Handtekinn fyrir að hafa hrópað að ungmennum og berað sig Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. október 2020 12:24 Ekki hefur fengist staðfest hvar nákvæmlega maðurinn hélt sig annað en að hann hafi verið á reiðhjóli í Laugardalnum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Að minnsta kosti tvívegis hefur lögregla þurft að handtaka ölvaðan karlmann á fertugsaldri í Laugardalnum sem ýmist hefur hrópað að krökkum að leik eða berað sig fyrir þeim. Umræddur maður hefur ítrekað snúið til baka, síðast á laugardag. Í gærkvöldi sendi Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar, foreldrum barna sem æfa hjá félaginu tölvupóst þar sem hann greinir frá málinu. Umræddur karlmaður sé iðulega á reiðhjóli og í kringum fertugt. Hann hafi haldið til í Laugardalnum, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna sem var á leið að eða frá íþróttasvæði félagsins. „Við getum svo sem lítið gert annað en að vera með varann á okkur. Nú er þetta náttúrulega þannig að það er í rauninni æfingabann; skipulagðar æfingar eru ekki heimilaðar ennþá. Krakkarnir eru þannig ekki mikið hér með þjálfurum sínum, þeir koma bara og eru að leika sér hérna á svæðinu.“ Lítið úrræði séu í boði og því hefur maðurinn verið látinn laus að lokinni handtöku og skýrslutöku. Þórir segir að maðurinn hafi snúið til aftur í Laugardalinn og að sagan hafi endurtekið sig. Maðurinn var handtekinn síðast á laugardag. Þórir hefur látið félagsmálayfirvöld vita en ekki fengið nein svör enn sem komið er. Í millitíðinni biður hann foreldra og börn að vera meðvituð um málið. „Ég vil aðallega að þau séu upplýst um þetta. Þau hafi varann á sér. Ég hef send foreldrum og forráðamönnum tölupóst um málið. Ég beini því til krakkanna að aðgengi að vellinum er við félagsheimilið þar sem við getum betur fylgst með. Það er búið að loka vellinum annars staðar þannig að það er bara einn inngangur á hann núna,“ sagði Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar. Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira
Að minnsta kosti tvívegis hefur lögregla þurft að handtaka ölvaðan karlmann á fertugsaldri í Laugardalnum sem ýmist hefur hrópað að krökkum að leik eða berað sig fyrir þeim. Umræddur maður hefur ítrekað snúið til baka, síðast á laugardag. Í gærkvöldi sendi Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar, foreldrum barna sem æfa hjá félaginu tölvupóst þar sem hann greinir frá málinu. Umræddur karlmaður sé iðulega á reiðhjóli og í kringum fertugt. Hann hafi haldið til í Laugardalnum, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna sem var á leið að eða frá íþróttasvæði félagsins. „Við getum svo sem lítið gert annað en að vera með varann á okkur. Nú er þetta náttúrulega þannig að það er í rauninni æfingabann; skipulagðar æfingar eru ekki heimilaðar ennþá. Krakkarnir eru þannig ekki mikið hér með þjálfurum sínum, þeir koma bara og eru að leika sér hérna á svæðinu.“ Lítið úrræði séu í boði og því hefur maðurinn verið látinn laus að lokinni handtöku og skýrslutöku. Þórir segir að maðurinn hafi snúið til aftur í Laugardalinn og að sagan hafi endurtekið sig. Maðurinn var handtekinn síðast á laugardag. Þórir hefur látið félagsmálayfirvöld vita en ekki fengið nein svör enn sem komið er. Í millitíðinni biður hann foreldra og börn að vera meðvituð um málið. „Ég vil aðallega að þau séu upplýst um þetta. Þau hafi varann á sér. Ég hef send foreldrum og forráðamönnum tölupóst um málið. Ég beini því til krakkanna að aðgengi að vellinum er við félagsheimilið þar sem við getum betur fylgst með. Það er búið að loka vellinum annars staðar þannig að það er bara einn inngangur á hann núna,“ sagði Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar. Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira