Utanríkisráðherra Danmerkur tilkynntur til lögreglu fyrir nauðgun Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 19:45 Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur. Getty/Ole Jensen Lögreglunni á Jótlandi hafa borist tilkynningar frá almennum borgurum þar sem utanríkisráðherrann Jeppe Kofod er sakaður um að hafa nauðgað stúlku árið 2008. Kofod hefur áður gengist við því að hafa átt samræði við stúlkuna, sem var þá fimmtán ára gömul, en hann var sjálfur 34 ára á þeim tíma. Atvikið átti sér stað í gleðskap eftir málþing í lýðháskólanum í Esjberg páskana 2008. Þar var flutti Kofod erindi, en hann var þá þegar orðinn þingmaður fyrir Jafnaðarmannaflokkinn í Danmörku. Stúlkan var þeim tíma í ungliðahreyfingu flokksins. Þetta er eitt margra mála sem hafa nú komist aftur í umræðuna í Danmörku eftir að fleiri konur fóru að stíga fram og segja frá reynslu sinni, líkt og gerðist hér á landi í MeToo-bylgjunni svokölluðu. Frank Jensen, yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, sagði til að mynda af sér embætti í dag vegna ásakana í sinn garð. Kofod hefur játað að hafa átt samræði við stúlkuna og ræddi kynni þeirra í viðtali við TV2 fyrir um það bil mánuði. Þar sagðist hann hafa margoft séð eftir því sem gerðist og hann hafi axlað ábyrgð á þeim mistökum. „Ég veit að það er ekki nóg að biðjast afsökunar. Ég vildi að ég gæti hafa gert þetta öðruvísi. Það eina sem ég get gert núna er að sjá eftir þessu,“ sagði Kofod, sem sagði þetta vera stærstu mistök lífs síns. Samræðisaldur í Danmörku er fimmtán ár, en í tilkynningu frá lögreglu staðfestir hún að tilkynningarnar séu sumar hverjar um brot gegn 223. grein dönsku hegningarlaganna, sem oft er kölluð „kennaraákvæðið“, og er þar kveðið á um að samræðisaldur skuli miðast við átján ár þegar meint fórnarlamb á samræði við einstakling sem er í valda- eða ábyrgðarstöðu gagnvart því. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og samflokkskona Kofod, segist líta málið alvarlegum augum. Hún beri þó enn traust til hans sem utanríkisráðherra. MeToo Danmörk Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Lögreglunni á Jótlandi hafa borist tilkynningar frá almennum borgurum þar sem utanríkisráðherrann Jeppe Kofod er sakaður um að hafa nauðgað stúlku árið 2008. Kofod hefur áður gengist við því að hafa átt samræði við stúlkuna, sem var þá fimmtán ára gömul, en hann var sjálfur 34 ára á þeim tíma. Atvikið átti sér stað í gleðskap eftir málþing í lýðháskólanum í Esjberg páskana 2008. Þar var flutti Kofod erindi, en hann var þá þegar orðinn þingmaður fyrir Jafnaðarmannaflokkinn í Danmörku. Stúlkan var þeim tíma í ungliðahreyfingu flokksins. Þetta er eitt margra mála sem hafa nú komist aftur í umræðuna í Danmörku eftir að fleiri konur fóru að stíga fram og segja frá reynslu sinni, líkt og gerðist hér á landi í MeToo-bylgjunni svokölluðu. Frank Jensen, yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, sagði til að mynda af sér embætti í dag vegna ásakana í sinn garð. Kofod hefur játað að hafa átt samræði við stúlkuna og ræddi kynni þeirra í viðtali við TV2 fyrir um það bil mánuði. Þar sagðist hann hafa margoft séð eftir því sem gerðist og hann hafi axlað ábyrgð á þeim mistökum. „Ég veit að það er ekki nóg að biðjast afsökunar. Ég vildi að ég gæti hafa gert þetta öðruvísi. Það eina sem ég get gert núna er að sjá eftir þessu,“ sagði Kofod, sem sagði þetta vera stærstu mistök lífs síns. Samræðisaldur í Danmörku er fimmtán ár, en í tilkynningu frá lögreglu staðfestir hún að tilkynningarnar séu sumar hverjar um brot gegn 223. grein dönsku hegningarlaganna, sem oft er kölluð „kennaraákvæðið“, og er þar kveðið á um að samræðisaldur skuli miðast við átján ár þegar meint fórnarlamb á samræði við einstakling sem er í valda- eða ábyrgðarstöðu gagnvart því. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og samflokkskona Kofod, segist líta málið alvarlegum augum. Hún beri þó enn traust til hans sem utanríkisráðherra.
MeToo Danmörk Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira