Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 18:20 Árásarmaðurinn birti myndir af líkinu á Twitter. AP Photo/Michel Euler Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. Maðurinn birti síðar myndir af líki Samuel Paty á samfélagsmiðlum. Samuel Paty, 47 ára sögu- og landafræðikennari, hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed og er það talin kveikjan að árásinni. Árásarmaðurinn skaut síðar í gær úr loftbyssu í átt að lögreglu sem svo skaut hann til bana. Níu hafa verið handtekin í tengslum við árásina og er nú rannsakað hvort þau hafi tengsl við íslamska hryðjuverkahópa. Franska hryðjuverkalögreglan hefur borið kennsl á árásarmanninn, sem hét Abdoulakh A., og var átján ára gamall. Hann er af téténskum ættum en fæddist í Moskvu. Abdoulakh sótti um hæli í Frakklandi sem drengur og var hann hryðjuverkalögreglunni óþekktur. Birti myndir af líkinu á Twitter Árásarmaðurinn er ekki talinn hafa haft nein tengsl við Paty eða skólann en hann var búsettur í Évreux í Normandy, um hundrað kílómetrum frá árásarstaðnum. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en aðeins fyrir smábrot. Hann er sagður hafa farið í skólann sem Paty kenndi við síðdegis á föstudag og beðið nemendur skólans að benda á Paty. Hann elti svo Paty á leið hans heim og réðst á hann með hníf. Eftir að hafa veitt Paty nokkra höfuðáverka með hnífnum afhöfðaði hann Paty. Abdoulakh birti myndir af líkinu á Twitter auk þess sem hann sagði Emmanuel Macron og Frakka alla „heiðingja“ og „hunda.“ Þegar lögregla nálgaðist hann skaut hann að þeim með loftbyssu. Lögreglan svaraði í sömu mynt en hann var skotinn alls níu sinnum áður en hann dó. Um 30 sentímetra hnífur fannst á vettvangi. Frakkland Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. Maðurinn birti síðar myndir af líki Samuel Paty á samfélagsmiðlum. Samuel Paty, 47 ára sögu- og landafræðikennari, hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed og er það talin kveikjan að árásinni. Árásarmaðurinn skaut síðar í gær úr loftbyssu í átt að lögreglu sem svo skaut hann til bana. Níu hafa verið handtekin í tengslum við árásina og er nú rannsakað hvort þau hafi tengsl við íslamska hryðjuverkahópa. Franska hryðjuverkalögreglan hefur borið kennsl á árásarmanninn, sem hét Abdoulakh A., og var átján ára gamall. Hann er af téténskum ættum en fæddist í Moskvu. Abdoulakh sótti um hæli í Frakklandi sem drengur og var hann hryðjuverkalögreglunni óþekktur. Birti myndir af líkinu á Twitter Árásarmaðurinn er ekki talinn hafa haft nein tengsl við Paty eða skólann en hann var búsettur í Évreux í Normandy, um hundrað kílómetrum frá árásarstaðnum. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en aðeins fyrir smábrot. Hann er sagður hafa farið í skólann sem Paty kenndi við síðdegis á föstudag og beðið nemendur skólans að benda á Paty. Hann elti svo Paty á leið hans heim og réðst á hann með hníf. Eftir að hafa veitt Paty nokkra höfuðáverka með hnífnum afhöfðaði hann Paty. Abdoulakh birti myndir af líkinu á Twitter auk þess sem hann sagði Emmanuel Macron og Frakka alla „heiðingja“ og „hunda.“ Þegar lögregla nálgaðist hann skaut hann að þeim með loftbyssu. Lögreglan svaraði í sömu mynt en hann var skotinn alls níu sinnum áður en hann dó. Um 30 sentímetra hnífur fannst á vettvangi.
Frakkland Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira