Telur að einstaklingsbundnum sóttvörnum hafi ekki verið gefinn séns Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2020 14:34 Auglýsing Sjálfstæðisflokksins þar sem vitnað er í ræðu Sigríðar A. Andersen hefur vakið nokkra athygli. mynd/Facebook „Ég er bara að benda á að menn hafa kannski ekki leyft einstaklingsbundnum sóttvörnum að hafa sín áhrif. Þessar harðari aðgerðir sem gripið hefur verið til með samkomubanni, lokun á sundstöðum og líkamsræktarstöðum, það hefur verið gripið til þeirra þegar útbreiðsla var á niðurleið,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auglýsing Sjálfstæðisflokksins, þar sem sóttvarnareglur ríkisins eru gagnrýndar, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en þar er vitnað í Sigríði og segir: „Einstaklingsbundnar sóttvarnir eru áhrifaríkar. Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar.“ Setningin er úr ræðu sem Sigríður flutti á Alþingi á mánudag þegar umræða um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðhera fór fram. „Það er verið að búa til tilfinningu um að fólk sé ekki að fylgja tilmælum um einstaklingsbundnar smitvarnir og það stenst ekki skoðun,“ segir Sigríður og ítrekar að þeim tilmælum hafi ef til vill ekki verið gefið nægjanlegt svigrúm áður en yfirvöld hafa gripið í taumana. Aðspurð hvort í þessu felist gagnrýni á aðgerðir ríkisstjórninnar í faraldrinum segir Sigríður að það sé heilbrigðisráðherra sem staðfesti tilmæli sóttvarnalæknis. „Það þarf að líta á þessi mál í stærra samhengi en bara út frá sóttvörnum. Skoða málin út frá víðara sjónarhorni og grípa ekki til harkalegri aðgerða en þarf,“ segir hún og bætir við að ráðherra hafi nú ekki alltaf farið eftir ítrustu tilmælum sóttvarnalæknis, og t.d. heimilað opnun líkamsræktarstöðva þvert á tilmæli. Alrangt, segir sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir alrangt að ekki hafi verið látið reyna á mátt einstaklingsbundinna sóttvarna. „Þetta er akkúrat það sem við byrjuðum á í lok júlí. Þá var 200 manna fjöldatakmörkun, engar lokanir í raun og veru og eins metra regla í gildi. Það var hamrað á einstaklingsbundnum smitvörnum endurtekið og ítrekað og búið að auglýsa um þær fyrir margar milljónir króna," segir hann og bendir á að ekki hafi verið gripið til mun harðari aðgerða fyrr en faraldurinn var á leið í veldisvöxt og smitstuðullinn kominn upp í sex utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sigríður telur reglurnar sem í gildi eru of flóknar og tilmæli sóttvarnalæknis ekki nægilega rökstudd. „Það sem hann kallar rökstuðning í sínu minnisblaði er ekki rökstuðningur. Það þarf að upplýsa um smit; á hárgreiðslustofum til dæmis. Það eru engin dæmi um að stórkostleg hópsmit séu rakin til hárgreiðslustofa,“ segir hún og bætir við að fólk beri þar grímur og gæti að sóttvörnum. „Í það minnsta þarf frekari rökstuðning fyrir þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir segir erfitt að fylgja þessu eftir þar sem ekki hafi verið unnt að rekja stóran hluta smita. „Við höfum ekki getað rakið almennilega upp undir þriðjung smita og þess vegna varð að grípa til íþyngjandi aðgerða þar sem nálægð er mikil. Þetta er sama nálgun og aðrir eru að nota," segir hann. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Fleiri fréttir „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Sjá meira
„Ég er bara að benda á að menn hafa kannski ekki leyft einstaklingsbundnum sóttvörnum að hafa sín áhrif. Þessar harðari aðgerðir sem gripið hefur verið til með samkomubanni, lokun á sundstöðum og líkamsræktarstöðum, það hefur verið gripið til þeirra þegar útbreiðsla var á niðurleið,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auglýsing Sjálfstæðisflokksins, þar sem sóttvarnareglur ríkisins eru gagnrýndar, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en þar er vitnað í Sigríði og segir: „Einstaklingsbundnar sóttvarnir eru áhrifaríkar. Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar.“ Setningin er úr ræðu sem Sigríður flutti á Alþingi á mánudag þegar umræða um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðhera fór fram. „Það er verið að búa til tilfinningu um að fólk sé ekki að fylgja tilmælum um einstaklingsbundnar smitvarnir og það stenst ekki skoðun,“ segir Sigríður og ítrekar að þeim tilmælum hafi ef til vill ekki verið gefið nægjanlegt svigrúm áður en yfirvöld hafa gripið í taumana. Aðspurð hvort í þessu felist gagnrýni á aðgerðir ríkisstjórninnar í faraldrinum segir Sigríður að það sé heilbrigðisráðherra sem staðfesti tilmæli sóttvarnalæknis. „Það þarf að líta á þessi mál í stærra samhengi en bara út frá sóttvörnum. Skoða málin út frá víðara sjónarhorni og grípa ekki til harkalegri aðgerða en þarf,“ segir hún og bætir við að ráðherra hafi nú ekki alltaf farið eftir ítrustu tilmælum sóttvarnalæknis, og t.d. heimilað opnun líkamsræktarstöðva þvert á tilmæli. Alrangt, segir sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir alrangt að ekki hafi verið látið reyna á mátt einstaklingsbundinna sóttvarna. „Þetta er akkúrat það sem við byrjuðum á í lok júlí. Þá var 200 manna fjöldatakmörkun, engar lokanir í raun og veru og eins metra regla í gildi. Það var hamrað á einstaklingsbundnum smitvörnum endurtekið og ítrekað og búið að auglýsa um þær fyrir margar milljónir króna," segir hann og bendir á að ekki hafi verið gripið til mun harðari aðgerða fyrr en faraldurinn var á leið í veldisvöxt og smitstuðullinn kominn upp í sex utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sigríður telur reglurnar sem í gildi eru of flóknar og tilmæli sóttvarnalæknis ekki nægilega rökstudd. „Það sem hann kallar rökstuðning í sínu minnisblaði er ekki rökstuðningur. Það þarf að upplýsa um smit; á hárgreiðslustofum til dæmis. Það eru engin dæmi um að stórkostleg hópsmit séu rakin til hárgreiðslustofa,“ segir hún og bætir við að fólk beri þar grímur og gæti að sóttvörnum. „Í það minnsta þarf frekari rökstuðning fyrir þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir segir erfitt að fylgja þessu eftir þar sem ekki hafi verið unnt að rekja stóran hluta smita. „Við höfum ekki getað rakið almennilega upp undir þriðjung smita og þess vegna varð að grípa til íþyngjandi aðgerða þar sem nálægð er mikil. Þetta er sama nálgun og aðrir eru að nota," segir hann.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Fleiri fréttir „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Sjá meira