflétta takmörkunum í stærstu borg Nýja-Sjálands Íbúar Auckland, stærstu borgar Nýja-Sjálands, þurfa ekki lengur að huga að fjarlægðarreglum á börum og veitingastöðum þegar slakað verður á sóttvarnaraðgerðum þar í vikunni. 5. október 2020 10:24
Nýsjálendingum brátt heimilt að heimsækja Ástralíu Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að innan tíðar verði Nýsjálendingum heimilt að heimsækja Ástralíu en löndin tvö hafa svo gott sem lokað landamærum sínum í kórónuveirufaraldrinum. 2. október 2020 08:19