Langflest félög vildu klára mótið en miklar áhyggjur vegna æfingabanns Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2020 13:53 KR á mikið undir því að Íslandsmótið verði klárað svo liðið geti freistað þess að ná Evrópusæti. Stjarnan er örugg um Evrópusæti ef ekki verður spilað meira. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Langflest knattspyrnufélaganna í efstu deildum karla voru sammála ákvörðun stjórnar KSÍ um að freista þess að klára Íslandsmótið 2020 innan vallar. Miklar áhyggjur eru þó vegna æfingabanns sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta (hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum karla), í þættinum Harmageddon á X-inu 977. Hlusta má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Harmageddon - Birgir hjá ÍTF um framhald fótboltans Æfingabann hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvær vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Í gær máttu æfingar liða hefjast að nýju en með ströngum skilyrðum, meðal annars um tveggja metra reglu. Ekki er útlit fyrir að hefðbundnar æfingar á höfuðborgarsvæðinu geti hafist fyrr en 4. nóvember og Birgir segir að þetta verði að breytast. Auk þess hafa lið utan höfuðborgarsvæðisins getað æft óáreitt og geta gert það áfram, svo þar skapast ójafnvægi. Ný leikjadagskrá ætti að birtast í dag en Birgir segir að stefnt sé að því að byrja aftur að spila fljótlega eftir að núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra renni út 4. nóvember. Alls enginn undirbúningur fyrir leiki þar sem tugir milljóna eru í húfi „Það er gert ráð fyrir því að leikirnir byrji strax helgina eftir það, en faglega séð er það allt of stuttur fyrirvari fyrir félögin. Leikmenn sem hafa verið í pásu í mánuð, að því gefnu að þeir byrji að æfa 4. nóvember, geta ekki byrjað að spila 8. nóvember,“ segir Birgir við Harmageddon. Ekki sé nóg að leikmenn hafi verið að æfa einir eða með tveggja metra millibili hver frá öðrum: „Það er alls enginn undirbúningur fyrir leiki þar sem að allt er kannski undir. Til að mynda Evrópusæti sem telur hátt í 40 milljónir króna, eða leikir sem ráða því hvaða lið fara upp eða niður. Það eru miklir fjármunir í húfi. Við verðum að tryggja að við gerum þetta faglega, líka vegna hagsmuna leikmanna sem eru á öllum aldri og geta átt erfitt með að keyra sig í gang í þriðja sinn,“ segir Birgir. Óánægja vegna þess að sum lið geta æft en ekki önnur Hann segir ekki hafa verið mikil átök um þá ákvörðun að reyna að klára mótið: „Nei, í raun voru langflestir sammála því að vilja klára mótið. Að láta úrslitin ekki ráðast á einhverri reglugerð um að nóg sé að 2/3 hluti leikja sé búinn. En menn vilja líka að mótið sé klárað á skynsamlegan og faglegan hátt. Um það stendur styrinn. Félög utan höfuðborgarsvæðisins mega æfa en félögin á höfuðborgarsvæðinu ekki.“ Skagamenn hafa að litlu að keppa en þeir hafa getað æft síðustu vikur, öfugt við liðin á höfuðborgarsvæðinu.VÍSIR/BÁRA „Það þarf að leysa þennan hnút, að félögin fái öll að æfa og sitji við sama borð. Í grunninn voru félögin sammála því að klára mótið, en svo var mismunandi sýn á það hvað væri faglegt og hvernig hægt væri að klára þetta. Auðvitað litast menn af sinni stöðu og það er bara eðlilegt,“ segir Birgir. Búið spil ef fótboltabann lengist Erlendir leikmenn liða eru sumir hverjir farnir heim og varla verður hægt að spila leiki á grasvöllum í nóvember, svo lið eins og Vestri gæti þurft að spila heimaleik á Dalvík í stað þess að vera heima á Ísafirði. Aðspurður hvort hægt sé að segja að tímabilið sé marktækt í ljósi þessa, bendir Birgir á að lið eins og Víkingur R. og ÍA hafi þegar verið búin að selja leikmenn þar sem þau hafi kannski haft að litlu að keppa. Félögin verði að ráða því sjálf hvaða leikmenn þau noti: „Allt þetta tímabil er náttúrulega búið að vera, ég ætla ekki að segja einhver þvæla, en þetta er þriðja stoppið okkar. Að því gefnu að félögin fái öll að æfa getum við sagt að þau sitji við sama borð. Auðvitað eru einhver félög búin að losa sig við leikmenn, sérstaklega í neðri deildum, en það er hlutur sem að félögin taka sjálf ákvörðun um. Auðvitað veikir það viðkomandi lið en það er voðalega lítið hægt að gera í því.“ Aðspurður hvað yrði ef að ekki reyndist mögulegt að hefja æfingar og keppni að nýju frá og með 4. nóvember, vegna ákvarðana heilbrigðisyfirvalda, var svar Birgis nokkuð afdráttarlaust: „Án þess að fullyrða of mikið þá sé ég ekki hvernig ætti þá að vera hægt að klára þetta.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Lengjudeildin Tengdar fréttir Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Guðni Bergsson útskýrir afstöðu KSÍ að ætla að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. 