Fékk bætur og afsökunarbeiðni frá dómsmálaráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 17:44 Páll Sverrisson stefndi Læknafélagi Íslands eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. Páll Sverrisson hefur fengið milljónir króna í bætur vegna ítrekaðra birtinga á viðkvæmum persónuupplýsingum um hann af hálfu dómstóla. Þar að auki hefur hann fengið skriflega afsökunarbeiðni frá dómsmálaráðherra vegna málsins. Páll staðfesti þetta í samtali við RÚV og sagði hann ríkislögmann, sem árið 2018 komst að þeirri niðurstöðu að þrír dómstólar væru bótaskyldir vegna birtinga persónuupplýsinga, hafi boðið honum 200 þúsund krónur í bætur. Ef því yrði ekki tekið gæti hann leitað til dómstóla. Vissi ekki um upplýsingarnar sjálfur Haustið 2011 birtist umfjöllun í Læknablaðinu sem sneri að deilu tveggja lækna um alvarlega áverka sem Páll hlaut við byltu. Í blaðinu birtist úrskurður siðanefndar Læknafélags Íslands, þar sem annar læknirinn hafði kært hinn. Í blaðinu birtust viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrám Páls, upplýsingar sem hann vissi ekki einu sinni um sjálfur. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöð að óheimilt hafi verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls. Páll höfðaði síðar skaðabótamál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins. Fór svo að Páll fékk skaðabætur frá blaðinu og Læknafélaginu. Málið Páls var tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjaness árið 2013 og Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2016 en í júní 2016 úrskurðaði Persónuvernd að vinnsla dómstólanna á persónuupplýsingum Páls hafi ekki verið í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hæstiréttur fjallaði einnig um mál Páls og var, eftir að dómar féllu hjá dómstólunum, nafn hans birt á vefsíðu dómstóla auk þess sem upplýsingar um heilsufar hans var þar að finna. Hefði farið með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu Páll segir í samtali við RÚV að bæturnar sem hann hafi fengið hafi verið töluvert lægri en þær sem hann fór fram á. Bæturnar dugi ekki fyrir kostnaði hans við málið. Vegna ástandsins í samfélaginu hafi hann ákveðið að samþykkja sættir, en ef ekki hefði verið fyrir faraldurinn hefði hann leitað til mannréttindadómstóls Evrópu. Dómsmál Dómstólar Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Páll Sverrisson hefur fengið milljónir króna í bætur vegna ítrekaðra birtinga á viðkvæmum persónuupplýsingum um hann af hálfu dómstóla. Þar að auki hefur hann fengið skriflega afsökunarbeiðni frá dómsmálaráðherra vegna málsins. Páll staðfesti þetta í samtali við RÚV og sagði hann ríkislögmann, sem árið 2018 komst að þeirri niðurstöðu að þrír dómstólar væru bótaskyldir vegna birtinga persónuupplýsinga, hafi boðið honum 200 þúsund krónur í bætur. Ef því yrði ekki tekið gæti hann leitað til dómstóla. Vissi ekki um upplýsingarnar sjálfur Haustið 2011 birtist umfjöllun í Læknablaðinu sem sneri að deilu tveggja lækna um alvarlega áverka sem Páll hlaut við byltu. Í blaðinu birtist úrskurður siðanefndar Læknafélags Íslands, þar sem annar læknirinn hafði kært hinn. Í blaðinu birtust viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrám Páls, upplýsingar sem hann vissi ekki einu sinni um sjálfur. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöð að óheimilt hafi verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls. Páll höfðaði síðar skaðabótamál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins. Fór svo að Páll fékk skaðabætur frá blaðinu og Læknafélaginu. Málið Páls var tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjaness árið 2013 og Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2016 en í júní 2016 úrskurðaði Persónuvernd að vinnsla dómstólanna á persónuupplýsingum Páls hafi ekki verið í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hæstiréttur fjallaði einnig um mál Páls og var, eftir að dómar féllu hjá dómstólunum, nafn hans birt á vefsíðu dómstóla auk þess sem upplýsingar um heilsufar hans var þar að finna. Hefði farið með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu Páll segir í samtali við RÚV að bæturnar sem hann hafi fengið hafi verið töluvert lægri en þær sem hann fór fram á. Bæturnar dugi ekki fyrir kostnaði hans við málið. Vegna ástandsins í samfélaginu hafi hann ákveðið að samþykkja sættir, en ef ekki hefði verið fyrir faraldurinn hefði hann leitað til mannréttindadómstóls Evrópu.
Dómsmál Dómstólar Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira