Gallup: Fleiri árekstrar einkalífs og vinnu í fjarvinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. október 2020 07:01 Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. Vísir/Vilhelm ,,Samanburður milli kannananna í júní og október gefa vísbendingar um að mögulega séu auknar áskoranir í fjarvinnunni núna í október en í júní. Um 7% fleiri sögðu að „fjarfundir“ væru mikil áskorun núna í október en í sumar og um 5% fleiri sögðu félagslega einangrun vera mikla áskorun núna. En um 5% færri sögðu að samskipti við aðra á heimilinu væri mikil áskorun núna en í sumar, segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup um niðurstöður nýrrar könnunar um fjarvinnu. Könnunin var gerð dagana 8.-16.október og var send á 1188 manns á landinu öllu á aldrinum 25-64 ára. Svarhlutfall var 53%. Í dag og á morgun rýnir Atvinnulífið á Vísi í fjarvinnu miðað við stöðuna í þriðju bylgju kórónufaraldurs. Nýjar tölur frá Gallup verða síðan aftur birtar eftir mánuð. Fjarvinna eykst ef valkosturinn til staðar Í október segjast 43% svarenda hafa unnið einn eða fleiri daga í fjarvinnu heima, en 57% aðspurðra ekki hafa og/eða ekki geta unnið starf sitt í fjarvinnu. „Niðurstaðan er í stuttu máli sú, að fólk sem getur unnið heima er að miklu leyti snúið aftur í fjarvinnu,“ segir Tómas. Ekki allir áhugasamir „Skiptar skoðanir eru meðal fólks hvort það hafi áhuga á að vinna fjarvinnu almennt séð, en rétt um helmingur svarenda sem vann fjarvinnu á síðustu tíu dögum hefur „mikinn áhuga“ á að vinna starf sitt í fjarvinnu heima,“ segir Tómas á meðan 51% svara hvorki/né að segjast hafa lítinn áhuga. Meiri áhugi á fjarvinnu í sumar en nú Að sögn Tómasar helst áhugi fólks á fjarvinnu í hendur við það hve mikla fjarvinnu fólk hefur verið að vinna undanfarið. Þá sjáum við að því betur sem starfið hentar fyrir fjarvinnu, því meiri áhuga hefur fólk á að vinna fjarvinnu. Meðal þeirra sem telja sig geta unnið starfið að „öllu leyti“ í fjarvinnu hafa tveir af hverjum þremur mikinn áhuga á að vinna starf sitt í fjarvinnu, en aðeins einn af hverjum fimm meðal þeirra sem telja sig aðeins að „nokkru leyti“ geta unnið starf sitt í fjarvinnu,“ segir Tómas. En áhuginn á fjarvinnunni hefur þó dalað miðað við fyrri mælingar. „Í júní höfðu svarendur meiri áhuga á að vinna fjarvinnu en núna. Þá voru ríflega sex af tíu sem höfðu mikinn áhuga á vinna hluta starfs síns áfram í fjarvinnu,“ segir Tómas en bætir við að í könnun október mánaðar var spurningin orðuð lítið eitt öðruvísi og því ekki hægt að birta samanburð á þeim tölum.„ Einnig er sá hópur sem vinnur fjarvinnu núna talsvert breyttur frá í júní, þegar hlutfall þeirra sem vann fjarvinnu var mikið lægra,“ segir Tómas. Besta blandan: 2-3 dagar í viku? „Langflestir þeirra sem hafa mikinn áhuga á að vinna fjarvinnu, sjá fyrir sér að vinna 2-3 daga í viku heima. Færri hafa áhuga á að vinna fjarvinnu alla eða nær alla vikuna og er það sama niðurstaða og við höfum fengið í könnunum áður,“ segir Tómas og bætir við: „Lærdómurinn sem fólk hefur trúlega dregið af þessum tíma er að fjarvinna sé góður kostur, en að einnig sé mikilvægt að halda góðu sambandi við vinnustaðinn af mörgum ástæðum,“ segir Tómas. Þá segir Tómas að þótt áhuginn hafi dalað almennt megi merkja áhuga fólks á að vinna fleiri