16 ára piltur fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 06:42 Pilturinn var með brotna tönn og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Vísir/Vilhelm Laust fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um líkamsárás í hverfi 108 í Reykjavík. Að því er segir í dagbók lögreglu höfðu þar tveir 16 til 17 ára drengir ráðist á einn 16 ára dreng. Var hann með brotna tönn og var honum ekið á slysadeild til aðhlynningar. Málið er í rannsókn. Um svipað leyti var tilkynnt um þjófnað úr verslun úti á Granda. Kona var handtekin á vettvangi grunuð um þjófnaðinn. Hún hafði engin skilríki meðferðis og sagðist vera erlendur ferðamaður. Konan var vistuð í fangageymslu. Brimbrettaslys við Gróttu Upp úr klukkan sex í gærkvöldi var lögreglu síðan tilkynnt um slys við Gróttu. Maður sem hafði verið við leik í sjónum þar á brimbretti með fallhlíf tókst á loft og lenti á grjóthleðslu í fjörunni. Maðurinn var mögulega ökklabrotinn og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá var lögreglunni tilkynnt um rán í veitingasölu í miðbænum á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður náð að ræna reiðufé en var farinn af vettvangi þegar lögregla kom. Hinn grunaði var handtekinn um 20 mínútum síðar en var þá kominn út á Granda. Var maðurinn vistaður í fangageymslu. Að því er segir í dagbók lögreglu hefur hún þurft að hafa ítrekuð afskipti af manninum vegna samskonar brota síðustu daga, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Eftirlit með veitingastöðum Lögreglan hafði einnig eftirlit með veitingastöðum í Kópavogi og Breiðholti í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að ástandið hafi verið gott, margir staðir hafi verið lokaðir en þeir sem voru með opið voru með sóttvarnir og tveggja metra regluna í lagi. Þá voru nokkrir teknir fyrir of hraðan akstur, meðal annars 17 ára gamall ökumaður sem var stöðvaður á 117 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni en þar er hámarkshraði 80 km/klst. Forráðamanni var kynnt málið og tilkynning send til Barnaverndar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Laust fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um líkamsárás í hverfi 108 í Reykjavík. Að því er segir í dagbók lögreglu höfðu þar tveir 16 til 17 ára drengir ráðist á einn 16 ára dreng. Var hann með brotna tönn og var honum ekið á slysadeild til aðhlynningar. Málið er í rannsókn. Um svipað leyti var tilkynnt um þjófnað úr verslun úti á Granda. Kona var handtekin á vettvangi grunuð um þjófnaðinn. Hún hafði engin skilríki meðferðis og sagðist vera erlendur ferðamaður. Konan var vistuð í fangageymslu. Brimbrettaslys við Gróttu Upp úr klukkan sex í gærkvöldi var lögreglu síðan tilkynnt um slys við Gróttu. Maður sem hafði verið við leik í sjónum þar á brimbretti með fallhlíf tókst á loft og lenti á grjóthleðslu í fjörunni. Maðurinn var mögulega ökklabrotinn og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá var lögreglunni tilkynnt um rán í veitingasölu í miðbænum á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður náð að ræna reiðufé en var farinn af vettvangi þegar lögregla kom. Hinn grunaði var handtekinn um 20 mínútum síðar en var þá kominn út á Granda. Var maðurinn vistaður í fangageymslu. Að því er segir í dagbók lögreglu hefur hún þurft að hafa ítrekuð afskipti af manninum vegna samskonar brota síðustu daga, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Eftirlit með veitingastöðum Lögreglan hafði einnig eftirlit með veitingastöðum í Kópavogi og Breiðholti í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að ástandið hafi verið gott, margir staðir hafi verið lokaðir en þeir sem voru með opið voru með sóttvarnir og tveggja metra regluna í lagi. Þá voru nokkrir teknir fyrir of hraðan akstur, meðal annars 17 ára gamall ökumaður sem var stöðvaður á 117 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni en þar er hámarkshraði 80 km/klst. Forráðamanni var kynnt málið og tilkynning send til Barnaverndar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira