Fengu hvorki ferðamenn né „eðlilegt líf“ innanlands Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 19:00 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna erfiða hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafi komur ferðamanna verið mun færri en undanfarin ár og staðan aðeins versnað þegar aðgerðir á landamærunum voru hertar í ágúst. Nú sé þeim tilmælum beint til fólks að ferðast sem minnst innanlands, sem bæti gráu ofan á svart. „Auðvitað verðum við að sýna þessu skilning og reyna að fara eftir þessum fyrirmælum sem er verið að gefa okkur, og ég vona að fólk geri það sem best. Þetta eykur samt á þann vanda sem okkar fyrirtæki standa frammi fyrir; tekjuleysi að miklu leyti til yfir allan veturinn,“ sagði Jóhannes Þór í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Að sögn Jóhannesar koma þessi nýjustu tilmæli sérstaklega illa niður á þeim rekstraraðilum sem hafa treyst á Íslendinga yfir vetrartímann og boðið upp á gistingu og mat á sérstökum tilboðum. Það sé sérstaklega algengt á Suðurlandi og norður á Akureyri, enda margir sem fari í helgarferðir þangað frá höfuðborgarsvæðinu. „En um allt land eru fyrirtæki að reyna að gera það besta úr stöðunni sem þau geta. Þessi tilmæli og staðan undanfarnar tvær vikur hafa gert það að verkum að þessi fyrirtæki hafa sum hver þurft að loka og segja gestum að þau geti því miður ekki uppfyllt þessi tilboð sem þau hafa verið að gefa.“ Innanlandsfaraldur skömmu eftir hertar aðgerðir Jóhannes segir sömu sögu vera að segja af veitingahúsarekstri um allt land. Staðan sé þó afar erfið á höfuðborgarsvæðinu, því rekstrarkostnaður sé hár en tekjurnar mun minni en áður. Þá sé ákveðið svekkelsi að sú áætlun, að herða aðgerðir á landamærunum til þess að viðhalda nokkuð „eðlilegu“ lífi innanlands, hafi ekki gengið upp. „Við erum kannski svekktust með að eftir að það var lokað hér í ágúst á komur ferðamanna, með því fororði að við gætum haft eðlilegt líf, eins og það var orðað, hér innanlands. Við höfum samt sem áður fengið hér heilmikinn innanlandsfaraldur, sem þýðir að við höfum kannski fengið í rauninni það versta út úr hvoru tveggja,“ segir Jóhannes. Það hafi þó verið viðbúið að faraldurinn tæki sig upp á ný. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að faraldurinn myndi að einhverju leyti koma aftur að hausti. Með svona veirufaraldra þarf maður að gera ráð fyrir því að þeir hagi sér eins og til dæmis inflúensufaraldrarnir gera, þegar kólnar í lofti þá koma þeir aftur á haustin og vorin.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn hjá aðilum í ferðaþjónustu, enda fæstir á faraldsfæti.Vísir/Vilhelm Ákveðinn hópur sem ferðast enn Að sögn Jóhannesar var búist við mögulega 550 til 600 þúsund ferðamönnum til landsins í ár, mun færri en undanfarin ár, en með hertum aðgerðum á landamærunum hafi sú spá lækkað um næstum 100 þúsund ferðamenn. Það sé gríðarlegt tap fyrir fyrirtækin sem hlaupi á tugum milljarða. Hann segir alls ekki svo að enginn vilji ferðast. „Menn segja nú stundum: Bíddu er fólk eitthvað að ferðast? Er ekki faraldur á uppleið um alla Evrópu? Þá höfum við séð það að sá hópur sem við vorum að flytja til landsins í sumar og sá hópur sem er enn að ferðast um Evrópu og hefur þá áfram verið að koma til Íslands, það er fólk sem er tilbúið að ferðast þrátt fyrir faraldurinn,“ segir Jóhannes og bætir við að það geti skipt verulegu máli fyrir þau fyrirtæki sem berjast í bökkum. Það er kannski ekki stór hópur, en við þurfum ekkert gríðarlegan fjölda til þess að fá eitthvað af tekjum inn sem hefði hjálpað mjög við að halda svona grunnþjónustu, að halda fyrirtækjunum í öndunarvél í vetur.“ Hann segir ótrúlegt hversu lengi sum fyrirtæki hafa þraukað, en hann kveðst þó ekki bjartsýnn á næstu mánuði: „Þetta verður gríðarlega erfiður vetur.