Staða vímuefnaneytenda það slæm að skelfilegt ástand í íbúðinni kom lítið á óvart Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2020 19:00 Hópur fólks í virkri neyslu hélt til í húsi sem kviknaði í fyrir helgi og voru tveir þeirra með kórónuveirusmit. Leita þurfti að hátt í tuttugu manns til að taka af þeim sýni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – Félags fanga, hefur áhyggjur af stöðu fíkla í heimsfaraldrinum og kallar eftir frekari úrræðum. „Staða virkra vímuefnaneytenda, heimilislausra og fyrrverandi fanga er mjög slæm. Þeir búa við skert aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu og það eru engar meðferðir í boði fyrir þennan hóp,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Þóroddsson gagnrýnir stjórnvöld fyrir úrræðaleysi. Hann kallar eftir fjölgun neyslurýma og annarra úrræða. Vísir/Sigurjón Síbrotagæsla í kjölfar brunans Ástandið í íbúðinni var afar slæmt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og ljóst að þar var mikil óregla. Eldsupptök eru ókunn, en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn málsins. Ein kona hefur verið færð í síbrotagæslu vegna gruns um aðild að brunanum auk annarra brota. Hún er á meðal þeirra sem héldu til í húsnæðinu en lögregla þurfti að hafa uppi á hátt í tuttugu manns til þess að taka af þeim sýni í kjölfar málsins. Hér er búið að hreinsa upp það mesta úr íbúðinni, þó enn séu að finna sprautur og poka utan af fíkniefnum.Vísir/Sigurjón Mikilvægt að fjölga neyslurýmum Guðmundur Ingi segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft mikil áhrif á fólk í neyslu. Vísbendingar séu um að neyslan sé orðin harðari, efnin dýrari og erfiðara sé fyrir það að leita sér almennrar heilbrigðisþjónustu. Hann segir opnun þriðja farsóttahússins þó vera jákvætt skref og bendir á að Reykjavíkurborg hafi staðið sína plikt að undanförnu – sem stjórnvöld og önnur sveitarfélög þurfi að taka sér til fyrirmyndar. Ástandið í íbúðinni hafi verið sorglegt en komi þó lítið á óvart í ljósi stöðunnar. „Þetta kemur ekkert á óvart. Það er algjör mýta að við á Íslandi eigum bestu meðferðarstöðvar í heimi. Við eigum ekki meðferðir fyrir þennan hóp og það er alveg kominn tími á að rannsaka það, og gera rannsóknir á hvað virkar og hvað virkar ekki. Við getum ekki verið að henda mörg hundruð milljónum á ári í bara eitthvað.“ Fjölga þurfi neyslurýmum og úrræðum sem fólk geti meðal annars leitað í í faraldrinum. „Í dag er skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp. Hann er ekki að nýta sér fjarfundabúnað og kannski ekki að huga mjög vel að sóttvörnum. Þannig að staðan hefur versnað.“ Um er að ræða leiguíbúð við Samtún í Reykjavík. Mikil óregla hafði verið í íbúðinni og lögregla reglulega kölluð til vegna hávaða. Vísir/Sigurjón Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Reykjavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Hópur fólks í virkri neyslu hélt til í húsi sem kviknaði í fyrir helgi og voru tveir þeirra með kórónuveirusmit. Leita þurfti að hátt í tuttugu manns til að taka af þeim sýni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – Félags fanga, hefur áhyggjur af stöðu fíkla í heimsfaraldrinum og kallar eftir frekari úrræðum. „Staða virkra vímuefnaneytenda, heimilislausra og fyrrverandi fanga er mjög slæm. Þeir búa við skert aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu og það eru engar meðferðir í boði fyrir þennan hóp,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Þóroddsson gagnrýnir stjórnvöld fyrir úrræðaleysi. Hann kallar eftir fjölgun neyslurýma og annarra úrræða. Vísir/Sigurjón Síbrotagæsla í kjölfar brunans Ástandið í íbúðinni var afar slæmt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og ljóst að þar var mikil óregla. Eldsupptök eru ókunn, en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn málsins. Ein kona hefur verið færð í síbrotagæslu vegna gruns um aðild að brunanum auk annarra brota. Hún er á meðal þeirra sem héldu til í húsnæðinu en lögregla þurfti að hafa uppi á hátt í tuttugu manns til þess að taka af þeim sýni í kjölfar málsins. Hér er búið að hreinsa upp það mesta úr íbúðinni, þó enn séu að finna sprautur og poka utan af fíkniefnum.Vísir/Sigurjón Mikilvægt að fjölga neyslurýmum Guðmundur Ingi segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft mikil áhrif á fólk í neyslu. Vísbendingar séu um að neyslan sé orðin harðari, efnin dýrari og erfiðara sé fyrir það að leita sér almennrar heilbrigðisþjónustu. Hann segir opnun þriðja farsóttahússins þó vera jákvætt skref og bendir á að Reykjavíkurborg hafi staðið sína plikt að undanförnu – sem stjórnvöld og önnur sveitarfélög þurfi að taka sér til fyrirmyndar. Ástandið í íbúðinni hafi verið sorglegt en komi þó lítið á óvart í ljósi stöðunnar. „Þetta kemur ekkert á óvart. Það er algjör mýta að við á Íslandi eigum bestu meðferðarstöðvar í heimi. Við eigum ekki meðferðir fyrir þennan hóp og það er alveg kominn tími á að rannsaka það, og gera rannsóknir á hvað virkar og hvað virkar ekki. Við getum ekki verið að henda mörg hundruð milljónum á ári í bara eitthvað.“ Fjölga þurfi neyslurýmum og úrræðum sem fólk geti meðal annars leitað í í faraldrinum. „Í dag er skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp. Hann er ekki að nýta sér fjarfundabúnað og kannski ekki að huga mjög vel að sóttvörnum. Þannig að staðan hefur versnað.“ Um er að ræða leiguíbúð við Samtún í Reykjavík. Mikil óregla hafði verið í íbúðinni og lögregla reglulega kölluð til vegna hávaða. Vísir/Sigurjón
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Reykjavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira