Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar

Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Um fjögur hundruð eftirskjálftar hafa mælst, þeir sterkustu í kringum fjögur stig. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík brotnuðu lausamunir og þar hrundi úr fjöllum. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður okkar, skoðar ummerki skjálftans í Krýsuvíkurskóla í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum sýnum við einnig viðbrögð fólks við skjálftanum, forsætisráðherrans þeirra á meðal og Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns.

Hóptímar í líkamsræktarstöðvum voru margir hverjir fullbókaðir í dag eftir að reglugerð heilbrigðisráðherra leyfði slíka tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnardeild lögreglunnar hafa 110 smitast í líkamsræktarstöðvum eða annarri íþróttaiðkun í þriðju bylgjunni. Þá hittum við tvö börn sem eru í einangrun með covid sem smituðust í gegnum líkamsræktarstöðvar. Móðir sem hefur ekki hitt barnið sitt í þrjár vikur gagnrýnir opnun líkamsræktarstöðva.

Þetta og margt fleira í þéttum fréttatíma kvöldsins á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×