Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. október 2020 12:11 Fyrsta verk heilbrigðisstarfsfólks á Vestfjörðum verður að taka blóðprufu af öllum skipverjunum til að meta veikindi þeirra betur. Hraðfrystihúsið Gunnvör hf Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir um borð eru með Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. Frystiskipið kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag þar sem allir skipverjar fóru í sýnatöku. Að henni lokinni lagði skipið úr höfn áður en niðurstöðurnar lágu fyrir. Síðar kom í ljós að mikill meirihluti væri sýktur af Covid-19. Veiðum var þá hætt þegar í stað og skipinu snúið til hafnar. Nú um hádegisbil er von á áhöfninni sem telur 25 manns. Staðfest smit um borð eru 19 en fleiri hafa þó fundið fyrir einkennum. Sumir þeirra höfðu jafnvel verið veikir í nokkrar vikur um borð. Heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á mikið verk fyrir höndum því taka þarf blóðprufu úr hverjum og einum til að meta hvort smitið sé virkt. Þeir sem ekki hafa virkt smit losna úr einangrun þá þegar. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en á morgun. Því þurfa skipverjarnir að dvelja um borð í skipinu eina nótt í viðbót. Á morgun þarf síðan að ákveða hvar skipverjarnir munu sæta áframhaldandi einangrun. Til skoðunar að opna farsóttarhús á Vestfjörðum Súsanna Björg Ástvaldsdóttir er umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Meirihlutinn býr hérna fyrir vestan og ég á eftir að tala við hvern og einn hvernig aðstaðan er heima fyrir til að sjá hvort það sé yfir höfuð möguleiki að þeir sæti einangrun heima hjá sér, eða þurfi að fara í sóttvarnahúsið í Reykjavík eða hvort við setjum sóttvarnahús upp fyrir vestan. Þá gætu sumir valið kannski að vera áfram um borð í skipinu.“ Þegar fréttastofa náði tali af Súsönnu var hafði hún nýlokið fjarfundi með sóttvarnalækni en fjölmargir koma að aðgerðunum fyrir vestan. Súsanna var spurð út í líðan skipverjanna. „Ég mat þá á sunnudaginn og það var enginn með alvarleg veikindi þá og þeir hafa ekkert verið í bandi en ég bauð þeim upp á að hafa samband ef einhver veiktist alvarlega. En þeir verða hérna rétt fyrir utan þannig að ef einhver veikist þá bara náum við í hann.“ Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir um borð eru með Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. Frystiskipið kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag þar sem allir skipverjar fóru í sýnatöku. Að henni lokinni lagði skipið úr höfn áður en niðurstöðurnar lágu fyrir. Síðar kom í ljós að mikill meirihluti væri sýktur af Covid-19. Veiðum var þá hætt þegar í stað og skipinu snúið til hafnar. Nú um hádegisbil er von á áhöfninni sem telur 25 manns. Staðfest smit um borð eru 19 en fleiri hafa þó fundið fyrir einkennum. Sumir þeirra höfðu jafnvel verið veikir í nokkrar vikur um borð. Heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á mikið verk fyrir höndum því taka þarf blóðprufu úr hverjum og einum til að meta hvort smitið sé virkt. Þeir sem ekki hafa virkt smit losna úr einangrun þá þegar. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en á morgun. Því þurfa skipverjarnir að dvelja um borð í skipinu eina nótt í viðbót. Á morgun þarf síðan að ákveða hvar skipverjarnir munu sæta áframhaldandi einangrun. Til skoðunar að opna farsóttarhús á Vestfjörðum Súsanna Björg Ástvaldsdóttir er umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Meirihlutinn býr hérna fyrir vestan og ég á eftir að tala við hvern og einn hvernig aðstaðan er heima fyrir til að sjá hvort það sé yfir höfuð möguleiki að þeir sæti einangrun heima hjá sér, eða þurfi að fara í sóttvarnahúsið í Reykjavík eða hvort við setjum sóttvarnahús upp fyrir vestan. Þá gætu sumir valið kannski að vera áfram um borð í skipinu.“ Þegar fréttastofa náði tali af Súsönnu var hafði hún nýlokið fjarfundi með sóttvarnalækni en fjölmargir koma að aðgerðunum fyrir vestan. Súsanna var spurð út í líðan skipverjanna. „Ég mat þá á sunnudaginn og það var enginn með alvarleg veikindi þá og þeir hafa ekkert verið í bandi en ég bauð þeim upp á að hafa samband ef einhver veiktist alvarlega. En þeir verða hérna rétt fyrir utan þannig að ef einhver veikist þá bara náum við í hann.“
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23