daga í fjarvinnu en áður. „Í könnuninni núna í október virðist þó vera meiri áhugi á að vinna fleiri daga í fjarvinnu en áður. Færri velja nú „einn dag í viku“ og fleiri velja „4-5 daga í viku“ en í síðustu könnun. Spurningin var orðuð með lítið eitt öðrum hætti og þess vegna verður að taka þessari breytingu með fyrirvara,“ segir Tómas. Meiri árekstrar einkalífs og vinnu Að sögn Tómasar hafa árekstrar vinnu og einkalífs verið mældir meðal starfandi fólks allt frá árinu 2003. Þá segir hann verulega athyglisvert að tölurnar séu ekki mikið verri núna en fyrri ár þótt heimsfaraldur geisi. Hins vegar segi fólk sem vann fjarvinnu í júní og október, að vinna og einkalíf rekist oftar á en þeir sem unnu fjarvinnu á þessum tíma. Það starfsfólk sem vann fjarvinnu á síðustu tíu dögum, fannst til dæmis vinna sín og einkalíf oftar rekast á en það starfsfólk sem ekki vann fjarvinnu. Þessi niðurstaða kom skýrt fram bæði í júní könnuninni og í könnuninni núna í október,“ segir Tómas. Hinvegar er mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum hér, því hóparnir sem vinna fjarvinnu og gera það ekki, eru talsvert ólíkir,“ segir Tómas og bætir við: „Sem dæmi, þá er mikill munur á því hvort fólk vinnur fjarvinnu eftir menntunarstigi og er fjarvinna mun algengari meðal fólks með háskólapróf en fólks með aðra menntun. Hlutfall háskólamenntaðra sem vann einhverja fjarvinnu á síðustu tíu dögum í apríl var 68% en fór niður í 38% í júní og svo aftur upp núna í október í 55%.“ Þá segir hann fjarvinnu mun algengari meðal fólks á aldrinum 35-44 og 45-54 ára en annarra aldurshópa og fjarvinna þessara hópa tók líka mestum breytingum í júní (minnkaði mest) og svo aftur núna í október (jókst mest). „Í þessum aldurshópum er algengast að fólk eigi ung börn og því er líklegt að í þessum aldurshópum fari saman fjarvinna og árekstrar vinnu og einkalífs. Þetta munum við skoða nánar á næstu dögum,“ segir Tómas. Vinnumarkaður Fjarvinna Stjórnun Tengdar fréttir Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 07:00 Konur miklu áhugasamari um fjarvinnu en karlar Niðurstöður Gallup sýna að flestir vilja halda áfram að vinna í fjarvinnu að hluta til. 16. september 2020 09:00 Atriði sem afkastamiklir stjórnendur í fjarvinnu þurfa að huga að Stjórnendur þurfa að líta aðeins í eiginn barm í fjarvinnu því þeirra hegðun getur haft mikil áhrif á afkastagetu teymisins. 31. ágúst 2020 09:00 Ofát í fjarvinnu Margir óttast það að aukakílóunum sé að fjölga hratt í fjarvinnu og aukinni heimaviðveru. 16. apríl 2020 11:00 Gjörbreyttir vinnustaðir um land allt: „Búseta starfsmanna skiptir í raun ekki máli“ Vinnustaðir um land allt eru að taka stakkaskiptum í kjölfar kórónufaraldurs. Fjarfundir færa fólkið nær hvort öðru þannig að höfuðborg og landsbyggð eru ekki eins aðskilin. Fjarvinna virðist stefna í að verða hluti af baráttunni við loftlagsvánna. 10. júní 2020 09:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
,,Samanburður milli kannananna í júní og október gefa vísbendingar um að mögulega séu auknar áskoranir í fjarvinnunni núna í október en í júní. Um 7% fleiri sögðu að „fjarfundir“ væru mikil áskorun núna í október en í sumar og um 5% fleiri sögðu félagslega einangrun vera mikla áskorun núna. En um 5% færri sögðu að samskipti við aðra á heimilinu væri mikil áskorun núna en í sumar, segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup um niðurstöður nýrrar könnunar um fjarvinnu. Könnunin var gerð dagana 8.-16.október og var send á 1188 manns á landinu öllu á aldrinum 25-64 ára. Svarhlutfall var 53%. Í dag og á morgun rýnir Atvinnulífið á Vísi í fjarvinnu miðað við stöðuna í þriðju bylgju kórónufaraldurs. Nýjar tölur frá Gallup verða síðan aftur birtar eftir mánuð. Fjarvinna eykst ef valkosturinn til staðar Í október segjast 43% svarenda hafa unnið einn eða fleiri daga í fjarvinnu heima, en 57% aðspurðra ekki hafa og/eða ekki geta unnið starf sitt í fjarvinnu. „Niðurstaðan er í stuttu máli sú, að fólk sem getur unnið heima er að miklu leyti snúið aftur í fjarvinnu,“ segir Tómas. Ekki allir áhugasamir „Skiptar skoðanir eru meðal fólks hvort það hafi áhuga á að vinna fjarvinnu almennt séð, en rétt um helmingur svarenda sem vann fjarvinnu á síðustu tíu dögum hefur „mikinn áhuga“ á að vinna starf sitt í fjarvinnu heima,“ segir Tómas á meðan 51% svara hvorki/né að segjast hafa lítinn áhuga. Meiri áhugi á fjarvinnu í sumar en nú Að sögn Tómasar helst áhugi fólks á fjarvinnu í hendur við það hve mikla fjarvinnu fólk hefur verið að vinna undanfarið. Þá sjáum við að því betur sem starfið hentar fyrir fjarvinnu, því meiri áhuga hefur fólk á að vinna fjarvinnu. Meðal þeirra sem telja sig geta unnið starfið að „öllu leyti“ í fjarvinnu hafa tveir af hverjum þremur mikinn áhuga á að vinna starf sitt í fjarvinnu, en aðeins einn af hverjum fimm meðal þeirra sem telja sig aðeins að „nokkru leyti“ geta unnið starf sitt í fjarvinnu,“ segir Tómas. En áhuginn á fjarvinnunni hefur þó dalað miðað við fyrri mælingar. „Í júní höfðu svarendur meiri áhuga á að vinna fjarvinnu en núna. Þá voru ríflega sex af tíu sem höfðu mikinn áhuga á vinna hluta starfs síns áfram í fjarvinnu,“ segir Tómas en bætir við að í könnun október mánaðar var spurningin orðuð lítið eitt öðruvísi og því ekki hægt að birta samanburð á þeim tölum.„ Einnig er sá hópur sem vinnur fjarvinnu núna talsvert breyttur frá í júní, þegar hlutfall þeirra sem vann fjarvinnu var mikið lægra,“ segir Tómas. Besta blandan: 2-3 dagar í viku? „Langflestir þeirra sem hafa mikinn áhuga á að vinna fjarvinnu, sjá fyrir sér að vinna 2-3 daga í viku heima. Færri hafa áhuga á að vinna fjarvinnu alla eða nær alla vikuna og er það sama niðurstaða og við höfum fengið í könnunum áður,“ segir Tómas og bætir við: „Lærdómurinn sem fólk hefur trúlega dregið af þessum tíma er að fjarvinna sé góður kostur, en að einnig sé mikilvægt að halda góðu sambandi við vinnustaðinn af mörgum ástæðum,“ segir Tómas. Þá segir Tómas að þótt áhuginn hafi dalað almennt megi merkja áhuga fólks á að vinna fleiri daga í fjarvinnu en áður. „Í könnuninni núna í október virðist þó vera meiri áhugi á að vinna fleiri daga í fjarvinnu en áður. Færri velja nú „einn dag í viku“ og fleiri velja „4-5 daga í viku“ en í síðustu könnun. Spurningin var orðuð með lítið eitt öðrum hætti og þess vegna verður að taka þessari breytingu með fyrirvara,“ segir Tómas. Meiri árekstrar einkalífs og vinnu Að sögn Tómasar hafa árekstrar vinnu og einkalífs verið mældir meðal starfandi fólks allt frá árinu 2003. Þá segir hann verulega athyglisvert að tölurnar séu ekki mikið verri núna en fyrri ár þótt heimsfaraldur geisi. Hins vegar segi fólk sem vann fjarvinnu í júní og október, að vinna og einkalíf rekist oftar á en þeir sem unnu fjarvinnu á þessum tíma. Það starfsfólk sem vann fjarvinnu á síðustu tíu dögum, fannst til dæmis vinna sín og einkalíf oftar rekast á en það starfsfólk sem ekki vann fjarvinnu. Þessi niðurstaða kom skýrt fram bæði í júní könnuninni og í könnuninni núna í október,“ segir Tómas. Hinvegar er mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum hér, því hóparnir sem vinna fjarvinnu og gera það ekki, eru talsvert ólíkir,“ segir Tómas og bætir við: „Sem dæmi, þá er mikill munur á því hvort fólk vinnur fjarvinnu eftir menntunarstigi og er fjarvinna mun algengari meðal fólks með háskólapróf en fólks með aðra menntun. Hlutfall háskólamenntaðra sem vann einhverja fjarvinnu á síðustu tíu dögum í apríl var 68% en fór niður í 38% í júní og svo aftur upp núna í október í 55%.“ Þá segir hann fjarvinnu mun algengari meðal fólks á aldrinum 35-44 og 45-54 ára en annarra aldurshópa og fjarvinna þessara hópa tók líka mestum breytingum í júní (minnkaði mest) og svo aftur núna í október (jókst mest). „Í þessum aldurshópum er algengast að fólk eigi ung börn og því er líklegt að í þessum aldurshópum fari saman fjarvinna og árekstrar vinnu og einkalífs. Þetta munum við skoða nánar á næstu dögum,“ segir Tómas.
Vinnumarkaður Fjarvinna Stjórnun Tengdar fréttir Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 07:00 Konur miklu áhugasamari um fjarvinnu en karlar Niðurstöður Gallup sýna að flestir vilja halda áfram að vinna í fjarvinnu að hluta til. 16. september 2020 09:00 Atriði sem afkastamiklir stjórnendur í fjarvinnu þurfa að huga að Stjórnendur þurfa að líta aðeins í eiginn barm í fjarvinnu því þeirra hegðun getur haft mikil áhrif á afkastagetu teymisins. 31. ágúst 2020 09:00 Ofát í fjarvinnu Margir óttast það að aukakílóunum sé að fjölga hratt í fjarvinnu og aukinni heimaviðveru. 16. apríl 2020 11:00 Gjörbreyttir vinnustaðir um land allt: „Búseta starfsmanna skiptir í raun ekki máli“ Vinnustaðir um land allt eru að taka stakkaskiptum í kjölfar kórónufaraldurs. Fjarfundir færa fólkið nær hvort öðru þannig að höfuðborg og landsbyggð eru ekki eins aðskilin. Fjarvinna virðist stefna í að verða hluti af baráttunni við loftlagsvánna. 10. júní 2020 09:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 07:00
Konur miklu áhugasamari um fjarvinnu en karlar Niðurstöður Gallup sýna að flestir vilja halda áfram að vinna í fjarvinnu að hluta til. 16. september 2020 09:00
Atriði sem afkastamiklir stjórnendur í fjarvinnu þurfa að huga að Stjórnendur þurfa að líta aðeins í eiginn barm í fjarvinnu því þeirra hegðun getur haft mikil áhrif á afkastagetu teymisins. 31. ágúst 2020 09:00
Ofát í fjarvinnu Margir óttast það að aukakílóunum sé að fjölga hratt í fjarvinnu og aukinni heimaviðveru. 16. apríl 2020 11:00
Gjörbreyttir vinnustaðir um land allt: „Búseta starfsmanna skiptir í raun ekki máli“ Vinnustaðir um land allt eru að taka stakkaskiptum í kjölfar kórónufaraldurs. Fjarfundir færa fólkið nær hvort öðru þannig að höfuðborg og landsbyggð eru ekki eins aðskilin. Fjarvinna virðist stefna í að verða hluti af baráttunni við loftlagsvánna. 10. júní 2020 09:00