20. október 2020 18:13 KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Langflest knattspyrnufélaganna í efstu deildum karla voru sammála ákvörðun stjórnar KSÍ um að freista þess að klára Íslandsmótið 2020 innan vallar. Miklar áhyggjur eru þó vegna æfingabanns sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta (hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum karla), í þættinum Harmageddon á X-inu 977. Hlusta má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Harmageddon - Birgir hjá ÍTF um framhald fótboltans Æfingabann hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvær vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Í gær máttu æfingar liða hefjast að nýju en með ströngum skilyrðum, meðal annars um tveggja metra reglu. Ekki er útlit fyrir að hefðbundnar æfingar á höfuðborgarsvæðinu geti hafist fyrr en 4. nóvember og Birgir segir að þetta verði að breytast. Auk þess hafa lið utan höfuðborgarsvæðisins getað æft óáreitt og geta gert það áfram, svo þar skapast ójafnvægi. Ný leikjadagskrá ætti að birtast í dag en Birgir segir að stefnt sé að því að byrja aftur að spila fljótlega eftir að núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra renni út 4. nóvember. Alls enginn undirbúningur fyrir leiki þar sem tugir milljóna eru í húfi „Það er gert ráð fyrir því að leikirnir byrji strax helgina eftir það, en faglega séð er það allt of stuttur fyrirvari fyrir félögin. Leikmenn sem hafa verið í pásu í mánuð, að því gefnu að þeir byrji að æfa 4. nóvember, geta ekki byrjað að spila 8. nóvember,“ segir Birgir við Harmageddon. Ekki sé nóg að leikmenn hafi verið að æfa einir eða með tveggja metra millibili hver frá öðrum: „Það er alls enginn undirbúningur fyrir leiki þar sem að allt er kannski undir. Til að mynda Evrópusæti sem telur hátt í 40 milljónir króna, eða leikir sem ráða því hvaða lið fara upp eða niður. Það eru miklir fjármunir í húfi. Við verðum að tryggja að við gerum þetta faglega, líka vegna hagsmuna leikmanna sem eru á öllum aldri og geta átt erfitt með að keyra sig í gang í þriðja sinn,“ segir Birgir. Óánægja vegna þess að sum lið geta æft en ekki önnur Hann segir ekki hafa verið mikil átök um þá ákvörðun að reyna að klára mótið: „Nei, í raun voru langflestir sammála því að vilja klára mótið. Að láta úrslitin ekki ráðast á einhverri reglugerð um að nóg sé að 2/3 hluti leikja sé búinn. En menn vilja líka að mótið sé klárað á skynsamlegan og faglegan hátt. Um það stendur styrinn. Félög utan höfuðborgarsvæðisins mega æfa en félögin á höfuðborgarsvæðinu ekki.“ Skagamenn hafa að litlu að keppa en þeir hafa getað æft síðustu vikur, öfugt við liðin á höfuðborgarsvæðinu.VÍSIR/BÁRA „Það þarf að leysa þennan hnút, að félögin fái öll að æfa og sitji við sama borð. Í grunninn voru félögin sammála því að klára mótið, en svo var mismunandi sýn á það hvað væri faglegt og hvernig hægt væri að klára þetta. Auðvitað litast menn af sinni stöðu og það er bara eðlilegt,“ segir Birgir. Búið spil ef fótboltabann lengist Erlendir leikmenn liða eru sumir hverjir farnir heim og varla verður hægt að spila leiki á grasvöllum í nóvember, svo lið eins og Vestri gæti þurft að spila heimaleik á Dalvík í stað þess að vera heima á Ísafirði. Aðspurður hvort hægt sé að segja að tímabilið sé marktækt í ljósi þessa, bendir Birgir á að lið eins og Víkingur R. og ÍA hafi þegar verið búin að selja leikmenn þar sem þau hafi kannski haft að litlu að keppa. Félögin verði að ráða því sjálf hvaða leikmenn þau noti: „Allt þetta tímabil er náttúrulega búið að vera, ég ætla ekki að segja einhver þvæla, en þetta er þriðja stoppið okkar. Að því gefnu að félögin fái öll að æfa getum við sagt að þau sitji við sama borð. Auðvitað eru einhver félög búin að losa sig við leikmenn, sérstaklega í neðri deildum, en það er hlutur sem að félögin taka sjálf ákvörðun um. Auðvitað veikir það viðkomandi lið en það er voðalega lítið hægt að gera í því.“ Aðspurður hvað yrði ef að ekki reyndist mögulegt að hefja æfingar og keppni að nýju frá og með 4. nóvember, vegna ákvarðana heilbrigðisyfirvalda, var svar Birgis nokkuð afdráttarlaust: „Án þess að fullyrða of mikið þá sé ég ekki hvernig ætti þá að vera hægt að klára þetta.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Lengjudeildin Tengdar fréttir Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Guðni Bergsson útskýrir afstöðu KSÍ að ætla að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. 20. október 2020 18:13 KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Guðni Bergsson útskýrir afstöðu KSÍ að ætla að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. 20. október 2020 18:13
KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23