Real Madrid tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk á heimavelli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Átta leikmenn vantaði í liði Shaktar vegna kórónuveirunnar.
Úkraínumennirnir hafa heldur betur lent illa í kórónuveirunni og í markinu stóð til að mynda Anatoily Trubin. Hann lék sinn fyrsta leik gegn Thibaut Courtois sem hann er einmitt nefndur af liðsfélögum sínum.
19-year-old Shakhtar Donetsk goalkeeper Anatoliy Trubin is nicknamed Courtois by his Brazilian teammates, mainly because both are 199 cm tall.
— Michael Yokhin (@Yokhin) October 21, 2020
Trubin, a Real Madrid fan, is making his Champions League debut against the real Courtois tonight.
Tete kom Shaktar yfir á 29. mínútu og fjórum mínútum síðar var staðan 2-0 er Raphael Varane skoraði sjálfsmark. Staðan var 3-0 á 42. mínútu er Manor Solomon skoraði eftir frábært samspil.
Algjör niðurlæging á heimavelli Real. Luka Modric minnkaði muninn á 54. mínútu með glæsilegu marki og Vinicius Junior var búinn að vera inn á í fimmtán sekúndur er hann kom boltanum í netið.
3-2 og Real virtist vera jafna metin í uppbótartíma er Frederico Valverde kom boltanum í netið en eftir skoðun í VARsjánni ákvað dómari leiksins, Srdjan Jovanovic, að dæma markið af vegna rangstæðu. Lokatölur 3-2.
Real Madrid have lost consecutive MD1 games in the #UCL for the first time since 2005/06-2006/07.
— Squawka Football (@Squawka) October 21, 2020
PSG (2019/20)
Shakhtar (2020/21)
An opening fixture shock at the hands of Shakhtar Donetsk. pic.twitter.com/LAW9U91X4U
Shaktar er því með þrjú stig í B-riðlinum en í riðlinum eru einnig Inter og Borussia Mönchengladbach.
Í hinum leiknum sem lokið er gerðu Salzburg og Lokomotiv Moskva 2-2 jafntefli. Eder kom Lokomotiv yfir en mörk frá Dominik Szoboszlai og Zlatko Junuzovic komu Salzburg yfir. Vitali Lisakovich jafnaði þó og þar við sat. Lokatölur 2-2.
Í A-riðlinum eru einnig Bayern Munchen og Atletico Madrid.