Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 18:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki styðja hatursorðræðu eða merki sem ýti undir hana með nokkrum hætti í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér vegna fánanna sem sáust á klæðnaði lögreglukonu. Vísir/Vilhelm Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru merkin sögð óviðeigandi með öllu og ekki í samræmi við fræðslu, stefnu eða markmið lögreglunnar. Þriggja ára gömul mynd af lögreglukonu á höfuðborgarsvæðinu vakti mikla athygli þegar hún birtist með frétt á Mbl.is í dag. Á búningi lögreglukonunnar sáust þrír fánar sem virðast sumir hafa skírskotun til erlendra hvítra þjóðernishyggjuhópa og nýnasista. Lögreglukonan sagði Vísi í dag að hún hafi ekki vitað af mögulega neikvæðri merkingu fánanna og taldi gagnrýni á samfélagsmiðlum ósanngjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir að allsherjar- og menntamálanefnd ræddi við fulltrúa lögreglunnar um kynþáttahyggju innan lögreglunnar og leiðir til að sporna gegn henni í kjölfar fréttanna í dag. Í yfirlýsingu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú undir kvöld er merkjunum með fánunum lýst sem „óviðeigandi með öllu“. Embættið harmi að hafa valdið fólki særindum og biðjist afsökunar. „Skilaboðin sem mátti lesa úr merkjunum eru í engu samræmi við fræðslu, stefnu og markmið lögreglunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Lögreglumönnum embættisins hafi verið send skýr fyrirmæli um að fjarlægja öll merki sem séu ekki í samræmi við reglugerð af lögreglubúningum sínum, séu þau til staðar. Lögreglukonan sagði Vísi í dag að lögreglumenn skiptist gjarnan á fánum af þessu tagi og beri þá undir búningum sínum. Einn fánanna sem sást á lögreglukonunni virtist vera íslensk útgáfa af fána sem bandarískir lögreglumenn hafa notað með slagorði sínu um að „Blá líf skipti máli“. Það slagorð spratt upp sem andsvar gegn hreyfingu blökkumanna sem mótmæla lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju vestanhafs undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Samfélagsmiðlanotendur bentu á í dag að annar fáni sem sást á myndinni, svartur og hvítur kross á grænum grunni, sé þekktur sem Vínlandsfáni. Hvítir öfgahópar og nýnasistar hafa tekið þann fána upp þó að hann hafi upphaflega verið hannaður af þungarokkstónlistarmanni. Bandarísku mannréttindasamtökin Anti-Defamation League skilgreina Vínlandsfánann sem haturstákn með þeim fyrirvara að hann sé þó stundum notaður í öðru samhengi, sérstaklega af aðdáendum þungarokkarans. Lögreglan Íslenski fáninn Tengdar fréttir Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru merkin sögð óviðeigandi með öllu og ekki í samræmi við fræðslu, stefnu eða markmið lögreglunnar. Þriggja ára gömul mynd af lögreglukonu á höfuðborgarsvæðinu vakti mikla athygli þegar hún birtist með frétt á Mbl.is í dag. Á búningi lögreglukonunnar sáust þrír fánar sem virðast sumir hafa skírskotun til erlendra hvítra þjóðernishyggjuhópa og nýnasista. Lögreglukonan sagði Vísi í dag að hún hafi ekki vitað af mögulega neikvæðri merkingu fánanna og taldi gagnrýni á samfélagsmiðlum ósanngjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir að allsherjar- og menntamálanefnd ræddi við fulltrúa lögreglunnar um kynþáttahyggju innan lögreglunnar og leiðir til að sporna gegn henni í kjölfar fréttanna í dag. Í yfirlýsingu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú undir kvöld er merkjunum með fánunum lýst sem „óviðeigandi með öllu“. Embættið harmi að hafa valdið fólki særindum og biðjist afsökunar. „Skilaboðin sem mátti lesa úr merkjunum eru í engu samræmi við fræðslu, stefnu og markmið lögreglunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Lögreglumönnum embættisins hafi verið send skýr fyrirmæli um að fjarlægja öll merki sem séu ekki í samræmi við reglugerð af lögreglubúningum sínum, séu þau til staðar. Lögreglukonan sagði Vísi í dag að lögreglumenn skiptist gjarnan á fánum af þessu tagi og beri þá undir búningum sínum. Einn fánanna sem sást á lögreglukonunni virtist vera íslensk útgáfa af fána sem bandarískir lögreglumenn hafa notað með slagorði sínu um að „Blá líf skipti máli“. Það slagorð spratt upp sem andsvar gegn hreyfingu blökkumanna sem mótmæla lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju vestanhafs undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Samfélagsmiðlanotendur bentu á í dag að annar fáni sem sást á myndinni, svartur og hvítur kross á grænum grunni, sé þekktur sem Vínlandsfáni. Hvítir öfgahópar og nýnasistar hafa tekið þann fána upp þó að hann hafi upphaflega verið hannaður af þungarokkstónlistarmanni. Bandarísku mannréttindasamtökin Anti-Defamation League skilgreina Vínlandsfánann sem haturstákn með þeim fyrirvara að hann sé þó stundum notaður í öðru samhengi, sérstaklega af aðdáendum þungarokkarans.
Lögreglan Íslenski fáninn Tengdar fréttir Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41
Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30