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jóhannes Þór í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna erfiða hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafi komur ferðamanna verið mun færri en undanfarin ár og staðan aðeins versnað þegar aðgerðir á landamærunum voru hertar í ágúst. Nú sé þeim tilmælum beint til fólks að ferðast sem minnst innanlands, sem bæti gráu ofan á svart. „Auðvitað verðum við að sýna þessu skilning og reyna að fara eftir þessum fyrirmælum sem er verið að gefa okkur, og ég vona að fólk geri það sem best. Þetta eykur samt á þann vanda sem okkar fyrirtæki standa frammi fyrir; tekjuleysi að miklu leyti til yfir allan veturinn,“ sagði Jóhannes Þór í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Að sögn Jóhannesar koma þessi nýjustu tilmæli sérstaklega illa niður á þeim rekstraraðilum sem hafa treyst á Íslendinga yfir vetrartímann og boðið upp á gistingu og mat á sérstökum tilboðum. Það sé sérstaklega algengt á Suðurlandi og norður á Akureyri, enda margir sem fari í helgarferðir þangað frá höfuðborgarsvæðinu. „En um allt land eru fyrirtæki að reyna að gera það besta úr stöðunni sem þau geta. Þessi tilmæli og staðan undanfarnar tvær vikur hafa gert það að verkum að þessi fyrirtæki hafa sum hver þurft að loka og segja gestum að þau geti því miður ekki uppfyllt þessi tilboð sem þau hafa verið að gefa.“ Innanlandsfaraldur skömmu eftir hertar aðgerðir Jóhannes segir sömu sögu vera að segja af veitingahúsarekstri um allt land. Staðan sé þó afar erfið á höfuðborgarsvæðinu, því rekstrarkostnaður sé hár en tekjurnar mun minni en áður. Þá sé ákveðið svekkelsi að sú áætlun, að herða aðgerðir á landamærunum til þess að viðhalda nokkuð „eðlilegu“ lífi innanlands, hafi ekki gengið upp. „Við erum kannski svekktust með að eftir að það var lokað hér í ágúst á komur ferðamanna, með því fororði að við gætum haft eðlilegt líf, eins og það var orðað, hér innanlands. Við höfum samt sem áður fengið hér heilmikinn innanlandsfaraldur, sem þýðir að við höfum kannski fengið í rauninni það versta út úr hvoru tveggja,“ segir Jóhannes. Það hafi þó verið viðbúið að faraldurinn tæki sig upp á ný. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að faraldurinn myndi að einhverju leyti koma aftur að hausti. Með svona veirufaraldra þarf maður að gera ráð fyrir því að þeir hagi sér eins og til dæmis inflúensufaraldrarnir gera, þegar kólnar í lofti þá koma þeir aftur á haustin og vorin.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn hjá aðilum í ferðaþjónustu, enda fæstir á faraldsfæti.Vísir/Vilhelm Ákveðinn hópur sem ferðast enn Að sögn Jóhannesar var búist við mögulega 550 til 600 þúsund ferðamönnum til landsins í ár, mun færri en undanfarin ár, en með hertum aðgerðum á landamærunum hafi sú spá lækkað um næstum 100 þúsund ferðamenn. Það sé gríðarlegt tap fyrir fyrirtækin sem hlaupi á tugum milljarða. Hann segir alls ekki svo að enginn vilji ferðast. „Menn segja nú stundum: Bíddu er fólk eitthvað að ferðast? Er ekki faraldur á uppleið um alla Evrópu? Þá höfum við séð það að sá hópur sem við vorum að flytja til landsins í sumar og sá hópur sem er enn að ferðast um Evrópu og hefur þá áfram verið að koma til Íslands, það er fólk sem er tilbúið að ferðast þrátt fyrir faraldurinn,“ segir Jóhannes og bætir við að það geti skipt verulegu máli fyrir þau fyrirtæki sem berjast í bökkum. Það er kannski ekki stór hópur, en við þurfum ekkert gríðarlegan fjölda til þess að fá eitthvað af tekjum inn sem hefði hjálpað mjög við að halda svona grunnþjónustu, að halda fyrirtækjunum í öndunarvél í vetur.“ Hann segir ótrúlegt hversu lengi sum fyrirtæki hafa þraukað, en hann kveðst þó ekki bjartsýnn á næstu mánuði: „Þetta verður gríðarlega erfiður vetur.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jóhannes Þór í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira