16 ára piltur fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 06:42 Pilturinn var með brotna tönn og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Vísir/Vilhelm Laust fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um líkamsárás í hverfi 108 í Reykjavík. Að því er segir í dagbók lögreglu höfðu þar tveir 16 til 17 ára drengir ráðist á einn 16 ára dreng. Var hann með brotna tönn og var honum ekið á slysadeild til aðhlynningar. Málið er í rannsókn. Um svipað leyti var tilkynnt um þjófnað úr verslun úti á Granda. Kona var handtekin á vettvangi grunuð um þjófnaðinn. Hún hafði engin skilríki meðferðis og sagðist vera erlendur ferðamaður. Konan var vistuð í fangageymslu. Brimbrettaslys við Gróttu Upp úr klukkan sex í gærkvöldi var lögreglu síðan tilkynnt um slys við Gróttu. Maður sem hafði verið við leik í sjónum þar á brimbretti með fallhlíf tókst á loft og lenti á grjóthleðslu í fjörunni. Maðurinn var mögulega ökklabrotinn og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá var lögreglunni tilkynnt um rán í veitingasölu í miðbænum á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður náð að ræna reiðufé en var farinn af vettvangi þegar lögregla kom. Hinn grunaði var handtekinn um 20 mínútum síðar en var þá kominn út á Granda. Var maðurinn vistaður í fangageymslu. Að því er segir í dagbók lögreglu hefur hún þurft að hafa ítrekuð afskipti af manninum vegna samskonar brota síðustu daga, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Eftirlit með veitingastöðum Lögreglan hafði einnig eftirlit með veitingastöðum í Kópavogi og Breiðholti í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að ástandið hafi verið gott, margir staðir hafi verið lokaðir en þeir sem voru með opið voru með sóttvarnir og tveggja metra regluna í lagi. Þá voru nokkrir teknir fyrir of hraðan akstur, meðal annars 17 ára gamall ökumaður sem var stöðvaður á 117 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni en þar er hámarkshraði 80 km/klst. Forráðamanni var kynnt málið og tilkynning send til Barnaverndar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Laust fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um líkamsárás í hverfi 108 í Reykjavík. Að því er segir í dagbók lögreglu höfðu þar tveir 16 til 17 ára drengir ráðist á einn 16 ára dreng. Var hann með brotna tönn og var honum ekið á slysadeild til aðhlynningar. Málið er í rannsókn. Um svipað leyti var tilkynnt um þjófnað úr verslun úti á Granda. Kona var handtekin á vettvangi grunuð um þjófnaðinn. Hún hafði engin skilríki meðferðis og sagðist vera erlendur ferðamaður. Konan var vistuð í fangageymslu. Brimbrettaslys við Gróttu Upp úr klukkan sex í gærkvöldi var lögreglu síðan tilkynnt um slys við Gróttu. Maður sem hafði verið við leik í sjónum þar á brimbretti með fallhlíf tókst á loft og lenti á grjóthleðslu í fjörunni. Maðurinn var mögulega ökklabrotinn og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá var lögreglunni tilkynnt um rán í veitingasölu í miðbænum á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður náð að ræna reiðufé en var farinn af vettvangi þegar lögregla kom. Hinn grunaði var handtekinn um 20 mínútum síðar en var þá kominn út á Granda. Var maðurinn vistaður í fangageymslu. Að því er segir í dagbók lögreglu hefur hún þurft að hafa ítrekuð afskipti af manninum vegna samskonar brota síðustu daga, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Eftirlit með veitingastöðum Lögreglan hafði einnig eftirlit með veitingastöðum í Kópavogi og Breiðholti í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að ástandið hafi verið gott, margir staðir hafi verið lokaðir en þeir sem voru með opið voru með sóttvarnir og tveggja metra regluna í lagi. Þá voru nokkrir teknir fyrir of hraðan akstur, meðal annars 17 ára gamall ökumaður sem var stöðvaður á 117 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni en þar er hámarkshraði 80 km/klst. Forráðamanni var kynnt málið og tilkynning send til Barnaverndar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira