Knattspyrnustjóri Barcelona gagnrýndi frammistöðu Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 10:31 Lionel Messi og félagar í Barcelona hafa ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum. Getty/David S. Bustamante Ronald Koeman kom inn með látum þegar hann tók við liði Barcelona í sumar en byrjunin inn á vellinum hefur ekki verið alltof sannfærandi. Í kvöld er komið að fyrsta Meistaradeildarleiknum undir hans stjórn. Það gekk mikið á hjá Barcelona í haust. Lionel Messi sættist á endanum að klára síðasta árið í samningi sínum en Argentínumaðurinn hafði áður tilkynnt það að hann væri á förum. Ronald Koeman losaði sig aftur á móti við Luis Suarez, góðan vin Lionel Messi, sem var ekki til að létta lundina hjá argentínska snillingnum. Ronald Koeman says Lionel Messi's performances "could be better".Read more: https://t.co/orAk26Gtpe pic.twitter.com/PNwpSYrAL3— BBC Sport (@BBCSport) October 20, 2020 Barcelona er bara í níunda sæti spænsku deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki. Liðið tapaði 1-0 á móti Getafe um helgina. Ronald Koeman gagnrýndi frammistöðu Lionel Messi á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Ferencvaros sem fer fram í Barcelona í kvöld. „Ég hef yfir engu að kvarta eða neinar efasemdir um það að hann sé ekki að leggja sig fram,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundinum en bætti svo við: „Eins og er þá mætti hann vera að spila betur. Hann er samt ánægður, hann vill spila og hann vill vera fyrirliði liðsins,“ sagði Koeman. "At this time of the season, his performance could be better"Ronald Koeman has sent a message to Lionel Messi ahead of their UCL game pic.twitter.com/peCOpLrbYR— Football Daily (@footballdaily) October 19, 2020 Lionel Messi er með eitt mark og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu deildarleikjum tímabilsins en hefur ekki komið að marki í síðustu tveimur leikjum. Barcelona hefur líka aðeins skorað eitt mark og náð í eitt stig út úr þeim. Philippe Coutinho skoraði markið á 10. mínútu í 1-1 jafntefli á móti Sevilla og hafa því Börsungar síðan ekki skorað mark í 170 mínútur. Messi sjálfur hefur nú spilað í 325 mínútur án þess að skora og eina markið hans á leiktíðinni kom úr vítaspyrnu í 4-0 sigri á Villarreal í fyrstu umferð. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Sjá meira
Ronald Koeman kom inn með látum þegar hann tók við liði Barcelona í sumar en byrjunin inn á vellinum hefur ekki verið alltof sannfærandi. Í kvöld er komið að fyrsta Meistaradeildarleiknum undir hans stjórn. Það gekk mikið á hjá Barcelona í haust. Lionel Messi sættist á endanum að klára síðasta árið í samningi sínum en Argentínumaðurinn hafði áður tilkynnt það að hann væri á förum. Ronald Koeman losaði sig aftur á móti við Luis Suarez, góðan vin Lionel Messi, sem var ekki til að létta lundina hjá argentínska snillingnum. Ronald Koeman says Lionel Messi's performances "could be better".Read more: https://t.co/orAk26Gtpe pic.twitter.com/PNwpSYrAL3— BBC Sport (@BBCSport) October 20, 2020 Barcelona er bara í níunda sæti spænsku deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki. Liðið tapaði 1-0 á móti Getafe um helgina. Ronald Koeman gagnrýndi frammistöðu Lionel Messi á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Ferencvaros sem fer fram í Barcelona í kvöld. „Ég hef yfir engu að kvarta eða neinar efasemdir um það að hann sé ekki að leggja sig fram,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundinum en bætti svo við: „Eins og er þá mætti hann vera að spila betur. Hann er samt ánægður, hann vill spila og hann vill vera fyrirliði liðsins,“ sagði Koeman. "At this time of the season, his performance could be better"Ronald Koeman has sent a message to Lionel Messi ahead of their UCL game pic.twitter.com/peCOpLrbYR— Football Daily (@footballdaily) October 19, 2020 Lionel Messi er með eitt mark og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu deildarleikjum tímabilsins en hefur ekki komið að marki í síðustu tveimur leikjum. Barcelona hefur líka aðeins skorað eitt mark og náð í eitt stig út úr þeim. Philippe Coutinho skoraði markið á 10. mínútu í 1-1 jafntefli á móti Sevilla og hafa því Börsungar síðan ekki skorað mark í 170 mínútur. Messi sjálfur hefur nú spilað í 325 mínútur án þess að skora og eina markið hans á leiktíðinni kom úr vítaspyrnu í 4-0 sigri á Villarreal í fyrstu umferð.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Sjá meira