Lífið

Ingó lyftir Jóni Viðari upp í faraldrinum

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi setti inn færslu á Facebook síðu sinni um helgina þar sem hann hrósar þættinum Í kvöld er gigg sem er í umsjón tónlistarmannsins Ingó Veðurguðs. 
Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi setti inn færslu á Facebook síðu sinni um helgina þar sem hann hrósar þættinum Í kvöld er gigg sem er í umsjón tónlistarmannsins Ingó Veðurguðs.  Samsett mynd

Jón Viðar Jónsson, einn þekktasti gagnrýnandi landsins, fór fögrum orðum um þáttinn Í kvöld er gigg á Facebook síðu sinni um helgina. Jón Viðar er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og hefur gagnrýni hans oft á tíðum þótt ansi óvægin. Sjálfur hefur hann þó sagt það í viðtölum að hann segi bara sannleikann. 

Í færslu sinni segir hann þættina Í kvöld er gigg „eitt besta efni sem íslenskt sjónvarp býður upp á um þessar mundir“ og vera fína upplyftingu í faraldrinum.

Þessir þættir með Ingólfi Þórarinssyni, Ingó veðurguð, sem eru á eftir fréttum Stöðvar 2 á föstudögum, eru eitt besta...

Posted by Jón Viðar Jónsson on Laugardagur, 17. október 2020

Í rúm fjörutíu ár hefur Jón Viðar starfað sem leikhúsgagnrýnandi og er hann einn af lærðari Íslendingum í leikhúsfræðum. Ferilinn sinn sem gagnrýnandi byrjaði hann á Þjóðviljanum en nú í seinni tíð hefur hann meðal annars skrifað leikhúsgagnrýni á sérstakri Facebook síðu sem heitir einfaldlega Jón Viðar gagnrýnir.

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð stýrir sínum fyrsta tónlistarþætti sem hóf göngu sína á Stöð 2 í haust. Það mætti segja að Ingó sé einn þekktasti giggari landsins en hann hefur meðal annars stýrt brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Eyjum undanfarin ár auk þess sem hann samdi lag hátíðarinnar í ár. 


Tengdar fréttir

Sjáðu magnaðan flutning Magna á laginu Heroes

Það var var glatt á hjalla og mikil stemmning þetta föstudagskvöldið í þættinum Í kvöld er gigg. Gestir þáttarins að þessu sinni voru engir aðrir en stórsöngvararnir og gleðitríóið þeir Matti Matt, Magni Ásgeirs og Jónsi í svörtum fötum.

Draumaprins Röggu Gísla

Síðasta föstudagskvöld heillaði Ragga Gísla landann upp úr skónum með einstökum sjarma sínum í þættinum Í kvöld er gigg. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.