Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. október 2020 12:03 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Í gær var töluverð óvissa uppi um hvernig starfsemi líkamsræktarstöðva skuli háttað. Sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til ráðherra að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra heimilaði hins vegar opnun þeirra í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. „Þetta snýst um það að [Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknis] leggur til að heimila ákveðna starfsemi eins og jóga og krossfitt í bókuðum tímum þar sem að eru innan við tuttugu manns og tveir metrar á milli og það er hægt að hreinsa búnað á milli og svo framvegis. Og vegna jafnræðisreglu er ekki hægt að heimila það hjá einum rekstraraðila en ekki hjá öðrum,“ segir Svandís. Tillögur sóttvarnalæknis varðandi íþróttastarf og líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Þessi afar takmarkaða starfsemi verði því heimil hjá líkamsræktarstöðvum, eins og hjá öðrum aðilum sem veita þessa þjónustu. „Við Þórólfur höfum farið yfir þetta og það er algjörlega sameiginlegur skilningur á því eins og það er núna,“ segir Svandís. Eruð þið að láta undan einhvers konar þrýstingi frá líkamsræktarstöðvunum? „Nei, við erum ekki að því. Staðan er í raun og veru sú að eftir því sem þessi faraldur heldur áfram þá þurfum við að gæta betur að spurningum um meðalhóf og jafnræði því þarna erum við að fara með viðkvæmt opinbert vald og þá þurfum við að gæta samræmis,“ segir Svandís. Hún sé hins vegar sammála því að reglurnar þurfi að vera skýrar. „Og ég held að það sé okkar verkefni í næstu skrefum að hafa reglurnar eins skýrar og fáar og hægt er og það er meðal annars það sem við Þórólfur munum ræða í dag,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57 „Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08 Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Í gær var töluverð óvissa uppi um hvernig starfsemi líkamsræktarstöðva skuli háttað. Sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til ráðherra að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra heimilaði hins vegar opnun þeirra í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. „Þetta snýst um það að [Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknis] leggur til að heimila ákveðna starfsemi eins og jóga og krossfitt í bókuðum tímum þar sem að eru innan við tuttugu manns og tveir metrar á milli og það er hægt að hreinsa búnað á milli og svo framvegis. Og vegna jafnræðisreglu er ekki hægt að heimila það hjá einum rekstraraðila en ekki hjá öðrum,“ segir Svandís. Tillögur sóttvarnalæknis varðandi íþróttastarf og líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Þessi afar takmarkaða starfsemi verði því heimil hjá líkamsræktarstöðvum, eins og hjá öðrum aðilum sem veita þessa þjónustu. „Við Þórólfur höfum farið yfir þetta og það er algjörlega sameiginlegur skilningur á því eins og það er núna,“ segir Svandís. Eruð þið að láta undan einhvers konar þrýstingi frá líkamsræktarstöðvunum? „Nei, við erum ekki að því. Staðan er í raun og veru sú að eftir því sem þessi faraldur heldur áfram þá þurfum við að gæta betur að spurningum um meðalhóf og jafnræði því þarna erum við að fara með viðkvæmt opinbert vald og þá þurfum við að gæta samræmis,“ segir Svandís. Hún sé hins vegar sammála því að reglurnar þurfi að vera skýrar. „Og ég held að það sé okkar verkefni í næstu skrefum að hafa reglurnar eins skýrar og fáar og hægt er og það er meðal annars það sem við Þórólfur munum ræða í dag,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57 „Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08 Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57
„Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08
Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14