3 dagar í Meistaradeild: Liverpool krækti í hljómsveitarstjóra Evrópumeistaranna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2020 11:46 Thiago Alcantara fagnar sigri í Meistaradeildinni með bikarnum með stóru eyrun eftir 1-0 sigur Bayern München á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum. Getty/Michael Regan Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við leikmanninn sem gæti hjálpað Liverpool að endurheimta bikarinn með stóru eyrun. Liverpool liðinu tókst ekki að verja Meistaratitil sinn á síðustu leiktíð en liðið féll út á heimavelli í sextán liða úrslitum eftir 3-2 tap á móti Atlético Madrid í framlengdum seinni leik liðanna. Það er samt ríkjandi Evrópumeistari í liði Liverpool á þessari leiktíð. We're back next week!#UCL pic.twitter.com/hCCmq1x7WR— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 15, 2020 Liverpool tókst að kaupa Thiago Alcantara frá Bayern München fyrir aðeins tuttugu milljónir punda undir lok gluggans sem þykir ekki mikið fyrir heimsklassa leikmann á þessum tímum. Thiago hefur unnið 24 titla með liðum sínum og hann vann Meistaradeildina með bæði Barcelona og Bayern München. Hann lærði af Xavi og Guardiola og átti mjög farsælan feril hjá þýsku meisturunum. Thiago spilaði sinn fyrsta leik með Liverpool aðeins tveimur dögum eftir að hann mætti á Anfield en hann hefur síðan misst af tveimur leikjum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Thiago var magnaður í sigurgöngu Bayern München á síðustu leiktíð og sýndi meðal annars snilli sína í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hann var svo sannarlega hljómsveitarstjórinn í leik Evrópumeistaranna. Over the last few days we asked 18 football agents the same 15 questions about the transfer activity that has gone on this summer. They gave their answers anonymously to encourage them to speak honestly and candidly. Here's what they said... @stujames75— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 10, 2020 Í úrslitaleiknum gaf Thiago 85 fleiri sendingar eða fleri en allir á vellinum en hann var líka sá á vellinum sem „ryksugaði“ upp flesta lausa bolta (7), fór í flestar tæklingar (3), náði flestum boltum (2) og skapaði flest færi fyrir félaga sína (2). Það er meira af tölfræði sem sýnir vel leikstjórn hans. Thiago reyndi 64 meðallangar eða langar sendingar í úrslitaleiknum og þær heppnuðust allar. Þá átti hann að minnsta kosti þrjár sendingar á alla leikmenn Bayern liðsins í leiknum. Hann var hjartað í samspili þýska liðsins. Það var ekki í fyrsta sinn sem Thiago gerir slíkt. Gott dæmi um mikilvægi hans var í leik á móti Tottenham fyrr á Meistaradeildartímabilinu. Tottenham var þá 2-1 yfir í hálfleik þegar þáverandi þjálfari Bayern, Niko Kovac, ákvað að setja Thiago inn á miðju Bayern. Thiago tók yfir miðjuna í leiknum og Bayern vann seinni hálfleikinn 6-1 og þar með leikinn 7-2. Liverpool er í D-riðli með Ajax frá Hollandi, Atalanta frá Ítalíu og Midtjylland frá Danmörku. Fyrsti leikur Liverpool er á útivelli á móti Ajax á Johan Cruyff Arena í Amsterdam miðvikudagskvöldið 21. október. Sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir 4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Real Madrid er sigursælasta félagið í Meistaradeildinni og hefur nú unnið sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni. 16. október 2020 11:01 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira
Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við leikmanninn sem gæti hjálpað Liverpool að endurheimta bikarinn með stóru eyrun. Liverpool liðinu tókst ekki að verja Meistaratitil sinn á síðustu leiktíð en liðið féll út á heimavelli í sextán liða úrslitum eftir 3-2 tap á móti Atlético Madrid í framlengdum seinni leik liðanna. Það er samt ríkjandi Evrópumeistari í liði Liverpool á þessari leiktíð. We're back next week!#UCL pic.twitter.com/hCCmq1x7WR— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 15, 2020 Liverpool tókst að kaupa Thiago Alcantara frá Bayern München fyrir aðeins tuttugu milljónir punda undir lok gluggans sem þykir ekki mikið fyrir heimsklassa leikmann á þessum tímum. Thiago hefur unnið 24 titla með liðum sínum og hann vann Meistaradeildina með bæði Barcelona og Bayern München. Hann lærði af Xavi og Guardiola og átti mjög farsælan feril hjá þýsku meisturunum. Thiago spilaði sinn fyrsta leik með Liverpool aðeins tveimur dögum eftir að hann mætti á Anfield en hann hefur síðan misst af tveimur leikjum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Thiago var magnaður í sigurgöngu Bayern München á síðustu leiktíð og sýndi meðal annars snilli sína í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hann var svo sannarlega hljómsveitarstjórinn í leik Evrópumeistaranna. Over the last few days we asked 18 football agents the same 15 questions about the transfer activity that has gone on this summer. They gave their answers anonymously to encourage them to speak honestly and candidly. Here's what they said... @stujames75— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 10, 2020 Í úrslitaleiknum gaf Thiago 85 fleiri sendingar eða fleri en allir á vellinum en hann var líka sá á vellinum sem „ryksugaði“ upp flesta lausa bolta (7), fór í flestar tæklingar (3), náði flestum boltum (2) og skapaði flest færi fyrir félaga sína (2). Það er meira af tölfræði sem sýnir vel leikstjórn hans. Thiago reyndi 64 meðallangar eða langar sendingar í úrslitaleiknum og þær heppnuðust allar. Þá átti hann að minnsta kosti þrjár sendingar á alla leikmenn Bayern liðsins í leiknum. Hann var hjartað í samspili þýska liðsins. Það var ekki í fyrsta sinn sem Thiago gerir slíkt. Gott dæmi um mikilvægi hans var í leik á móti Tottenham fyrr á Meistaradeildartímabilinu. Tottenham var þá 2-1 yfir í hálfleik þegar þáverandi þjálfari Bayern, Niko Kovac, ákvað að setja Thiago inn á miðju Bayern. Thiago tók yfir miðjuna í leiknum og Bayern vann seinni hálfleikinn 6-1 og þar með leikinn 7-2. Liverpool er í D-riðli með Ajax frá Hollandi, Atalanta frá Ítalíu og Midtjylland frá Danmörku. Fyrsti leikur Liverpool er á útivelli á móti Ajax á Johan Cruyff Arena í Amsterdam miðvikudagskvöldið 21. október. Sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir 4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Real Madrid er sigursælasta félagið í Meistaradeildinni og hefur nú unnið sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni. 16. október 2020 11:01 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira
4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Real Madrid er sigursælasta félagið í Meistaradeildinni og hefur nú unnið sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni. 16. október 2020 11:01
5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00
6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00