Jóhann Berg byrjaði í fyrsta markalausa jafnteflinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 18:20 Jóhann Berg Guðmundsson sækir að marki WBA í kvöld. Andrew Kearns/CameraSport/Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson spilaði í rúman klukkutíma er WBA og Burnley gerðu markalaust jafntefli í næst síðasta leik fimmtu umferðar enska boltans. Þetta var fyrsta markalausa jafntefli tímabilsins. Leikurinn var alls ekki mikið fyrir augað. Bæði lið vörðust fimlega en illa tókst að skapa sér mörg opin marktækifæri og niðurstaðan varð að endingu, eins og áður segir, markalaust jafntefli. The first 0-0 of the 2020-21 Premier League season arrives in the 47th game.We had a good run. — Squawka Football (@Squawka) October 19, 2020 Jóhann Berg Guðmundsson spilaði í 69 mínútur í byrjunarliðinu sem eru góðar fréttir fyrir hann en hann hefur verið mikið meiddur á árinu. Þetta var fyrsta stig Burnley í ár en þeir hafa spilað fjóra leiki á meðan WBA er með tvö stig eftir fyrstu fimm leikina. Enski boltinn
Jóhann Berg Guðmundsson spilaði í rúman klukkutíma er WBA og Burnley gerðu markalaust jafntefli í næst síðasta leik fimmtu umferðar enska boltans. Þetta var fyrsta markalausa jafntefli tímabilsins. Leikurinn var alls ekki mikið fyrir augað. Bæði lið vörðust fimlega en illa tókst að skapa sér mörg opin marktækifæri og niðurstaðan varð að endingu, eins og áður segir, markalaust jafntefli. The first 0-0 of the 2020-21 Premier League season arrives in the 47th game.We had a good run. — Squawka Football (@Squawka) October 19, 2020 Jóhann Berg Guðmundsson spilaði í 69 mínútur í byrjunarliðinu sem eru góðar fréttir fyrir hann en hann hefur verið mikið meiddur á árinu. Þetta var fyrsta stig Burnley í ár en þeir hafa spilað fjóra leiki á meðan WBA er með tvö stig eftir fyrstu fimm leikina.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti